Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 27

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 27
FYLKIR jólin 1999 Jóhann Friðfinnsson segirfrá dvöl sinni í Japan 27 Maður er manns gaman sama hvar maður er Með húsfreyjunni Hirok utan við slot þeirra. Hún kunni vel að meta hyrnuna sem ég færði henni en hún var prjónuð af Sigrúnu Lúðvíksdóttur. Þarna er þjálfari „Keikós“ kominn með hann á þurrt. Hann var eins og okkar, með boginn bakugga sem stelpan sat á eins og söðli. Það var hún sem byrjaði. í skemmtilegu heimboði hjá vinum Kyako. í jólablaði Fylkis í fyrra birtist frásögn Jóhanns Friðfinnssonar á Hólnum af ferðalagi hans til Kína haustið 1998. Þá stóð Jóhann á tímamótum, varð sjötugur þann 3. nóvember 1998 og þann dag stóð hann á Torgi hins himneska friðar í Peking ásamt tveimur milljónum Pekingbúa sem þama vom á röltinu. Þaðan lá leiðin til Japans og í þessu blaði segir hann frá því sem á daga hans dreif þar í landi. „Ég notaði tækifæri sem mér bauðst,“ segir Jóhann um þetta ferðalag sitt yfir hálfan hnöttinn. „Ég hafði orðið mér út um nokkuð mörg heimboð í þessum löndum með því að bjóða heim til mín fólki. Ég fór að heimsækja þessa vini mína sem höfðu tekið þá áhættu að bjóða mér heim. Þeir hafa sennilega ekki reiknað með að ég tæki mér ferð yfir hálfan hnöttinn til að mkka greiðann. I báðum löndunum heimsótti ég nokkur heimili og það sannaðist einu sinni enn að maður er manns gaman og það er undursamlegt að komast alla þessa leið einn með Guði sínum. I fyrra kom í Fylki frá heimsókn minni til Kína en núna segi ég frá því sem á daga mína dreif í Japan. Þangað er ekki nema tveggja tíma flug frá Kína og það er nú einu sinni svo með okkur Eyjapeyjana, við kunnum alltaf vel við okkur á eyjum. Auðvitað er maður ekki aðeins að kynnast nýjum löndum heldur líka nýjum þjóðum með aðra siði. Það var búið að vara mig við því að hjá þessum þjóðum væri forboðið að snertast opinberlega. Þetta fannst mér vont en það vandist og ég stóðst prófið," segir Jóhann. í Landi sólarinnar Eftir tveggja og hálfs tíma flug frá Peking til Tokyó, hélt æfíntýrið áfram. Nú fór spenningurinn vax- andi, hér biðu a.m.k. þijár fjölskyldur sem höfðu tekið þá áhættu að bjóða mér til dvalar. Hjónin, sem hér biðu mín, hafði ég upphaflega hitt um borð í millilandaflugvél til landsins er ég var beðinn að flytja mig og sitja hjá japanskri fjölskyldu. Islenzk kona hafði borið sig aumlega við flug- freyju, hún ætti svo bágt að vera sett hjá þessu fólki sem hún gæti ekki komist í nokkuð samband við. Mér var það ljúft. Þetta voru hjón á miðjum aldri með böm sín tvö, dreng og stúlku. Svo skemmtilega vildi til að þau komu til Eyja í kynnisferð næsta dag svo ennþá urðum við samferða. Ég bauð þeim heim, að sjálfsögðu, og nú var ég mættur til að þiggja heim- boð þeirra. Þau réttu mér miða frá dótturinni, þar sem ég var boðinn velkominn til Japans, Hún væri í menntaskólanum og við myndum fara heim og taka hana með í leiðinni. Allt gekk þetta eftir og urðu fagnaðarfundir. Nú yrði spennandi fáaðdveljaájapönsku heimili. Japanskir heimilissiðir Nokkuð var afskekkt þar sem þau bjuggu. Stærðar hús þeirra vakti strax undrun mína er ég kom inn. Allstaðar rennihurðir og fullt af inniskóm innan við allar dyr. Þess- ar rennihurðir mættust en engin þétting eða því um líkt. Veðráttan á þessum slóðum býður upp á þennan frágang. Ég varð allstaðar að beygja mig enda hurðimar 175 sm á hæð 150 sm breiðar, smátígl- óttar með hálfgerðum pappír á milli. Er ég kom í eldhúsið sá ég þar mér til léttis borð og stóla og sjónvarp sem gekk allan daginn, svipað og útvarpið hjá mér. Mér var vísað til sætis á gólfinu við borð sem var 150 sm á kant og 30 sm hátt. Teppi var undir borð- plötunni og huldi það holu, þar sem hiti streymdi upp, nokkurs konar rafmagnsofn. Það var hlýtt og notalegt undir teppinu með fætumar í smugunni!! Og þama var borið fram grænt te, þjóðardrykkurinn. Það þýddi ekki að láta sig dreyma um kók og prins. Mér fannst reglulega heim- ilislegt að sitja með fjölskyldunni þar sem mér var fagnað. Dóttirin túlkaði enda var hún sú eina á svæðinu, sem kunni nokkur skil á ensku. Ég var með smágjafir til fjöl- skyldunnar. Fannst mér þetta rétti tíminn til að dreifa þeim og vöktu gjafimar mikla lukku. Móðir húsfreyjunnar, er bjó í grenndinni, var mætt til að skoða fyrirbærið sem komið var svo langan veg. Fór vel á með okkur þótt lítið væri hægt að spjalla. Strax var byijað að syngja og langaði gestgjafana að heyra jóla- sálma og þjóðsönginn. Ég reyndi að standa mig í trausti þess að engin upptökutæki væm á staðn- um. Var nú þar komið að sögu að sýna mér náttstaðinn sem var stærðar stofa með rennihurðum á þijá vegu. Mér rann til rifja er hús- freyjan, þessi sæta dúlla, var lögst á fjórar fætur fyrir framan mig til að búa um mig á gólfinu. Sem sagt ekkert rúm. Ofan á lakið var látið þykkt ullarteppi og tvær þykkar sængur svo ekki yrði mér kalt en kalt er á nóttinni. Hægt er að hita upp með rafmagnsofni sem er í hveiju herbergi. Þama er ekki talað um fermetrastærð heldur húsin mæld í mottum. Hús fjöl- skyldunnar er 14 mottur sem hver er 25 - 30 fm. Að aðlagast nýjum siðum Rafmagnsljós var yfir dýnunni minni og lafði nokkuð langur spotti niður úr því. Þannig að nóg var fyrir mig að rísa upp við dogg og gat ég þá teygt mig í spottann til að kveikja eða slökkva. Þökk sé hreysti minni, og ungum aldri, að mér tókst næstu þijár vikumar í Japan að aðlagast aðstæðum, sem alls staðar vom svipaðar þessu, hvað svefnaðstöðu snerti. Þá var að kanna snyrtiaðstöðuna en þar var engin skál til tylla sér á heldur skál í gólfinu, 50 til 60 sm! En þarna var lúxus sturta og baðaðstaða. Hjá almúgafólki í Japan er ekki gert ráð fyrir baði en allir fóm í almenningsböð. Á slíkan stað komst ég seinna og taldi ég 274 karla okkar megin og ábyggilga hafa verið 400 dömur hinumegin. Hafi einhver haldið að allir fæm saman í böðin þá leiðréttist það hér með. Mér fannst ég alls staðar fá dýr- indis mat. Það em margar tegundir í boði og fannst mér maturinn sér- lega lystugur og bragðgóður. Meira er um grænmeti og ávexti en maður er vanur heima. Vatnið var líka gott og ekki varð manni misdægurt af neinu. Ég hafði nokkurt samviskubit, þegar ég fór að hugsa út í það að Japanir hafa aðeins fimm daga frí á ári en ísagó var að rússa með mig í nokkra daga. Meðal annars. fórum við í skoðunarferð um Tokýó. Sérstaka aðdáun mína vöktu öll gríðarlegu umferðar- mannvirkin sem við fómm um. Vinstri umferð er í Japan og var ekki laust við að mér aðeins brygði þegar mér fannst bifreiðar vera að koma á móti á vitlausri akrein. Myndir lýsa þessu betur en orð. í einni lotu minnist ég aksturs í meira en hálftíma á umferðabrúm og göngum. I einum göngunum, þar sem merktur var inn hver kílómetri, var ég farinn að hugsa heim eftir tíu km og um leið til framtíðar: -Hvort myndi ég líta Eyjafjalljökul eða Heimaklett þég- ar út væri komið!! Já ljúft er að láta sig dreyma. Út á Tokýóflóa var farið á

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.