Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 19

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 19 HALLGRÍMUR JÖNASSON: Frá Vestmannaeyjum (1927) Það er frostsvöl febrúar- nótt og klukkan 3.30. Eg ætla að sjá bátana „leggja út” og verð því að vera kom inn niður að sjó kl. 4. Fyrr er eigi leyfilegt að hefja róður að nóttu til um þetta leyti árs. En þar er heldur lítil hætta á, að seinna sé farið, ef sækjandi er sjóveð- ur og allt í lagi. Það stendur heima, þegar ég kem niður á „Skansinn”, eru örfáar mínútur eftir. Skansinn er alláberandi hæð ofan við hafnaropið sunnan- vert. Geysi-þykkir vallgrón- ir grjótgarðar, hlaðnir fyrir öldum síðan gegn erlendum ræningjum, sem eigi ósjald- an gerðu eyjabúum þungar búsifjar, þó engir kæmust í hálfkvisti við „Hundtyrkj- ann”, að grimmd og spell- virkjum. Veðrið má gott heita. Still viðri og stjörnublik með haf rænu og hrímgaða jörð. Haf- ið er nokkurn veginn kyrrt, það sem til þess sér og heyr- ir. Samt berast þungar drun ur úthafsins um loftið, er það nemur við sker og dranga eða ylgjan brýzt inn í þröng gjögur og kletta- klungur. En kynlcgast er að líta inn til hafnarinnar. Þar liggja um 90 vélbátar, tilbúnir í róður. Þeir bíða einungis eft ir „blússinu”, brottfarar- merkinu, sem forystubátn- um ber að gefa á tilsettum UPPLÝSINGAR UM LÆKNIS- ÞJÓNUSTU UM JÓLIN OG NÝÁRIÐ. Lækningastofurnar veiðr. opnar á Þorláksniessu, en LOKAÐAR á aör'angadag og gcmlársdag Upplýsingar um neyðarvakt þjónustu í sjálfvirkmn sim- svara: 1345 EINAR GUTTOKMSSON KRISTINN JÓIIANNSSON ÖRN BJARNASON tíma. Enginn þeirra má kasta festum fyrr. Þó er eigi trútt um, að óeðlileg hreyfing sé komin á suma þá framgjörn ustu, og að þeir sjáist fljóta lausir í fremstu röðum. Véla gnöldur flotans rennur sam an í ógurlegan skarkala, sem berst langa vegu út yfir kaupstaðinn og eyjuna. En æfintýralegust er hin marg- lita iðandi ljósamergð úti í koldimmu næturhúminu. Hver bátur hefur auðvitað uppi lögboðin ljós, í siglu- toppi og á báðum hliðum og nú renna allir þessir litir, hvítgulir grænir og rauðir saman í samfellda blikandi iðu. Það er líkast að sjái yf- ir þéttan, hávaxinn skóg, er svignar fyrir stríðum stormi með dulræn æfintýraljós í greinum og krónu. Allt í einu þýtur rauðbleik 'leifturrák í loft upp frá ein- um bátnum. Merkið er gefið og á samri stundu vindur fyrsta bátnum fram og allur flotinn tekur skriðið fram um hafnarmynnið — út til miða. Loftið titrar af vélahljóði, og ljósin, það eina er til skip ana sér, hníga og sveiflast eftir ruggi bátanna um hina hvikulu öldufalda. Smátt og smátt dreifast ljósin og fjar- lægjast; vélaóminn lægir og innan stundar er allt horfið sýnum. — Næturhúmið grúf ir yfir auðri höfn og hljóð- um bæ. Við, sem á Skansinum stöndum, förum heim að hátta, en út um hafmiðin sækja nokkur hundruð sjó- manna atvinnu og arð, í fang Ægis, í brigðulli náttúru og vetrarmyrkri. Loft og lögur eru kyrrlát en þungbúin. Af þeim verður fátt ráðið um óorðna hluti og komandi dag. II. Austanstormurinn fer ham förum og haglkrepjan bylur á húsþökum. Veðrið hefir brostið á úr hægum andvara laust eftir hádegi og geisar nú með þeim æðistryllingi, að naumast er stætt á ber- svæði. Hafið hafði um morg uninn verið sæmilega kyrrt, drungalegt að vísu, með þunga undiröldu og dynjandi brim, en nú leikur það í al- j gleymingi. Rjúkandi bárur, með háa hrynjandi falda rísa og ösla inn að ströndinni og slöngva hvítum froðu- tungum langt upp á land. Við hafnarmynnið innan- vert, í skjóli hafnarsmiðjunn ar, stendur þyrping fólks, karlar og konur. Allir beina sjón sinni í sömu átt — út á hafið, þangað sem bátanna er von. Nokkrir þeirra eru þegar komnir; hafa sloppið inn á bátaleguna á undan veðrabrigðunum. Aðrir eru á leiðinni skammt undan, og hina hylur hafið og hríðin einhversstaðar í sortanum. Fólkið starir út í dimmuna á fáeina báta, sem öðru hvoru sjást á ölduhryggjun- um og stefna inn á Leiðina. Þeir þurfa að fara djúpt fyr- ir „Klettinn”, sem út skagar norðan megin víkurinnar, til að hafa nóg seglrými, kynni vélin að bila. Þessi litlu mannvirki hend ast alla vega til á bylgjun- um. Þær hampa þeim hátt á öldutoppum, eins og knetti sem varpað er til kasts. Svo gleypir þá næsti bárudalur og hylur — úr landi að sjá — upp fyrir miðjar siglur. Fremsti báturinn er kominn inn undir hafnaropið. Sturd um berst hann óðfluga á- fram á öldukömbunum. Þess á milli á vélin fullt í fangi að vinna á móti harðkröpp i um útstraumnum. Stutt fyrir aftan hann rís gild alda. Henni fleygir fiam með ógnar hraða, oins og villidýr að bráð. Báturinn lyftist að aftan og skýzt fram eins og ör. Hann snýst á rásinni og um stund sýnist sem hröni.in muni slá hon- um flotum og mylja undir sér. Það er stórkostleg stund Skeiki nokkur um rétta stefnu, er taflið tapað. En þetta varir ekki svipstund. Báturinn lætur aftur að stjórn, og á skemmri tíma en lýst verður, hefir öldu- brjóstið skilað honum inn yfir allar hættuv á lygna skipaleguna. Sigurinn er unn inn með öruggum huga og rösklegri stjórn. Þannig koma bátarnir hver af öðr- um, meðan innsiglingin er fær fyrir myrkri. Þeir, sem enn eru ókomn- ir, leita sér næturlægis í hléi við Heimaklett og bíða birtu. Úti fyrir öslar björgunar- skipið um háa ölduhryggi og djúpa dali, í leit eftir þeim, sem ekki hefir til spurzt. Seint um kvöldið hef ir frétzt til þeirra allra heilla á húfi. En stundum — og því mið ur allt of oft — verður Ægir helzt til þungur í skiptum við mannhættustrendur ís- lands. Hann er að vísu ör- látur, en engin Evrópuþjóð geldur honum — eftir fólks- tölu — þyngri skatta í manns lífum en íslendingar. Vestmannaeyingar þykja miklir sjómenn. Og líklega eru þeir einhverjir þeir rösk ustu og dugmestu hér við land. — Opið úthafið fyrir hafnlausri strandlengju, á- samt snöggbrigðulli, ofsa- gj irnri veðráttu að vetrar- lagi, er ekki vettvangur fyr. ir liðleskjur né aukvisa. Auðvitað eiga og Eyjarn- ar sína blíðveðursdaga. Glampandi spegilslétt haf, hættulítið og velviljað, til að sjá. En alténd eru þeir dagar fáir og sjaldgæfir. Á stöðug- lyndi sjávarins verður trauð lega treyst. III. Það er á hlýjum júnídegi að ég legg upp Klifið. Það er ekki hæsta fjall á Heima- ey, en eitt hið fegursta, þeg- ar upp er komið, rennislétt flöt, að víðáttu sem allstórt tún. Öllu megin girða það svimháir hamraveggir, ókleif Framhald. á bls. 38 „Vor vió mm >9 A þessu liausti kom út nótnahcfti með 26 lögum undir heitinu „Vor við sæ- inn” eftir Oddgeir heitinn Kristjánsson tónskáld. Eru Iögin fyrir einsöng og pianó. Þarna eru samankomin öll ljúfu lögin hans Oddgeirs sem allir Vestmannaej ingar kunna og syngja, enda eiga þau sterk ítök i okkuv og sungin og spiluð allstaðar, þar sem Vcstmannaeyingar koman saman. Ekkja. Oddgeirs heiíins frú Svava Guðjónsdóttir, hefur gefið lögin út: á mjög mynd- arlegan hátt og er nótna- heftið hið eigulegasta og til- valið fyrir Vestmannaeyinga er eiga söngvinna vini út á landsbyggðinni að senda þeim lieftið í jólagjöf.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.