Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 9
9 JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 --------------------------------------------------- - Nýjar bækur - Nýjar bækur - Nýjar bækur - an, Konni, Zorro og Frank og Jói er slíkir bókaflokkar og eru ætlaðir drengjum, en fyrir stúlkurnar koma svo Todda, Lísa Dísa, Dóra', Nancy, Stína, Hanna, Matta og Jóna. Misjafn er sauður í mörgu fé, og ekki er ég á því, að allar þessar bækur séu vel við hæfi barna. En þó eru þarna undantekning- ar, og sumar bækurnar ágæt ar. Nýjasta bókin í bóka- flokknum um Frank og Jóa nefnist FRANK OG JÓI OG HÚSIÐ Á KLETTINUM. Hún greinir frá tveimur bræðrum, sem eru synir leynilögreglumanns og hafa ákveðið að feta í fótspor hans. Efni bókarinnar er að vísu orðið margþvælt í hönd um þeirra höfunda, sem skrifa bækur af þessum toga, smyglarar, sem eru svo staðnir að verki. Það væri gaman að vita, hve margir hafa tekið þetta efni fyrir, þær bækur hljóta orðið að skipta hundruðnrn ef ekki þusundum. En hvoð um það, bók1 1 sem er eftir Franklin W. Dixon, og þýdd af Gísla Ásmr nassyni, gefur öðrum bókum af þessu tag: ekkert oftir, pótt húr. se á engan h?it írumleQ ^ða risti djúpt bokme.mtalego. séð JÓNA BJARGAR V’NUM SÍNUM, er nýr bókaílukkur handa telpum.. og er þetta ö. nur bókm í þeim flokki. S.iran er að þv* ifyti nýst- á - 'tg að hún ger;.'.f í Malaja lörmum, pannig að efnivið- ii .i.r. aerður nií.rr fram- andi en ella. Höfundurinn Magna Toft, hefur lengi dvalizt í Austurlöndum og þekkir því vel aðstæður all- ar, enda eru lýsmgi rnar a þessu umhverfi h:nar skemmtilegustu. Að öðru leyti er bókin áþekk c-ðrum telpnabókaflokkurn, hvað efni og málsmeðferö varðar Einn galla fann ég á bó rinni, sem auðvelt hefði verið fyr- ir útgefanda að koma auga á. Bókin heitir í raun og veru tveimur nöfnum ,.g veit ég ekki hvort nafnið er rétt- ara. Á hlífðarkápu srendur Jóna bjargar vinum vnum, en inni í bókinni á tit jblaði heitir hún svo Jóna hjálpar vinum sínum. Þetta er kannski lítið atriði, sem. litlu skiptir, en er samt sem áð- ur galli á bókinni. Leiftur nefur áður hlotið ámæli fyrir lélegan .''-ágang á bókum sínum, svo sem slæma prófarkalesningu og verri pappír en aðrir, en það verður heldur ekki af þeim | skafið í Leiftri, að þeirra bækur eru yfirleitt ódýrari en aðrar og mun pappírinn ekki eiga þar hvað minnstan þáttinn í. Þótt pappírinn í þeim bókum, sem nú hafa komið út hjá forlaginu, sé ekki eins vandaður og hjá mörgum öðrum, er hann þó betri en í fyrra, svo og útlit bókanna. Og bækur frá Leiftri munu líka vera þær ódýrustu á markaðnum í dag. og er trúlega atriði, er margir munu hugsa um, þeg ar þeir kaupa bækur til jóla- gjafa fyrir þessi jól. Þótt aldurinn færist yfir Gunnar í Leiftri, er engin ellimörk á honum að sjá, hvað bóka- útgáfuna snertir. Bókolorlöjj Odds Björnssonar Bókaforlag Odds Björnsson ar Akureyri gefur út 10 bæk ur fyrir þessi jól. Þar ber einna hæst þriðja bindið af VESTUR JSLENZKUM ÆVI SKRÁM, er Benjamín Kristj ánsson hefur tekið saman. Eg bjóst við, þegar ég fór að fletta bókinni, að hér væri um heldur þurran fróðlek að ræða ,en það fór heldur öðruvísi. Hér er á ferðiniu stórmerk bók um frændur okkar vestan hafs, og þótt hún þyki jafnvel gagnslítil og fánýt, ef hún væri m.æld á vog peningagróðans, getur hún komið að gagni fyrir þá sem vilja vita meira um vini sína, ættingja og niðja þeirra, svo að vitnað sé í orð höfund ar í formála. Hafi Benjamín og bókaforlag Odds Björns- | sonar þökk fyrir þessa ágætu j bók. | Ingibjörg Sigurðardóttir er | ofarlega á lista um útlán úr almenningsbókasöfnum, sem gefur til kynna, að hún sé vel metin af íslenzku bóklestrar- fólki. Hér er á ferð ný bók eftir hana, VEGUR HAM- INGJUNNAR. Þetta er 14. bók höfundar, 140 bls. r.ð stærð. Ekki er hægt að segja að nýjar eða frumlegar hug- myndir komi fram í bókinni, efniviðurinn er flestum kunn ur af tugum slíkra bóka, störf og hugsunarháttur starfsfólks á sjúkrahúsum, I en Ingibjörg hefur áður skr;f að um svipað efni. Lækna- bækur hafa verið með vin- sælla lesefni hérlendis ,síð- ari ár og trúlega verður þess ari bók vel tekið af þeim hópi lesenda, sem dá Ingi- björgu, en þeim hefur farið fjölgandi. ELSKAÐU NÁUNGANN heitir ný bók eftir Willy Breinholst. Höfundur er ís- lenzkum lesendum að góðu kunnur, aðallega fyrir smá- sögur sínar, en þessi bók er ein samfelld saga, og hún nokkuð löng eða 238 bls. Þetta er það langbezta, sem ég hef lesið eftir Breinholst, og er þó margt annað af- bragð. Þetta er saga um kyn- þokkaskáld ,eða skáld, sem skrifar kynórabækur, en er fremur veikur á svellinu í þeim efnum í raun og veru, þar til í lok bókarinnar, að allt snýst á betri veg. Bókin er ádeila á klámbókmenntir nútímans, uppfull af svell- andi kímni. Ýmsir þættir bók arinnar eru svo snilldarlega úr garði gerðir, að ekki er hægt annað en veltast um af hlátri. Kristmann Guðmunds son snaraði bókinni yfir á ís- lenzku ,og hefur farizt verkið vel úr hendi. Enginn ,sem ann góðum grínsögum, ætti að láta þessa bók fara fram hjá sér, það verður enginn svikinn af þessum lestri. Hjónin Jenna og Hreiðar Stefánsson hafa gert það að sér grein sinni að skrifa bæk ur fyrir börn og unglinga, þar sem hreinleiki og heiðar leiki skipa ávallt æðsta sess. Ekki veitir víst af á þessum síðustu og verstu tímum. Nýja bókin þeirra, STÚLKA MEÐ LJÓSA LOKKA, er framhald af bókinni Stelpur í stuttum pilsum, sem út kom í fyrra og fékk góðar undirtektir, bæði hjá eldri og yngri kynslóðinni. Umhverfið er dagurinn í dag og vanda- mál þau, sem unglingar og fullorðnir eiga við að glíma. Eg þori að segja, að þetta sé eitt af mestu ádeiluritum um þjóðlífið, sem ég hef séð. Drykkjus'kapur er greinilega ekki hátt skrifaður af höf- undum og til hans má að flestu leyti rekja allan ófarn að heimila. Þetta kemur skýrt fram í bókinni. Þá kemur fram ádeila á bítla- mennsku og afskræmislist, og ef ekki þekkir einhver sjálfan sig í kaflanum um verðlaunaafhendinguna, þá veit ég ekki hvað er ádeila. Þótt bók þessi sé einkum ætluð unglingum, á hún ekki síður erindi til fullorð- inna með boðskap sinn. Vel skrifuð bók, sem veldur eng um vonbrigðum. Ármann Kr. Einarsson, er óþarft að kynna fyrir lesend um. Bækur hans nálgast nú þriðja tuginn, og nýja bók- in hans, ÓLI OG MAGGI FINNA GULLSKIPIÐ, er á engan hátt eftirbátur hinna fyrri. Ármann hefur einkum helgað sig yngri kynslóðinni, og náð frábærum árangri í þeim efnum. Bækurnar um Árna í Hraunkoti hrifu strax ala stráka og hið sama má segja um ævintýri Óla og Magga, sem er framhalds- bókaflokkur af svipuðum toga spunninn. Ármann komst fljótlega að því, að til að nó til strákanna, þarf að vera mátulega mikið af tækni nútímans ofið í bæk- urnar. Enda er sá heimur, sem hann opnar hinum ungu lesendum sínum einmitt það, sem þá flesta dreymir um, bílar, flugvélar og tækniund ur. Þrátt fyrir þetta er eng- inn hasarblær yfir bókum Ármanns, og kostir bindindis eru þar óspart dregnir fram. Ármann er líka fyndinn og hefur lag á að segja frá á skemmtilegan og oft skop- legan hátt. Því er ekki á- stæða til annars en að ætla, að þessi bók hans hljóti sömu vinsældir og aðrar, er hann hefur samið. ÓGNIR EINIDALS heitir unglingabók eftir Guðjón Sveinsson, en í fyrra kom út fyrsta unglingabókin eftir hann og eru persónurnar í þessari hinar sömu og í fyrri bókinni. Þrír röskir og hug- kvæmir drengir, sem lenda í hinum ótrúlegustu ævin- týrum. Guðjón er greinilega upprennandi rithöfundur á sviði unglingabóka, enda mun Bókaforlag Odds Björns sonar þegar hafa tryggt sér útgáfurétt á bókum hans. Enid Blyton hefur þótt skara fram úr á þessu sviði, enda þekkja öll íslenzk börn bæk- ur hennar, en mér kæmi ekki á óvart, þótt íslenzk börn og unglingar þekktu Guðjón Sveinsson eins vel eftir nokkur ár, ef hann heldur áfram á sömu braut, sem sannarlega er ekki á- stæða til að efast um. Þess- ari bók verður án efa vel tekið af tápmiklum krökk- um. Indíánasögur voru með vin sælustu strákabókum, þegar ég var á þeim aldri, og alltaf gleypti maður við þeim um hver jól. Ekki er mér kunn- ugt um, hvort þessar bækur halda sínum vinsældum, og trúlegra þætti mér, að á þess ari geimvísindaöld væru tæknibækurnar hærra skrif- aðar. En frá sama forlagi kemur nú út fjórða bókin um indíánann VALSAUGA. Bókin er eftir Ulf Fuller, og er spennandi. Óhætt er að mæla með henni, sem einni af betri bókum um þetta efni. Sigurður Gunnarsson hefur þýtt bókina á lipurt íslenzkt mál. Séra Benjamín Kristjánsson Séra Benjamín Kristjáns- son ritar gagnmerkt rit, EY- FIRÐINGABÓK. Bókin er safn sagna frá liðnum öldum og eins og nafn hennar ber með sér, er hún einkum snið in við hæfi Eyfirðinga, þótt allir geti að sjálfsögðu haft bæði gagn og gaman af lestri hennar. í ÁLÖGUM er ástarsaga eftir Magneu frá Kleifum. • Bókin er spennandi og laus við alla væmni. Skýr og gagnorð og hinn ágætasti skemmtilestur. Eitthvert mest umtalaða njósnamál aldarinnar, var sagan af Greville Wynne og Penkovsky. Aðalmaðurinn í I málinu, Greville Wynne, hef ur nú skrifað bók um ævin- týri sín á vegum brezku leyniþjónustunnar, sem leiddu til þess ,að hann var handtekinn af Rússum og pyndaður til sagna. Aldrei tókst þó að veiða neitt upp úr honum, og var hann að lokum látinn laus í njósn- araskiptum Rússa og Breta. Nú er bókin komin út á ís- lenzku, þýdd af Hersteini Pálssyni, og ber nafnið MAÐ URINN FRÁ MOSKVU. Eg á bágt með að trúa því, að allt það, sem sagt er frá í þessari bók sé sannleikur og hafi í haun og veru gerzt, þótt svo muni vera. Svo æv- intýralegar eru lýsingar, að James Bond má fara að vara sig.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.