Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 22

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 22
22 JOLABLAÐ FYLKIS 1968 FYRRI FUNDUR Jóhannes Helgi er tvímœlalaust einn athyglisveröasti höfundur, sem kvatt hefur sér hljóðs úr hópi yngri skáldanna undanfarin ár. Hann varö strax kunnur af bókunum Hin hvítu segl og Hús málarans, sem hvorar tveggja voru mikiö lesnar og umdeildar. Jóhannes Helgi hefur dvalizt í Eyjum um rúmlega árs skeiö, og þarf ekki aö fara í grafgötur meö, til hvers hann hefur varið tímanum hér. Hann veiti góðfúslega leyfi sitt til að birta kafla iír óútkominni skáldsögu, og fer kaflinn hér á eftir. Fyrir alla muni. Gerið svo vel ungfrú. Það er rúm fyr- ir okkur bæði í þessu frum- stæða skýli. Eg rými einfald- lega til fyrir yður. En fær- ið yður nær, regnveggurinn cr fast við nettlegt nef yð- ar. Ekkert að þakka. Mín er ánægjan. Þér voruð heppin meðferðis. Að öðrum kosti hefði allt hár yðar orðið gegnblautt, ekki aðeins þessi cini sveipur sem hrokkið hef ur fram á ennið. Eg trúi ekki öðru en bráðum stytti upp og þá er ekki að vita, nema sól gægist milli skýja og þerri þennan lokk. Paganini cr í þessum svörtu bólstrum, sem hverfast suður himin- þilið — en miklum fyrir- gangi fylgja jafnan snögg umskipti og því mun sólin brátt skína og Mozart er í sólskininu. Þessi ísbála regn- kápa fer yður mjög vel, þér cruð — nánast sagt — áþekk ari gyðju en mennskri veru þessa stundina; ég held að handstór karlmaður gæti lát ið fingur mætast um mitti yðar _ ef hann tæki fast á — sem hann mundi áreiðan- lega gera og ekki spara sig fengi hann færi. Eitthvað hlægir yður — þér lítið þó undan fyrir hæ- versku sakir. Yður er þó ó- hætt að sveigja höfuðið í sjókalt vestrið, það viskí, sem ég hefi drukkið að þessu sinni lyktar tiltölulega vel: Johnnie Walker nánar til- tekið, hann er þó mun drýgri göngugarpur en ég og notar staf sinn til að sveifla honum — og ég hlífi hægra hné með mínum. Ónei, _ ekki slys í venju- legri merkingu. Segjum held ur falglega: Röng tímasetn- ing _ sem er höfuðskyssa á vísindaöld. En trúið mér, ég met mikils umhyggjuna, sem vart varð í raddblæ yð- j ar — ef það var þá ekki mis heyrn; hjarta mitt mundi slá hraðar — ef það væri ekki úr steini. Eg var sem sagt staddur í nokkuð réttu húsi á alrangri stund á nýliðinni tíð og ferðaðist niður stiga með hætti, sem á fremur skylt við frumstæða flug- tækni Wrigth-bræðra en styrka brottför þess, sem heldur öllum þráðum húss og konu í hendi sér og get- ur komið og farið í björtu. Wright-bræður? Gerir ekk ert. Það er ekki umtalsvert þekkingarleysi. En þeir eru frumhöfundar þeirra stál- fægðu gerninga sem þér haf j ið vígst um skeið og gera I loftin ótrygg og vísindamönn | um kleift að þeyta sálnafar j aldrinum á plánetunni í ná- j lega heilu lagi á múra hæst j ráðandautarlega í stjörnu- | sallanum. j________ Já — hlæið af því að það | er ekki til siðs lengur að I gráta — enda mundi mann- kyniðtæpast ana öðru ef það tæki tilfinanlega afstöðu til þess sem er að gerast. í stað þes hlæja men og flýta sér að lifa. Trúið mér, það er mér ósvikin ánægja að horfa aftur í augu yðar. Jú, ég segi nálega dagsatt að ég bar fljótlega kennel á yður, ekki alveg strax að vísu. Það var um það bil, sem skuggalegri ásýnd Paga- ninis brá fyrir í hugskoti mínu; djarflega og þó furðu- mjúklega dregin lína hökunn ar og hæversk munúð munns ins hratt í þann mund fram minningarslitri um vinsam- legt tal okkar þegar ég sett- ist af rælni hjá yður á barn- um í hlýjan skuggann und- ir súðinni. En nafn yðar vissi ég ekki og veit ekki enn. Þér mynduð bera en þrjú með sóma Þyri Sif Harpa. Og ekki man ég held ur hvaða tal okkur fór í milli. Ójú, mig rekur minni til að þér sögðust ekki meira en svo geta fellt yður við borg- ir og þráðuð stundum ein- faldleika sveitarinnar. Það var mér líkt. Og ég bauðst meira að segja til að færa fram gild rök í annan tíma, máli mínu til stuðn- ings; það kemur sér vel að ég hef viðar ermar að lofa upp í. En — svo urðuð þér uppnumdar ásamt vinkonu yðar, sem var orðin óróleg og leit skraf okkar skap- bráðu auga — og ég sat eftir með minninguna og — já brosið eins og yðar lystir, það er eitt af fáu, sem ekki er skattlagt en og þó er það ekki ókeypis, kallar stund- um á ótímabæra ásókn, sem er þó grant skoðað alla daga tímabær og henni eigum við að þakka _ eða um að kenna — að við stöndum hér í regnfjötrum — en nú hef ég týnt þræðinum Krist- ín Sif, gerir ekkert, fúinn spotti var það víst. Hún er flugfreyja líka — um skeið, eins og þér, það munar ekki um það. Pund Wright-bræðra er þá ekki orðið neitt smáræðishlass, að ógleymdum Leonardo da Vince, sem lagði víst fimm- auralóð á vogarskálina. Henni gazt ekki að mér? Skynsöm stúlka — en fyrir- gefið _ ef ég er harðorður sem er það sama og að vera sannsögull og má sannleik- urin þó oftast kyrr liggja; bak hennar var máski full- stíft — og flatt, svo ég lengi þessa augljósu aðdróttun um ókvenlega lyndiseinkunn — Skáldið' á göngu. sem þó góðu heilli gerði mýkt yðar augljósari. Hún getur ekki að því gert? Eigum við ekki heldur að segja: hún gat ekki bet- ur — eða vildi ekki meir. Prýðisstúlka. Má vera. Af ófróðleikanum leiðir, annars gengi enginn með henni. Nújæja, gott og vel, nagl- festum það þá _ þangað til anað verra eða betra sann- as:. Eg rengi yður ekki. En það minnisspor hefur vín- þokan þ áafmáð eins og fót- leggi yðar, enda sátum við og flöskurnar köstuðu á okk ur hörðum geislanálum — sem rökkrið undir súðinni sneið þó sárasta broddinn af — eða þannig er það — í minningunni og hún er jafn- an trúverðugri heimild um floginn tíma en staðreyndin — eins og þjóðsagan um horfna merkissál _ ef það er þá satt. Og hér stöndum við — lukt í heitan regnlás Þyri Gígja og lokkurinn yð- ar er en blautur. Fyrirgefið, ég heyrði ekki, regnniðurinn _ . Geymum það atriði um sinn, nafnnúmer sitt getur handhafi þessa forkunnar- góða stafs — eða eigum við heldur að kalla hann bagal eða lurk — sem gerir hvern lás og hvern múr að mark- leysu _ ekki einu sinni upp- lýst yður um; þann dýrðar- mann sem stendur við hlið yðar er ekki að finna í þjóð- skránni. Tilviljun? Ónei — af sjálfu leiðir. Þau tíðkast ekki viðameiri. Matsmaður. Hvað ég meti? Svipist um Þetta. Gerið það fyrir mig að spyrja ekki beint, beitið öngla yðar, ég mun skynja önguiinn fyrir því — en listi- leg beita gleður næm augu. Ónei. En innanklæða geymi ég nett leturgrafar- veski. Og ég tala. Málamiðl- un getum við kallað það — þangað til steinninn hefur verið reistur — slípaður — ókrotaður. Þá nótt kem ég í garðinn með hanzka úr svörtu þjálfu gljáskinni. Eg handfjatla örsmá verkfærin meðan dimmt fargið svertir gras og kræklótta fingur trjánna sem éta fúið hold og fitna af. Þegar dagsljósið skilar sér aftur inn í hvolf- ið hef ég lokið verkinu. En hvurndags ber ég gula hanzka — og veskið innan- klæða. Síðasti móhíkaninn, hafið þér lesið þá bók. Nei — auðvitað ekki. Æska yð- ar -- . Kynlegt tal — skyndilega? Má vera. Eg er yður sam- mála. En eðli máls ræður raunar gerð tals — og við-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.