Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 9
FYLKIR jólin 1999 9 Fjölmennasti fundur Eyverja var þegar kosið var á milli tveggja fylkinga og Sigfúsar J. Johnsen og Braga Björnssonar sem formanns félagsins og hafði Sigfús betur. hefur tekið miklum breytingum síðan hún var fyrst sett upp og er hún reglulega uppfærð. Slóðin á síðuna er: simnet.is/eyverjar. Nú í desember mun síðan koma út vegleg afmælisbók þar sem saga félgsins er rakin í máli og mynd- um. Ýmsir valinkunnir Eyverjar, núverandi og fyrrverandi, munu segja söguna í stuttu og hnit- miðuðu máli. Félagsheimilin Með tilkomu Samkomuhússins gerbreyttist öll aðstaða Sjálfstæðis- flokksins og þar með Eyverja. En upp úr 1960 var ákveðið að kaupa Helgafell og gera það upp sem félagsheimili.. Þann 13. janúar 1962 var síðan opnunarhátíð félagsheimilisins í Helgafelli, sem í daglegu tali var kallað „Betle- hem“ vegna þess að félagsmenn voru ætíð betlandi hjá fyrirtækjum í bænum þegar lagfæringar á húsinu áttu sér stað. Árið 1968 var svo ákveðið á félagsfundi að kaupa húseignina Vík við Bárustíg. Ætlunun var að gera húsið upp og breyta því í félagsheimili. Aldrei kom þó til að farið yrði út í þessar breytingar vegna fjárskorts. Árið 1985 var klárað að innrétta Eyverjasalinn í Samkomuhússins, en félagið gerði samning um leigu á húsvarðaríbúðinni í suðvestur- homi nýbyggingarinnar. I fram- haldi af því var svo kjallarinn þar fyrir neðan fenginn líka og hann innréttaður sem leiktækjasalur. Svo var það haustið 1989 að Eyverjar festu kaup á húsnæði við Heimagötu í samráði við hin Sjálfstæðisfélögin. Þama var fé- lagið komið á sinn fjórða stað og í framtíðarhúsnæði. Þó svo að Ey- verjar hafi fest kaup á kjallaranum árið 1989 var ekki byrjað að vinna í honum fyrr en árið 1996. Þá hafði félagið fest kaup á brunni hússins og stækkað þannig aðstöðu sína til muna. Vann ný stjóm ásamt velunnurum baki brotnu við að innrétta salinn og var mark- miðið að klára hann fyrir sveitar- stjómarkosningar í maí 1998. I dag er þetta án efa glæsilegasta aðstaða sem ungir sjálfstæðismenn hafa á landinu. Málefnastarf I þau 70 ár sem að félagið hefur starfað hefur félagið vaxið og dafnað og og öll starfsemin aukist með ámnum. í upphafi var ein- göngu um fundahöld og hliðstæða starfsemi að ræða. En í þá tíð var mikill áhugi fyrir alls kyns fundum og haldnir voru stórir og miklir fundir um hin ýmsustu málefni. Þá vom allar umræður snarpar og persónudeilur oft dregnar inn í pólitíkina. I gegnum tíðina hafa Eyverjar staðið fyrir opnum fund- um og ráðstefnum um hin ýmsustu mál. Árið 1971 héldu Eyverjar fjöl- mennan fund um stefnu ríkisstjóm- arinnar. Fmmmælandi var dr. Gunnar Thoroddsen og var fund- urinn fjömgur og miklar umræður vom á eftir framsögu dr. Gunnars. I seinni tíð hefur félagið staðið fyrir ýmsum fundum og pallborðs- umræðum. Ekki alls fyrir löngu hélt félagið opinn l'und um fíkni- efnavandann hér í Eyjum, var þessi fundur mjög vel sóttur og er þetta stærsti fundur sem haldinn hefur verið í Ásgarði, félagsheimili sjálf- stæðisfélagana í Vestmanneyjum. Á þennan fund mættu ýmsir menn sem tengast þessu málefni og vom fyrirspumimar í tugatali. Góður fundur um þarft málefni. Öflugt starf Menntamálaráðherra mætti á fund hjá Eyverjum, í kringum kosningamar sl. vor, um mennta- mál, einnig hafa þingmenn okkar Sunnlendinga mætt á fundi hjá félaginu.Ýmislegt er framundan í starfi Eyverja, svo sem að fá stjómmálaskóla hingað til Eyja eftir áramót og vera með fundi með ráðherrum. Á afmælisári félagsins fannst stjóm Eyverja tilvalið að sækjast eftir því að halda SUS þing hér í Eyjum. Svo varð raunin og 35. sambandsþing ungra sjálfstæðis- manna var haldið hér í Eyjum dagana 21. til 23. ágúst. Heppn- aðist þingið vel og mættu um 400 manns hingað til Eyja, en á venjulegum SUS-þingum em um 200 til 250 manns. Hefði ekki verið ófært á laugardegi þingsins hefðu mun fleiri mætt en raun bar vitni. Mikill slagur var um sæti formanns SUS, en Ásdís Halla Bragadóttir lét af fonnennsku. Ur varð að Sigurður Kári Kristjánsson var kosinn nýr formaður SUS. Undirbúningur fyrir þetta þing var mikill en með hjálp góðra manna og kvenna varð þingið að veruleika og heppnaðist eins og áður segir mjög vel. í þessari stuttu samantekt hefur verið drepið niður á helstu þáttum í starfi Eyverja í þau 70 ár sem félagið hefur starfað. Mikið og blómlegt starf hefur átt sér stað síðan Páll Eyjólfsson og félagar hittust á Mylluhóli árið 1929. Það er von mín og vissa að Eyverjar eigi eftir að eflast til muna á nýrri öld og verða öflugir málsvarar fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Að gefnu tilefni vill ég minna á afmælisbók sem Eyverjar eru þessa dagana að gefa út þar sem sögunni em gerð mun betri skil en hér hefur verið reynt að gera. Um leið og ég óska Eyverjum til hamingju með 70 árin vill ég óska Eyjamönnum öllum gleði- ríkra jóla og farsældar á komandi öld. s|e > 5|e G3E ^ o u * * ^ * )0t? * m Góður starfsmaður er hverju fyrirtæki mikilvægur en starfsfóikinu er jafn mikilvægt öryggi þess fyrirtækis er það vinnur hjá. Síðastliðið ár greiddum við 750 miljónir í vinnulaun. Svarar það til að vera árslaun 300 Vestmannaeyinga. ISFELAG ----. VESTMANNAEYJA HF. STOFNAÐ 1901 | Sími 4SS 1100 • Pósthólf 380 • 902 Vestmannaeyjum Sendum starfsfólkf, viðsklptamonnum og Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.