Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 30

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 30
30 ----------------------------------- - -JOLABLAÐ FYLKIS 1968 ■Uaraldur Quðnason, bókavörður: - pœíiir úr Sprmgisandsfcrð 1952 - , Eg hef áður sagt nokkuð frá för þessari og var þá numið staðar við Kiðagil. Hafði ferðin þangað tekið þrjá daga. , Fyrsta daginn var ekið til Veiðivatna og gist þar, veidd ein silungsbranda. Annan daginn var ekið með Þóris- vatni og gist hjá Illugaveri, en hingað í Kiðagil var kom- ið kl. 2 eftir miðnætti þriðja áfangann og má af því marka, að hann varð all- drjúgur. Áður en Sprengisandsför- in hófst, hitti ég Björn Guð- mundsson suður á flugvelli. Frétti hann af fyrirhugaðri reisu minni og setti þá að hönum hroll nokkurn. — Er ekki andskoti kalt þarna á Sprengisandi, spurði hann. Þú hefðir þurft að fá þér loðjakka hjá mér í ferða lagiö. — Nei, ég lét mér nú nægja að fá mér riýja rauðköflótta skyrtu — og var hún reynd- ar keypt hjá þér. — Skyrta, ein skyrta, hvað er það. Ein hundrað króna skyrta er ekki beysin í ferðalag þvert yfir öræfi ís- lands. Samt fór svo, að skyrtan Björnsnautur dugði mér ein fata ofanvert norður öll ís- lands öræfi. Má af því marka veðrið og vörugæði hjá vini vorum Birni. Og nú vorum við komin að þessu fræga gili þjóðsagnanna, tjöldum slegið og kaffi hitað. Við sváfum í bílnum að vanda. Kl. 9 vakna ég við það, að Gvendur ér að and- skotast í talstöðinni: 1, 2, 3, 4, 5, 9, 8, 7, 6. Þetta er R 3-4-6. R. 3-4-6 kallar Gufunesradíó. — • V'f. • . .. Hvaða merkistíðindi á nú að flytja Gufunesradíói. Megum við ekki sofa í friði. Eg veit ekki til.að nein tíðindi hafi ge'rzt hér í nótt. Gvendur svaraði þessu engu, en hélt áfram að telja sem ákafast, en ekki náði hann bofsi úr Gufunesradíói og skreið hann þá í poka sinn. Var glampandi sól og allt hitt fólkið horfið frá tjöldunum í morgungöngu, en kl. 11 skriðum við úr pokum okk- Ilópurinn allur samankominn. Höfundur er annar frá vinstri. ar og gengum til laugar. Síð- an var sezt að snæðingi. í 'þann mund kom samferða- fólkið úr gönguför sinni. Þótti því bílbúar lítt árrisul- ir og kváðu mikla fyrirmun- un, að frægasti fjallabílstjóri lantísins og formaður ferða- félagsins gæti sofið til há- degis í sliku veðri. Myndum við nú hafa goldið þess að Tiafa leyft stelpunum að koma í bílinn. Þennan dag hlutu þær aukanefnin „Reiki stjarnan” og Fylgihnöttur- inn”. Ekki létum við geipan þessa á ^ikkur fá hið minnsta. Eftir hádegið var haldið af stað til byggðar niður í Bárðardal. Er við vorum komin nokkuð á leið, varð stór steinn á götu okkar. Þá vissum við hvað okkar beið. Gvendur mátti aldrei sjá stein í- götu. Þá var slegið á hann og steinninn dreginn úr vegi á bílspilinu. Við ruddum og meira grjóti úr leið Norðlendinga og hvorki spurt um laun né þakkir. Okkur miðaði vel norður af- réttinn. Þarna var eyðibýlið Mjóidalur, þar sem Stephan G. átti heima sem lítill drengur. Héðan var honum send lyngtó vestur um haf. Þá orti Stefán hið þekkta kvæði: Lyng frá auðum æskustöðvum. Þar segir svo m.a.: Þá kom hún sem lífsmark frá landauðnum nyrst úr lyngmó við sandrok og snæinn með æskuna, leikvöllinn, ljóðin mín fyrst, með landamörk, afdala bæinn, með vonir og langanir, vakað og dreymt, fneð vafa og ætlanir, munað og gleymt. Liðið var fast að kvöldi, er við nálguðumst bæinn Mýri í Bárðardal. Og nú skeði það merkilega, að einn versti áfanginn var þessi 'leiðarspotti ofan af fjöllun- um niður í byggðina. Varð að skáskera bratta fjalls- hlíðina. Þrátt fyrir trú okk- ar á Gvend, sem óskeikulan stjórnanda þá lá við að færi um okkur á þessum heljar- stíð. Gat það verið, að bíll- inn ylti ekki við að skáskera þennan mikla bratta. Hver taug var spennt og sviti spratt út á ásjónu Gvendar, aldrei þessu vant. En róleg var kempan- og kvað við raust amorsvísur. Allt fór vel og eftir nokkur kafhlaup ýtingar og skakstur var loks komið að Mýri, syðsta bæ í Bárðardal. — Bóndi tók hin- um óvæntu gestum með virktum og bauð okkur inn að ganga, hvað við ekki þáð- um, en hinsvegar var neytt spenvolgrar mjólkur eftir lystarinnar lögmálum. Skammt norðan Mýrar var slegið tjöldum í fögru skóg- arrjóðri. Þar heitir Halldórs- staðaskógur. Silfurtær lækur rann niður skógivaxna fjalls hlíðina í Skjálfandafljót. Aflíðandi hádegi næsta dag var haldið norður dal- inn. Nú kom til minna kasta sem sérlegur hliðaopriári, þar sem ég hafði sæti fremst í vagninum, næst dyrum. Eg taldi hliðin og reyndust þau 40 enda mun dalurinn 40 km. langur. Glaðaþurrkur |H. V'- var þennan dag og unnið í heyi á hverjum bæ. —■ Það vakti athygli okkar, þá er við vorum norðarlega í daln- um, að á túni einu vann bóndi og tvær ungar meyjar klæddar svo sem tíðkast á baðströndum Suðurlanda. Nú sem við ökum þarna með fram túninu veit ég ekki fyrri til en stelpan, sem sit- úr við hlið mér rekur oln- bogan hvatlega í síðu mína 1 og segir: — Naumast að túnskækill- irin þarna intresserar þig. — Já, já, ég er nú gamall sveitamaður og hef alltaf gaman að sjá hvernig flekkj- ast á túnum. — Merkilegt, að sá áhugi •skuli koma fram fyrst núna. ' Msetti segja mér að þú hefð- ir meiri áhuga fyrir vissri tegund af kjötframleiðslu lijá bóndanum þarna en töðu fallinu. Eg þóttist sjá, áð ekki i muntíi tjóa að skírskota til sveitamannseðlis míns gagn- vart þessari malbiksmeyju og lét því talið niður falla. Við Goðafoss lágum við heilan klukkutíma í glamp- ándi sól. Gvendur sagði okk- ur ýmsar sögur af Sigurði á 'Fosshóli, bóndanum á bæn- um handan fossins. Ein þeirra var eitthvað á þessa leið: Sigurður var á ferð á jeþpa sínum vestur Vaðla- heiði. í fylgd með Sigurði voru tveir eða þrír bændur. Hrepptu þeir illa færð, hríð var og náttmyrkur skollið á. Var svo illt að halda vegin- um, að Sigurður tók það til brágðs að láta einn mann ganga á undan jeppanum og ■bréiddi dökkt teppi á herðar honum, til að betur skæri úr vegna hríðarinnar. Nú kem- ur þar er hallar vestur af, að manninum þykir sem jeppi Sigurðar ætli að renna á sig ofan. Tekur hann það fangaráð, að hlaupa þvert út af veginum. En hvað skeður. Sigurður snarleggur á stýr- ið og út af veginum á eftir veslings manninum. Þar lauk þeirri jeppaferð að sinni, en Sigurður og förunautar hans gengu til næsta bæjar. Nú hóf Gvendur mál sitt og kvaðst hafa tillögu eina fram að bera. þá, að aka okkur utan áætlunar annað- hvort að Laxárvirkjuninni eða til Mývatnssveitar. Var gerður góður rómur að þess- um óvænta ferðarauka og samþykkt einróma að halda til Mývatns, en þangað hafði helft ferðafólksins ekki kom ið. í Mývatnsför gerðist ekk- ert frásagnarvert að þessu sinni. Ekið var að Reykja- hlíð og keypt gott. Stelpurn- ar fóru í bað í gjánni, en þar scm við karlar höfðum höfð- um grun um, að sumar þeirra hefðu engin sundföt, þá gengum við til jarðhúss eins mikils og biðum þar meðan konur gengu til laug- ar. Þótti okkur þá, sem vel- sæmishlið málsins væri borg ið svo ekki gætu Mývetning- ar hælst um af glaplegu framferði okkar sunnan- manna. Nú var haldið vestur á léið og bar ekki til tíðinda. Þó má geta þess, að hiti var svo mikill þennan síðdag, að elztu menn mundu ekki ann an eins. Bæir á bökkum Eyjafjarðarár voru umflotn- ir vatni og vestur í Skaga- firði vakti hópur manna við Á leið upp úr Laxárdal.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.