Tuðran - 01.05.1977, Side 20
TUÐRAN
1. ttol. 1. árg,
Leicester City
Leicester City er stofnað 1884 og hét
liðið Leicester Fosse fram
til ársins 1919, að nafni
þess var breytt! Gælunafn
Leicester City er „Filberts“
eða „Foxes“.
Fyrsti leikvangur
Leicester City nefndist Victoria Park, en
árið 1891 var Filbert Street tekinn í
notkun og hefur hann æ síðan verið
heimavöllur félagsins. Þar er talið rými
fyrir um 40.000 áhorfendur, en mest að-
sókn að vellinum varð 18. febrúar 1928
er Leicester lék við Tottenham í 5. um-
ferð ensku bikarkeppninnar, en þá
keyptu sig 47,298 áhorfendur inn á völl-
inn.
Leicester City hefur enn ekki orðið
enskur meistari í knattspyrnu, en einu
sinni hefur liðið orðið í öðru sæti í 1.
deild. Bikarmeistaratitill hefur heldur
ekki fallið félaginu í skaut, en það hefur
komizt fjórum sinnum í úrslit og alltaf
tapað. Hins vegar hlaut Leicester City
deildarbikarmeistaratitilinn árið 1964.
Stærsti sigur Leicester í leik er þegar
liðið vann Portsmouth 10—0, í l.deildar
keppninni 20. október 1928, en mesta
tapið er 0—12 fyrir Notthingham Forest
í 1. deild 21. apríl 1909. Flest stig í
deildakeppninni hlaut Leicester í 2.
deild 1956—1957, 61 talsins og það
keppnistímabil skoraði liðið einnig flest
mörk á keppnistímabili, eða 109 alls.
Arthur Rowley er sá leikmaður sem
skorað hefur flest mörk fyrir Leicester á
einu leiktímabili, eða 44 mörk. Það var
1956—1957, er Leicester lék í annarri
deild. Arthur Chandler er hins vegar sá
leikmaður sem skorað hefur flest mörk
samtals fyrir Leicester en hann skoraði
262 mörk á árunum 1923-—1935.
Búningur Leicester er blá peysa með
hvítri rönd, hvítar buxur og hvítir sokk-
ar.
Leeds United
Knattspymufélagið Leeds United var
stofnað árið 1904 og hét
þá Leeds City. Árið
1919 var nafni félagsins
breytt og ári síðar var
tekin upp atvinnu-
mennska hjá félaginu.
Heimavöllur Leeds
tekur 50.000 áhorfendur, en mest að-
sókn að vellinum hefur orðið 57.892
áhorfendur er Leeds lék við Sunderland
í 5. umferð bikarkeppninnar 15. marz
1967.
Leeds United á mikinn frægðarferil
að baki í ensku knattspyrnunni þótt liðið
hafi ekki nema tvívegis orðið enskur
meistari, 1969 og 1974. Eigi sjaldnar en
fimm sinnum hefur liðið orðið í öðru
sæti í deildinni og oft hefur verið mjótt á
munum á því og efsta liðinu. Enskur
bikarmeistari hefur Leeds einu sinni
orðið, 1972, en þess utan hefur liðið
leikið þrisvar sinnum í úrslitum. Enskur
deildarbikarmeistari varð svo Leeds
United 1968.
Sinn stærsta sigur í knattspyrnuleik
vann Leeds United 17. september er
liðið sigraði norska liðið Lyn frá Osló í
fyrri leik þeirra í Evrópubikarkeppninni
í knattspymu, en þá skoraði Leeds 10
mörk gegn engu. Mesti ósigur Leeds í
leik er hins vegar er liðið tapaði 1—8
fyrir Stoke City í 1. deildar keppninni
27. ágúst 1934. Flest stig í deildarkeppn-
inni hlaut Leeds 1968—1969 er liðið
hlaut 67 stig í 1. deild. Flest mörk á
keppnistimabili skoraði Leeds hins veg-
ar 1927—1928 er liðið var í 2. deild, eða
98 talsins.
John Charles er sá leikmaður félags-
ins sem skorað hefur flest mörk á
keppnistímabili, er hann skoraði 42
mörk þegar Leeds var í 2. d. 1953—54.
Hann er einnig sá leikmaður sem hefur
skorað flest mörk fyrir Leeds, 154 sam-
tals á árunum 1948—1957 og 1962.
Búningur Leeds United er hvít peysa,
hvítar buxur og hvítir sokkar.
Ipswich Town
Knattspyrnufélagið Ipswich Town var
stofnað 1887, en það var il,IPSWICH,||
fyrst 1936 að atvinnu- \l*áAMr
mennska var tekin upp hjá
félaginu. hefur félagið
alltaf heitið sama nafni, en
gælunafn þess er „Town“
eða „Blues“. Heimavöllur Ipswich Town
tekur 38.000 áhorfendur en metaðsókn
að leik hjá félaginu eru 38.010 áhorf-
endur sem voru að leik liðsins við Leeds
United í 6. umferð ensku bikarkeppn-
innar 8. marz 1975.
Ipswich Town hefur einu sinni orðið
enskur meistari í knattspyrnu. Það var
árið 1962. Einu sinni hefur liðið komizt í
undanúrslit í bikarkeppninni, og bezti
árangur þess í deildarbikarkeppninni er
fimmta umferð en svo langt komst liðið
bæði 1966 og 1974.
Stærsti sigur Ipswich Town í leik var
er liðið sigraði Floriana frá Möltu með
10 mörkum gegn engu í leik liðanna í
Evrópubikarkeppninni 1962. Mesti ó-
sigur Ipswich er svo 1—10 tap fyrir Ful-
ham í 1. deildar keppninni 26. desember
1963. Flest stig á keppnistímabili fékk
Ipswich árið 1953—1954 og 1955—1956
er liðið hlaut 64 stig í 3. deildar keppn-
inni, og flest mörk á keppnistimabili
skoraði Ipswich 1956—1957, eða 106
talsins.
Ted Phillips er sá leikmaður Ipswich
sem skorað hefur flest mörk á einu
keppnistímabili, 41 talsins 1956—1957
er Ipswich lék í þriðju deild. Markhæsti
leikmaður Ipswich frá upphafi er hins
vegar Tom Parker sem skoraði 428
mörk á þeim 11 árum sem hann lék fyrir
félagið: 1946—1957.
Búningur Ipswich Town er blá peysa,
hvítar buxur og bláir sokkar.
Everton
Everton var stofnað árið 1878, og tók
félagið upp atvinnu-
knattspyrnu árið
1885. Hefur félagið
frá upphafi heitið
sama nafninu, en
gælunafn þess er
„Toffeemen" eða
„Blues“. Heimavöllur Everton, Goodi-
son Park var tekinn í notkun árið 1892,
en áður hafði félagið m.a. haft Stanley
Park og Anfield Road sem heimavöll
sinn. Goodison Park tekur 58.000
áhorfendur en metaðsókn að vellinum
eru 78.299 áhorfendur sem komu á leik
Everton og Liverpool í 1. deildar
keppninni 18. september 1948.
Everton hefur sjö sinnum orðið ensk-
ur knattspymumeistari: 1891, 1915,
1928, 1932, 1939, 1963 og 1970 og sex
sinnum hefur félagið orðið í 2. sæti í
deildar keppninni. Enska bikarmeist-
aratitilinn hefur Everton unnið þ risvar
sinnum til: 1906, 1933 og 1966 og fjórum
sinnum að auki hefur Everton komizt í
úrslit í þeirri keppni. Bezti árangur
Everton í deildarbikarkeppninni er hins
vegar sá að liðið komst í 5. umferð á
keppnistímabilinu 1960—1961.
Stærsti sigur Everton í knattspyrnu-
leik var er liðið vann Derby County
11—2 í 1. umferð ensku bikarkeppn-
innar 1889, en mesti ósigur Everton er
4—10 í leik við Tottenham í 1. deildar
keppninni 11. október 1958. Mesti
stigafjöldi Everton eru 66 stig í 1. deildar
keppninni 1969—1970, en flest mörk á
einu keppnistímabili skoraði Everton er
liðið lék í 2. deild 1930—1931, 121 tals-
ins.
Sá leikmaður sem skorað hefur flest
mörk fyrir Everton á einu keppnistíma-
bili er Dixie Dean sem skoraði 60 mörk á
keppnistímabilinu 1927—1928 og sami
leikmaður hefur skorað flest mörk fyrir
Everton, 349 talsins á árunum
1925—1937.