Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 31

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 31 að aka grjóti í skörð, sem vatnsflaumurinn sprengdi í veginn hér og þar. Við kom- um síðla kvölds til Akureyr- ar. Gvendur fór að hitta ein- hvern bilakóng, en við hin gengum suður í Lystigarð og Gróðrarstöð. Virtist okk- ur, að bæjarbúum yrði all- starsýnt á mannskap þennan og mun því valdið hafa bún- ingur okkar, er lítt var stáss- legur. Eg var í skyrtunni góðu frá Birni yzt fata og gráum Gefjunarbuxum og lafði á þeim stór flipi utan- læris. Kl. 10 áttum við að hitta Gvend hjá Hótel KEA. Þar var þá fyrir Þorsteinn Þor- steinsson, hinn landskunni ferðagarpur, Bauð hann okk- ur til kaffidrykkju í hótel- inu og var þar eatið í góð- úffl fagnaði ufti stund, Ba'r hú gest að garði; var þar kominn Vignir fréttamaður Morgunblaðsins, til að inter- júvera þennan flökkulýð af fjöllum ofan. Að því loknu var gengið til náða í íþrótta- húsi bæjarins. Kl. 10 næsta morgun skyldi haldið af stað. Voru þá tvær þjónustumeyjar Jó- hannesar á Borg týndar. Var þá hringsólað um götur bæj- arins í hálftíma og sjá loks komu þær, blessaðar, út úr einu húsi, brosandi út að eyrum af einskærri lífsgleði. — Voru þið nú farin að bíða eftir okkur, spurðu þær. — Nei, það var nú svo sem okkert; við vorum að leggja af stað, svaraði Gvendur. Svona nú Gvendur. Nú verður farið fljótt yf- ir sögu, því enginn fer að skrifa ferðasögu af norður- leið nú til dags. Þó skal þess getið, að farið var út af al- faraleið, enda eru troðnar slóðir eitur í beinum Gvend- ar. Frá Sauðárkróki var farin nyrðri leiðin upp úr Göngu- skörðum suður í Laxárdal. í Laxárdal eru Illugastaðir, stórbýli í auðn. Stórhýsi, tún óyrkt, sími í bænum, mið- stöð, fjöldi jarðyrkjuvéla. Þarna vildi enginn búa. Eig andi alls þessa yfirgefna óð- als er Lúðvík Kemp, lands- kunnur hagyrðingur og sér- stæð persóna. Eitt sinn var skjalatösku Kemps stolið í Pósthúsinu í Reykjavík. Þá setti Kemp auglýsingu í Tímann, áskor- un til þjófsins, svo fremi nokkur ærleg taug væri í hans búk, að senda sér viss skjöl er í tözkunni voru. Töskuna sjálfa og allt ann- að innihald var þjófnum heimilt. Þjófurinn brást vel við og sendi Kemp tiltekin skjöl. Þá setti Kemp „Þakk- arávarp til þjófs” í Tímann. Nú var haldið áfram þessa leið, er var svo illfær, að vera mundi á fárra færi annarra en Guðmundar Jón. assonar að aka hana, Á heið. árdragi feihú §at öllt fyrif» tækið gikkfast i fönn, Þá var 24. júli. Var þai1 hálf- tíma stopp, rudd leið gegn- um skaflinn. Svo var haldið áfram og siðla kvöld slegið tjöldum á bökkum Miðfjarð- arár. Gvendur fór heim að Múla og gisti þar hjá bróður sínum. Eg sagði nokkrar magnaðar draugasögur og svo var gengið til náða. Næsta morgun hófst síð- asti áfanginn til Reykjavík- ur. Gvendur hafði gert ítr- ekaðar tilraunir til að ná í Hrútafjarðarradíó án árang- urs. Lét hann mörg ófögur orð falla um þetta volaða radíó. _ Eg skal samt ná í Hrúta fjarðarradíó. Eg skal sýna ykkur það, sagði Gvendur. Nú þegar við erum gegnt Borðeyri þá víkur Gvendur farkosti okkar inn í þorpið. Og á hlaði símstöðvarinnar opnar hann talstöðina og stóðu þá tveir sloppklæddir starfsmenn stofnunarinnar hjá glugganum. Nú hrópar Gvendur í tækið: R. 3-4-6 kallar Hrútfj.radíó. Gefið mér langt kall. — Og nú stóð ekki á svari. — Eg náði samt í andskotans stöð- ina. Eg sagði ykkur þetta alltaf. Var svo ekið úr hlaði og ekki numið staðar fyrr en í Reykholti. Þar var hópur- inn myndaður ásamt Snorra gamla. Þá voru fornu jarð- göngin skoðuð. Nú eru þau fallin saman vegna slóða- skapar og ræktarleysis þeirra er að engu kunna að meta fornar erfðir. Við höfðum pantað mið- degiskaffi að Húsafelli. Þar var sest að krásum hlöðnu veizluborði. Húsafellsheimil ið mun eiga fáa sina líka um rausn og myndarskap. Þar er Gunna gamla, sem átti mest rithandarsafn á Is- landi. Sýndi hún okkur safn- ið, er nú fyllir þrjú bindi. Þar gaf að líta nöfn margra landskunnra manna, skrifuð eigin hendi fyrir Gunnu, Nú var eftir öð skoða sí@= östa fflérkissíaðínfl i leiðiflfli Surtshelli. Var ekið langleið- ina að hellinum inn í Hall- mundarhraun. Síðasta spölinn var gengið í mikilli rigningu. Loksins síðasta daginn hættu veður- guðirnir að vera okkur holl- ir. Jæja, þeir voru sannar- lega búnir að gera vel. Gvendur tók kaðalhönk all- langa með sér. Er við kom- um að opi einu í hrauninu, segir Gvendur: — Nú ætla ég að biðja þig Halli, að síga hér niður í kaðlinum. Svo tekur þú á móti kvenfólkinu og sérð um að það komist heilu og höldnu niður. Við spörum okkur talsverðan gang með þessu móti, því nú göngum við norður hellinn að aðal- opinu. — Alltaf er það eins með þessa fararstjóra, hugsa ég. Þeir halda að Vestmannaey- ingar geti alla skapaða hluti, sigið í björg, klifið þver- hnípi og hver veit hvað. Mér var svo sem ekkert um það gefið að síga ofaní þetta kolsvarta gímald, en nú var heiður Eyjanna í veði og mitt riddarahlutverk í loka- þættinum að vernda kven- fólkið í þessari glæfragöngu. Eg var að standa mig. Og þarna sprangaði ég niður í kaðalskrattanum. Svo kallaði ég: Nú getur sú fyrsta kom- ið! En sú fyrsta kom bara aldrei, því þegar þær sáu mína heljarför þá þverneit- uðu þær að fara niður. Þar með var mínu mikla hlut- verki lokið og þarna var ég dreginn upp af Gvendi og kvennaliði hans. Það var skipt um hlutverk. Svo var gengið áfram í ausandi rign- ingu og þessi merkilegi hell- ir skoðaður. En það er önn- ur saga. Guðmundur Jónasson, fararstjóri og bílstjóri með einni blómarósinni úr hópnum. Hb. Þrdinn NK70 Hetjur á hafið lögðu heim á Ieið, glatt var sinn: Brunaði bylgjurnar yfir, báturinn ljúfi minn. Flýt þér að flytja okkur í feðranna kæru byggð. Þar bíða okkar konurnar kæru, krakkar og vinatryggð. Heima í byggðinni biðu brosleit ættingjasveit. Hjartað hoppaði í barmi, hér enginn örlög veit. Brimið ædði um bátinn, hahn bylgjan færði í kaf. Okkar indælu hetjur Urðu að hverfa í haf. Sú nótt var löng, eh loksins ljómaði morgunstund. Þá berst sú fregn um bæinn, er beygði hér marga lund: Þráinn er horfinn í hafið, nú hefja skulum leit á legi um láð og úr iofti, ef lifir einhver úr sveit. Leitin var hafin, það lifði í ljúfum hjörtum sú þrá, að einhverjum ef til vill tækist í okkar hetjur að ná. En hvert sem var leitað og hvernig scm kvíðandi hjarta sló, það fannst ekkert, feður og vinir fallnir voru í sjó. Guð veittu þeim þrek að þreyja, er þungan bera nú harm, lýstu þeim, ljúfi faðir, er langa nú tárin í hvarm. Þess einhuga eflaust biðjum Eyjaskeggjar nú: Iljörtun hryggu lát yljast við heilaga, sanna trú. Svo kveðjum við hetjur, sem hurfu á helkaldri vetrarnótt. Þökkum allan ylinn,----- allt er nú dimmt og hljótt. Klukkurnar kyrrlátt hljóma og kalla út yfir sjó: „Verið þið sælir, vinir, Guð vakir, hvílið í ró”. BORGFJÖRÐ

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.