Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 20

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 20
20 F Y L K i R Benedikt Ragnarsson eða Benni blaðakóngur, eins og við köllum hann við Fylki, er meðal dug- legustu sölubarna blaðsins. Hann er þrautseigur við söluna og hefur aflað ser talsverðra tekna með blaðasölunni, og er meðferð þeirra til fyrirmyndar fyrir önnur börn. Benni er 8 ára Frá Árna skáldi Níelssyni. Maður hét Árni Nielsson. Hann var hér í Eyjum, greind- ur vel og mikill hagyrðingur. Ymsar sögur fara al' honum, meðal annars þessar. Það var einu sinni að áliðn- um degi þegar flestir voru komn ir úr róðri, að Árni var stadd- ur „niður í Sandi“ sem kallað var, þegar nafni hans Árni Dið- riksson í Stakagerði kom að, en liann þótti vera nokkúð þaul- sætinn á sjónum. Maður nokk- ur stóð hjá Árna Níelssyni, sneri sé að honum og sagði: „Kveddu nú níðvísu úm nafna þinn, setuhundinn þann arna“. — Vís- an kom á augnablikinu og var svona: Happadrj úgur hreppstjórinn hölda meðal frækinn, seinastur og sökkhlaðinn syndir Árni í „Lækinn“. Lækur nefndist fram af upp- sátrinu austan við steinbryggj- una. Á. Á. Það var mjög títt hér fyrrum, að staðið var í búðum, án þess að kaupa nokkuð. Voru búðirn- ar hinn daglegi samkomustaður manna, þar sem allar helztu fréttir voru sagðar. Einu sinni var þaö í „Austurbúðinni" að fullt var þar inni af karlmönn- um að venju. Pétur faktor Bjarnasen (d. 1869) sat á borð- inu fyrir framan sýningarhill- urnar, sem voru innar í búð- inni og var eitthvað að sýsla. Þá kom inn máður, Sigmundur áð nafni og \ar beykir að iðn. Snýr hann sér að Pétri og segir: Pétur situr hátt í höllu í helvítanna skrá . . . „Æ, blessaðir botnið þið nú fyrir mig. piltar", .sagði Pétur faktor til mannanna, sem inni \oru, því ekki treystist hann sjálfur þar til. „En Sigmundur er allt í öllu andskotanum hjá“, gellur við utan úr horni. Þetta var þá Árni Níelsson og var sagt að Pétur hafi borgað hon- um vel fyrir greiðann. Frá Gísla í Móhúsum. Sagt er, að Gísli karlinn í Móhúsum hafi verið nokkuð ýkinn og standa sumar sögur hans ekki að baki sögum „Vel- lýgna Bjarna", er honum tókst bezt upp. Ekki hef ég heyrt margar sögur Gísla í Móhúsum, en máski einhverjir hafi heyrt fleiri og bæti isíðan við neðan- skráðar sögur af honum. Gísli var oft á sumrin í kaupa vinnu uppi undir Eyjafjöllum eða annars staðar í nærsveitun- um. Einhverju sinni er hann var á leið út í Eyjar frá vinn- unni, hreppti skip það er hann var á versta veður. Þegar þeir komu upp undir „Heimaey" Svo sem nienn muna var Þórunn litla Jóhannsdótlir á ferð hér á landi fyrir skömmu. Héll húnþianólónleika og fékk mikið lof. að norðanverðu, fengu þeir sjó svo mikinn, að skipið bar yfir „Klettaskörð" og stöðvaðist ekki fyrri en uppi við „Axlarstein". Gott hefur skipið verið og vel verið stýrt., því hvorki skipi né mönnum varð meint af þessu ó- lagi.. Kannski hefur það verið sama skipið, sem Gísli sagðist einu sinni hafa verið á, en það var svo stórt, að það var 3 ár að venda. Gísli bóndi á Búastöðum og formaður Eyjólfsson, heimsótti einu sinni Gísla í Móhúsum. Veður var þá hið versta og gekk sjór upp í grös á Bjarnarey og langt á land upp á „Urðunum“. Gísli í Móhúsum fylgdi svo nafna sínum á leið heim og hafði Gísli á Búastöðum orð um hve veðrið væri vont og brimið afskaplegt. „Jú, sagði Mólnisa- Gísli, „veðrið er mjög vont, en ekki er Joetta þó ntikið veður móti ])\ í, sem ég fékk á honum „Ægi“ hér á árunum. austur á „Bessa“. Þá gekk sjórinn . yfir báðar austureyjarnar og vitan- lega langt upp f'yrir garða, en ekki kom dropi í bátinn. Já, |)á var vel stýrt, nafni sæll“. — „Ægir“ vár smáfleyta sem Gísli í Móhúsum átti, varia sjófær el eitthvað var að sjó og veðri. Á. Á.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.