Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 21

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 21 íþóttamenn á vegum K.V. (Knattspyrnufélags Vestmannaeyja). Aftasta röð frá vinstri: Martin Tómasson, Höfn, Ármann Friðriksson, Látrum, Daniel Loftsson, Borgarhóli, Lárus Ásælsson, Fögrubrekku, Árni Guðmundsson, Háeyrri, Gísli Guðjónsson, Kirkjubæ, Þórarinn Gunn- laugsson, Gjábakka. Miðröð frá vinstri: Friðjón Sigurðsson, Skjaldbreið, Þorsteinn Sigurðs- son. Melstað, Sigurður Simonarson, Miðey. Fremsta röð frá vinstri: Þorleifur Þorkelsson, Reynistað, Ólafur Sigurðs- son, Skuld, Gísli J. Tranberg, Jakobshúsi (Görn), Sveinbjörn Guðlaugs- son, Odda. Myndin er af nemendum, prófdómurum og kennara stýrimannanáms- skeið í Vestmannaeyjum 1927. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Bjarnason frá Stokkseyri, Ilalldór Hall- dórsson frá Stokkseyri, nú að Helgafellsbraut 23, Guðjón Þorkclsson, Sandprýði, Högni Friðriksson, Gísli Gíslason frá Stokkseyri, óþekktur. Fremri röð frá vinstri: Jónas Bjarnason frá Stokkseyri, nú að Boðaslóð 5, líafstcinn Bergþórsson, prófdómari, Ingibjartur Ólafsson, prófdómari, Sigfús Scheving, Heiðarhvannni, kennari. Ilann hélt hér stýrimannanám- skeiö um okkurra ára skeið og vann með því bæjarfél. ómetanlegt gagn. „Gíslabryggjan” (siðar Edinborgarbryggjan) á árunum 1906 (1907) til 1910 (1911). Á árunum 1906 og 1907 byggði Gísli J. Jolinsen fyrsta vísi að bryggju sinni, sem stóð norður með Nausthamrinum vestanverðum. Hún var byggð á steyptum stólpum og trébúkkum, eins og mynd þessi sýnir. Trébúkkarnir svökölluðu voru fylltir með grjóti. Fcmst var síðan steyptur bryggjuhaus. Hann náði út á klöppina Brúnkollu. Eftir að Gísli J. Johnsen hafði liafizt handa um bryggjusmíðina, létu ráðandi menn sýslunnar liefjast banda um bryggjusmíði á Stokkhellu. Fyrsta áfanga hennar var lokið 1907 og fremri hluta hennar 1911. Það er Bæjarbryggjan Myndir þessar, 7 að tölu hefur Blik lánaö i og fylgja skýringar myndunum frá ritinu. Skipshöfnin á v.b. Skuld VE 263, árin 1923 og 1924 Aftari röð frá vinstri: Valdimar Bjarnason frá Gafli í Villingaholtshreppi, Guðmundur Sigurgeirsson frá Baugsstöðum. Jón Guðlaugsson frá Eystri- Hellum, Kalman Sigurðsson frá Junkaragerði í Höfnum. Frcmri röð frá vinstri: Daði Daðason, Guðmundur Ólafsson, Ilrafnagili í Eyjum, Ársæll Sveinsson, Fögrubrekku skipstjóri á bátnum, Ólafur Gunn arsccn, Eergstöðum. Þessi mynd er um 40 ára gömul. Séð austur eftir Strandvegi. Næst til vinstri sést í horn íshúss ísfélags Vestmannaeyja, þar sem félagið hafði þá kjötbúð sína. Glugginn þar er búðargluggi. Rönd á dyrakarmi sést við gluggann. Þar var gengið inn í kjötbúð félagsins. Austur með veginum að norðan sjást krær. Lengst til austurs blasir við suðurhlið á „Svarta liúsinu” svokallaða. Við austurstafn þess lá leiðin niður á Bæjarbryggj- una, steinbryggjuna, sem enn er notuð. Næst til hægri sést á Söluturninn, sölubúð Þorláks Sverrissonar, kaup- manns á Hofi. Sölubúð þessi var brotin niður og fjarlægð, þegar Strand- vegurinn var breikkaður og lagfæður árið 1958. Mennirnir við vagninn eru að sækja beitusíld í frystigeymslur ísfélags- ins. íshús. þess var fyrsta vélknúna frystihúsið á landinu. Það tók til starfa við áramótin 1908/1909.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.