Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 24

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 24
BOKASPJALL 24 SETBERG Setberg sendi blaðinu tvær af útgáfubókum sínum fyr- ir þessi jól. Er önnur þeirra bókin ÁLÖG OG BANN- HELGI tekin saman af Árna Óla. Þesi bók er mikill og góður fengur öllum þeim, sem unna íslenzkum fræðum og þjóðlegum fróðleik, en hún greinir frá flestum þeim stöðum á landinu ,sem ein- hvers konar álög hvíla á. M. a. er í bókinni þáttur um slíka bletti í Vestmannaeyj- um. Bókin er mjög vel skrif- uð, svo sem við var að bú- ast af höfundinum, og efnið lekið fyrir á skipulegan og aðgengilegan hátt. SVEINN SÆMUNDSSON í STRÍÐI OG STÓRSJÓ- UM, nefnist bók, sem Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélagsins hefur tekið saman. Sveinn hefur gert það að nokkurs konar sér- grein sinni að rita bækur um eftirminnilega atburði, sem gerzt hafa á sjónum. Sveinn er þeim hnútum kunnugur, þar sem hann var á sjónum um langt skeið. Þessi bók fjallar um afrek íslenzkra sjómanna á stríðs- og friðar- tímum og mannraunir þeirra. í bókinni er m.a. kafli, sem ber heitið Brotsjór við Eyjar, og greinir frá ferð b.v. Þór- ólfs frá Grimsby árið 1948. Skipið hreppti hið versta veður hér við Eyjar, og furðulegt að það skyldi hald ast ofansjávar. Tvímælalaust myndi ég segja, að þetta 'væri hin bezta af bókum Sveins. ÆGISÚTGÁFAN Guðmundur Jakobsson hjá I Ægisútgáfunni helgaði sig framan af útgáfu á ritverk- um, sem einkum voru ætluð sjómannastéttinni, svo sem nafn forlagsins ber með sér. Á síðari árum hefur Guð- mundur þó fært út kvíarn- ar og tekur nú til útgáfu bækur af öllum vígstöðvum, ef svo mætti orða það. Að þessu sinni sendir hann á markaðinn 12 bækur, sem eru sitt úr hverri áttinni. DAUÐINN Á SKRIÐBELT UM er eins konar framhald á bókinni Hersveit hinna for dæmdu, sem hlaut afbragðs viðtökur, þegar hún kom út fyrir nokkrum árum. Bókin er eftir Sven Hassel, en þýð- endur eru þrír, (af hverju veit ég ekki) Ragnar Jóhann esson, Baldur Hólmgeirsson og Óli Hermanns. Af þessu skapast dálítið misræmi í bókinni, án þess þó að um stórvægilega ágalla sé að ræða. KREPPAN OG HERNÁMS ÁRIN er skrifuð af Halldóri Péturssyni og greinir frá ástandinu hér á landi á þess um tveim tímabilum sem svo mjög settu svip á þessa öld. Það, sem ég kynnti mér efni þessarar bókar, virðist mér hún vera skemmtilega sam- an sett, bæði fróðleg og kím in. Stefán Jónsson, fréttamað- ur er einn þeirra, sem á orð- ið fast sæti hjá Ægisútgáf- unni. Bækur Stefáns hafa verið mjög umdeildar, og’ ekki fallið í kramið hjá öll- um, en persónulega hef ég alltaf haldið upp á Stefán og þær bækur, sem hann hef ur sent frá sér. Nýja bókin LJÓS í RÓUNNI, olli mér heldur ekki vonbrigðum. Stefán er í essinu sínu í bók menntum sem þessum, þar sem andinn fær að geisa og fílósófían ræður ríkjum. Skemmtileg bók. Og þó að Ægisútgáfan ein skorði sig ekki lengur við sjómannabækur, hafa þær ekki gleymzt. Ásgeir Jakobs son ritar bók um endurminn I ingar og sjóferðasögur Júl- íusar Júlíníussonar, skip- stjóra. Nefnist bókin HART í STJÓR. Ásgeir hefur helg- að sig ritstörfum um svipuð efni og þessi bók fjallar, enda eru honum fáir snjall- ari að fást við þetta efni Han er hress í bragði og hisp urslaus í orðavali og það gef ur bókum hans einhvern sér stakan blæ og skemmtilegan stíl, sem aðrir leika ekki eft- ir á þessu sviði. Þórunn Elfa Magnúsdótir, sendir nú frá sér sína 21. bók, sem heitir KÓNGUR VILL SIGLA. Sagan fjallar I um unga stúlku og atburði í' lífi hennar. Ekki eru allir á einu máli um ágæti Þór- unnar Elfu sem rithöfundar, en almenningux í landinu hefur tekið bókum hennar vel og þær eru mikið lesn- ar. Eg er heldur ekki í vafa um, að þessi bók á eftir að verða vinsæl eins og hinar fyrri hafa orðið, hvað svo sem menningarfrömuðir hafa um bókina og höfundinn að segja. STÚLKAN ÚR SVARTA- SKÓGI er ný bók eftir Guð- mund Frímann. Þennan höf- und ætti að vera óþarfi að kynna fyrir lesendum, hann hefur skipað sér sess meðal hina fremstu í íslenzkri skáldsagnagerð. Aðallega hefur hann átt við smásög- una, auk þess sem hann er vel þekktur fyrir ljóð sín. En þessi nýja bók er heil saga. Höfundur tekur fyrir það fyrirbæri í þjóðlifinu, þegar bændur réðu til sín er- lendar stúlkur til bústarfa. Fjallar bókin um þýzka stúlku, Gabriellu, sem breyt ir gangi mála í sveitinni, þeg ar hún kemur þangað. Bók- in er góð þjóðlífslýsing og spennandi. Á SKÖNSUM heitir bók eftir Pál Hallbjörnsson. í bókinni eru dregin fram lífs- viðhorf fólks í lítlu vest- firzku þorpi. Það þarf ekki lengi að lesa til að sjá, að höfundurinn er vel kur.nug- ur viðfangsefninu og um- hverfinu. Frásögnin er lif- andi og skemmtileg og fyndni í hávegum höfð. Bjartmar Guðmundsson frá Sandi er löngu orðinn þjóðkunnur af greinum sín- um í blöðum. Hann hefur og lengi fengizt allnokkuð við smásagnagerð, og hafa þær birzt í tímaritum. En nú kem ur frá honum bók, þar sem safnað er saman smásögum hans og nokkrar nýjar fljóta einnig með. Bjartmar er mikill raunsæismaður og bera sögurnar keim af því. En hann er algerlega laus við allt, sem heitir yfirdreps skapur og prjál og gengur hreint til verks. Fyrir þær sakir verða sögurnar minnis- stæðar þeim, sem þær lesa. Þetta eru 10 stuttar smásög- ur, sem bera heitið í OR- LOFI. Eg hélt, að Ólöf Jónsdóttir væri alveg búin að hasla sér völl sem höfundur fyrir allra yngstu kynslóðina. En nú vindur hún sér inn á nýj- ar slóðir með strákabók, er nefnist DULARFULLI NJÓSNARINN. Nafn bókar- innar gefur fyllilega til kynna um hvaða efni bókin er. Tveir reykviskir strákar fara í útilegu og lenda í ýmsu, sem þá hafði ekki ór- að fyrir. Bökin er spennandi og góð lesning fyrir hrausta og tápmikla stráka. / Eftir Denise Robins ',hafa þegar komið út tvær ibæk- = JÓLÁBLAÐ FYLKIS 1968 ur á vegum Ægisútgáfunnar og hér birtist sú þriðja, SYSTURNAR, sem eins og hinar fyrri, er ástarsaga. Þær tvær bækur seldust fljótlega upp, og ég yrði ekki undrandi, þótt sömu sögu yrði að segja um þessa. Petra Flagestad Larsen er vel metin sem rithöfundur í sínu heimalandi, og vafa- laust kannast margir islenzk ir lesendur við hana. Bene- dikt Arnkelsson hefur nú þýtt eina af bókum hennar, og nefnist hún í íslenzkri þýðingu eftir höfuðpersón- unni RAGNHILDUR. Eg myndi telja að þessi bók væri hollur lestur fólki á hvaða aldri sem er, í henni er greint frá baráttunni milli hins góða og hins illa, þar sem guðstrúin spannar ekki hvað minnsta sviðið. Sigurgeir Jónsson. aaaa Minningarspjöld slysavarnarfélagsins fást á eft- irtöldum stöðum: Þórunn Sigurðardóttir, Hásteinsvegi 47, sími 1370. Eygló Einarsdóttir, Faxastíg 39, sími 1620. Verzlunin Drífandi. Guðný Gunnlaugsdóttir, Bakkastíg 27, sími 1752. Anna Halldórsdóttir, Bakkastíg 9, sími 1338. Vélsmiðjan Magni h.f, Skrifstofustúlku vantar til starfa frá næstu áramótum. Upplýsingar í síma 2238 og 2288 á skrifstofutíma. VELSMIÐJAN MAGNI H.F. Sendum viðskiptavinum vorum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. PABISARBUÐIN HRESSINGARSKALINN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.