Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Qupperneq 3

Fylkir - 23.12.1999, Qupperneq 3
FYLKIR jólin 1999 3 Bára Friðriksdóttir safnaðarprestur Frestum ekki boðskap jólanna Jólin nálgast. Jólaundirbúningur löngu hafinn, Myrkrið að færast yfír heiðar en ljósin að prýða glugga og þakskegg. Jólaljósin sem minna á ljósið hans. Minna á að ljós Guðs náðar kom inn í myrkan mannheim til að lýsa upp. Gefa ljós og von í myrkum aðstæðum. Tvöþúsund ámm síðar er þessi staðreynd enn jafn gild. En við getum aðeins tekið við henni í trú. Það gerum við meðal annars með því að tendra ljós í glugga, prýða hýbýlin, leggja á hátíðarborð og bjóða góða gesti velkomna. Hér er ytri undir- búningurinn en nauðsynlegt er einnig að stilla hug og sinni eftir boðskap jólanna. Láta anda þeirra og áhrif verka á sig. Guð kemur inn í jólin með gjöf. Guð gaf mönnum Jesú. Guð gefur okkur enn í dag Jesú Krist, anda hans og blessun. í boðskapnum felst að gefa. Eðlileg verkun jólanna er því löngun til að gefa, deila sínu með öðrum. Þar er ekki gert ráð fyrir að við deilum meiru en við eigum þó að ytri þrýstingur leiði stundum til þess. Við eigum að deila af okkar. Ástvinir fá fallega skreytta pakka en það er ekki allt sem við getum gefið. Við eigum til góðvild, samúð, hrós og bros. Við erum misjafnlega spör á þessa og fleiri jákvæðu þætti en í undirbúningi jóla er okkur nauðsyn að draga þessa þætti fram og leyfa öðmm að njóta af nægtum okkar. Því ef við lokum hjarta okkar fyrir neyð náungans þá lokum við hjarta okkar fyrir Guði. Þar með er allur jólaundirbúningur til ónýtis. Heimskt er heimaalið bam segir máltækið. Orðið heimska er meira að segja dregið af orðinu heima og hugsuninni heimaalinn. I merkingunni felst að sá sem aðeins hefur uppfræðst heima hjá sér hafi minni víðsýni en sá sem hefur farið víða og kynnst öðru en heimahögunum. Islendingar hafa löngum þurft að sækja lærdóm til útlanda og dregið til landsins margar nýjungar með þeim hætti. Margt gott, annað miður. Með því að vera fjarri heimahögunum kynnist fólk nýjum við- horfum. Sér að margt má gera á annan hátt, jafnvel með betri verkun. En um leið sjást vel kostir þess að vera íslendingur og njóta þess að búa á íslandi. Nýlega dvöldum við hjónin stutta stund á Kúbu. Kynntumst þar lifnaðarháttum gjörólíkum okkar. Margt vakti furðu, sumt aðdáun en annað óhug. Að koma í land þar sem er skortur á lífsgæðum sem við teljum nauðsynleg ýtir við manni. Nýtni þeirra og útsjónarsemi vekur til umhugsunar. Kallar fram endurmat á ofneyslu okkar. Ofgnóttin sem við búum við rýrir oft verðgildi hlutanna. Það sem eitt sinn var verð- mætt verður fljótt verðlaust skran í endalausri neyslu vest- ræns samfélags. Auglýsingaflóðið fyrir jólin fær mig oft til að hugsa um hvort við séum á réttri leið. Hvort við ætlum virkilega að kaupa hamingju okkar í fagurlega innpakkaðri jóla- gjöf? Stjórnarhættir Kastrós opnuðu augu mín einnig fyrir dýrmæti íslenskrar menn- ingar. Kastró með sinn kommúnisma frestaði nefni- lega jólunum eitt árið á Kúbu. Þeim var slegið á frest allt þar til tuttugu árum síðar að Páfinn heimsótti landið og bað Kastró vinsamlegast að leyfa fólkinu að halda jól einn dag á ári. Kastró lét þetta eftir og um síðustu jól fengu Kúbverjar að vera heima á jóladag. Allt í einu sá ég í nýju Ijósi hvað við íslendingar eigum gotl. Við búum við sterkan kristinn arf sem hefur mótað þjóðarvitund okkar í gegnum aldimar. Ef jólin væru tekin af okkur fyrir tilskipun einhvers þjóðhöfðingja held ég að myndi syngja duglega í einhverjum. Jafnvel þeir sem ekkert segjast trúa yrðu sjálfsagt æfir. Við undirbúum jól, hvert með sínu hand- bragðinu. En við undirbúum jól þar sem við væntum birtu Guðs inn í myrkan mannheim. Birta Guðs sem upplýsir hvem mann tilheyrir jólum. Birtu frelsarans sem kom til að frelsa hvern mann frá eigin myrkri. Þegar birta frels- arans skín við okkur verður hugurinn bjartur og fullur tilhlökkunar. Með þá birtu göngum við út í aðventuna, út til náunga okkar og til móts við jólin. Guð gefí öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegajólahátíð. Forsíðumynd: I forgrunni er listaverkið „Eyrað á Eiðinu“ eftir Berte Norheim. Myndina tók Ómar Garðarsson ritstjóri á Fréttum nú í byrjun desember. Bls 3 Jólahugvekja eftir sr. Báru Friðriksdóttur, safnaðarprest. Bls 5 Fylkir 50 ára eftir Arnar Sigurmundsson Bls 7 Eyverjar FUS 70 ára eftir Skafta Örn Ólafsson Bls I I Kossar, Pisco og sólin í norðri eftir Grím Gíslason Bls 17 Hafnargarðarnir og konungdæmið eftir Helga Bernódusson frá Borgarhól Bls 21 Stefán Runólfsson á léttu nótunum í samtali við Árnajohnsen alþm. Bls. 25 Lúðrasveit Vestmannaeyja 60 ára eftir Magnúsjónasson frá Grundarbrekku Bls. 27 Maður er manns gaman Jóhann Friðfinnsson segir frá dvöl sinni í Japan Bls. 30 Látnir kvaddir Myndir af fólki sem búið hefur í Vestmannaeyjum í lengri eða skemmri tíma og lést á árinu. Bls. 34 Helgihald á jólum og um áramót ÚTGEFANDI: RITNEFND: PRENTVINNA: UPPLAG: Eyjaprent hf. fýrirhönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum Grímur Gíslason, ábm., Arnar Sigurmundsson, Magnús Jónasson, Sigurður Einarsson og Skafti Örn Ólafsson. Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum 2400 eintök BLAÐINU ER DREIFT í ÖLL HÚS í VESTMANNAEYJUM OGAUK ÞESS SELT ÁSKRIFENDUM VÍÐA UM LAND OG í LAUSASÖLU í VESTMANNAEYJUM OG REYKJAVÍK

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.