Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 10

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 10
7 F Y L K j R maður átt að geta falið hníf í töskunni þinni, fyrst þú hafðir hana undir koddanum þínum? Þú hlytir að hafa vakna'ð við það“. Þegar Aksionov heyrði þetta, þóttist hann viss uin, að þarna væri kominn morðingi kaup- mannsins. Hann stóð á fætur og gekk burt. Alla næstu nótt lá Aksionov vakandi. Hann var hræðiiega ó- hamingjusamur, og alls kyns myndum brá fyrir í huga hans. Þarna var eiginkonan hans, eins og hún var, þegar þau kvöddust og hann lagði af stað tii markaðsins. Hann sá liana, eins og hún stæði ljóslifandi fyrir framan liann. Andlitið og augun konni fram í hugann. Hann heyrði málróminn henn- ar og hláturinn. Hann sá börn- in sín, kornung, eins og þau voru þá, annað klætt í skinn- kápu, hitt við móðurbrjóstið. Loks minntist liann sjálfs sín, eins og hann var áður, — ung- legur og glaðlyndur. Hann minntist þess, þegar hann sat frammi við dyrnar í veitinga- húsinu og var að leika á gítar- inn sinn, en þá var liann tekinn fastur. Hversu áhyggjulaús var liann þá. Hann sá í huganum staðinn, þar sem hann var húð- strýktur, böðulinn og mann- fjöldann, sem horfði á það, hlekkina, sakamennina, 26 ára fangelsisvist og skjóta afturför. Hugsunin um þetta þjáði hann svo mjög, að honum lá við áð stytta sér aldur. „Og þetta er allt þessum þorpara að kenna", hugsaði Aksionov. Og heift hans í garð Makar Semyonich var svo mik- il, að hann þráði að koma fram liefndum, þótt svo færi, að hann yrði sjálfur að láta lífið fyrir það. Hann þuidi bænir alla nótt- ina, en hlaut þó engan frið í sálu sinni. Næsta dag vék hann úr vegi fyrir Makar Semyonich og lét sem hann sæi hann ekki. Þannig liðu tvær vikur. Aksio nov lá andvaka um nætur, og hann var svo eirðaríaus, að hann vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera. Kvöld eitt, er hann var á gangi um fangelsið, tók hann eftir því, að mold barst fram undan einum bekkjanna, sem fangarnir sváfu á. Hann nam stáðar til að gá betur að, hverju þetta sætti. Allt í einu skreið Makar Semyonich undan bekkn um og leit á Aksionov með skelf ingarsvip. Aksionov ætlaði að lialda áfram, eins og ekkert liefði í skorizt, en Makar þreif í hönd hans og sagði honum, að hann hefði grafið holu undir múrinn, borið moldina út í stíg- vélunum síntun og hellt úr þeim á hverjum morgni á veg- inn, þegar fangarnir voru rekn- ir til vinnu. ,,Ef þú þegir, lagsi, þá slepp- ur þú líka. En ef þú kjaftar frá, þá verð ég hýddur til bana, en fyrst ætla ég að drepa þig“. Aksionov skalf af reiði og horfði hvasst á óvin sinn. Hann losaði liendina og sagði: „Mig langar ekki til að flýja, og þú þarft ekki að drepa mig. Þú ert löngu búinn að því. En hvort ég kem upp um þig eða ekki — því ræður guð einn“. Daginn eftir, þegar fangarnir voru reknir til vinnu, tóku verð irnir eftir því, að nokkrir fang- anna helltu mold úr stígvélun- um sínum. Fangelsið var gaum- gæfilega rannsakað og fundust þá göngin. Fangelsisstjórinn yf- irheyrði alla fangana til að kom- ast fyrir það, hver hefði grafið jarðgöngin. Allir neituðu, að þeir vissu um það. Þeir, sem voru í vitorði með Makar Semy- onich, vildu ekki koma upp um hann, af því að þeir vissu, að hann yrði barinn til bana. Að lokum sneri fangelsisstjórinn sér að Aksionov, sem hann þekkti að réttsýni, og sagði: „Þú ert sannsögull maður, segðu mér í guðs bænum, hver gróf göngin“. Makar Semyonich stóð álengd ar, eins og þetta mál snerti hann áð engu leyti, horfði á fangelsisstjórann, en renndi ekki augum í áttina tii Aksion- ovs. Varir. Aksionov og hendur titruðu, og drykklanga stund kom hann engu orði upp. Hann lnigsaði með sér: Hví skyldi ég hlífa lionum, sem hefur lagt líf mitt í rústir? Látum hann bæta fyrir þjáningar rnínar. En ef ég segi frá því, munu þeir sennilega strýkja hann til bana, og kannski hef ég hann fyrir rangri sök. ()g þegar á allt er litið, kemur það mér þá að nokkru gagni? „ Jæja, góði minn“, sagði fang elsisstjórinn aftur, „segðu . mér satt. Hver gróf undir múrinn?“ Aksionov leit sem snöggvast á Makar Semyonich, en sagði svo: „Ég get ekki sagt það, yðar tign. Það er ekki vilji guðs, að ég segi frá því. Gerið við mig, hvað sem yður þóknast, hér stend ég“. Aksionov fékkst ekki til að segja neitt frekar, hversu mjög, sem fangelsisstjórinn gekk á * hann, og þar við sat. Um kvöldið þegar Aksionov var lagztur fyrir og var rétt að festa blund, kom einhver hljóð- lega inn og settist á rúmið hans. Hann starði út í myrkrið og sá þá, áð þetta var Makar. „Hvað viltu mér?“ spurði Aksionov. „Til hvers komstu hingað?“ Makar Sémyonich þagði. Aksionov settist upp og sagði: „Hvað viltu? Farðu út, annars kalla ég á vörðinn“. Makar Semyonich laut niður að Aksionov og hvíslaði: „Ivan Dmitrich, fyrirgefðu mér“. „Fyrirgefa hvað?“ „Það var ég, sem myrti kaup- manninn og faldi hnífinn í far- angri þínum. Ég ætlaði að clrepa þig líka, en Jrá heyrði ég mannamál fyrir framan dyrnar og faldi hnífinn í töskunni Jiinni og flýði út um gluggann". Aksionov þagði, og vissi ekki hvað hann átti áð segja. Makar Semyonich renndi sér niður af hvílubekknum og kraup á kné á gólfinu. „Ivan Dmitrich", sagði hann, „fyrirgefðu mér. í guðs bænum, fyrirgefðu mér. Ég ætla að játa á nrig morðið á kaupmannin- um, og þú verður látinn laus og getur farið heim til þín“. „Þetta getur þú sagt“, sagði Aksionov. „Ég er nú búinn að .{jola refsingu fyrir þig í full 26 ár. Hvert ætti ég að fara núna? Konan mín dáin, börnin mín Jsekkja mig ekki lengur. Ég á livergi heima“. Makar Semyonich reis ekki á fætur, heldur barði höfðinu við gólfið. „Ivan Dmitrich, fyrirgefðu mér“, hrópáði hann. „Þegar ég var húðstrýktur, var ekki eins erfitt að þola það og að horfa á Jrig núna. Fyrir Krists skuld, fyrirgefðu mér, aumum manni“. Hann fór að gráta. Og þegar Aksionov heyrði það, fór hann líka að gráta. „Guð mun fyrirgefa þér“, sagði hann. .„Ef til vill er ég hundrað sinnurn verri en Jdú“. Þegar liann hafði Jietta rnælt, létti honum um hjartað, og heimþráin hvarf. Hann þráði ekki lengur að losna úr fang- elsinu, en óskaði þess eins, áð sín hinzta stund væri komin. Þrátt fyrir orð Aksinovs, ját- aði Makar Semyonicli sekt sína. En þegar skipun barst um, að Aksionov skyldi látinn laus, var liann dáinn. Lokað Eins og að undanförnu verður Sparisjóðs- deild bankans ekki opin til afgreiðslu föstu- daginn 29. des. og laugard. 30. des. nœst- komandi. Þeir viðskiptamenn sem þurfa að leggja inn eða taka út úr bókum, œttu því ekki að draga að gera það. Vestmannaeyjum, 15. desember 1950. f Útvegsbanki íslands h.f. útifeúið í Vestmannaeyjum

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.