Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 11

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 11
FYLKIR jólin 1999 11 Grímur Gíslason skrifar: Kossar, Pisco og sólin í norðri -Heimsókn til Chile þar sem verið er að smíða nýjan Hugin Nú er unnið að smíði á nýju fjölveiðiskipi fyrir Hugin ehf. hjá Asmar skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile en það skip mun leysa Hugin VE 55 af hólmi. Samningur um smíðina var undirritaður 18. desember á síðasta ári og samkvæmt smíðasamningi á að afhenda nýja skipið fyrir mitt næsta ár. Samningurinn um smíði Hugins var þriðji smíðasamningurinn sem Asm- ar-stöðin gerði við Islendinga því áður hafði verið gengið frá samningum um smíði á nýju hafrannsóknaskipi fyrir Haf- rannsóknastofnun og fjölveiði- skipi fyrir H.B. á Akranesi. Síðan gengið var frá samn- ingnum um smíðina á nýjum Hugin hefur Asmar gert enn einn samninginn við Islend- inga því Gjögur ehf. gerði samning við Chilemennina um smíði á nýjum Hákoni sem verður fjölveiðiskip líkt og Huginn. Eyjapeyi umboðs- maður fyrir skipa- smíðastöðina í Chile Það hefði líklega ekki þótt trú- legt fyrir fáum árum að Is- lendingar ættu eftir að leita til vestanverðrar Suður-Ameríku til að láta smíða fyrir sig fiskiskip en sú er nú orðin raunin enda hefur þróun heimsviðskipta orðið mikil og nánast engin landamæri til í þeim efnum. Eyjamenn hafa löngum státað sig af því að vera í fararbroddi á ýmsum sviðum og þeir voru ekki fjarri þegar tekin voru upp samskipti við Chilemenn- ina á sviði skipasmíða. Eyjapeyinn Björgvin Olafsson, Pálssonar, fyrrum vélstjóri og útgerðarmaður á Bylgjunni, vídeókóngur með meiru er umboðsmaður Asmar skipa- smíðastöðvarinnar á Islandi og hefur reyndar umboð fyrir þá á öllum Norðurlöndum. Björg- vin á og rekur fyrirtækið B.P. Skip eða B.P. Shipping eins og það heitir á alþjóðavísu. Björgvin er skipasali og sér um kaup og sölu skipa og báta auk þess sem hann er með umboð fyrir skipasmíða- stöðvar. Björgvin kom Chile- mönnunum á framfæri hér á landi og má segja að með samningnum um smíði haf- rannsóknarskipsins Arna Frið- rikssonar hafi Asmar fengið viðurkenningu hér á landi því mikil úttekt var gerð á þeim stöðvum sem gerðu tilboð í smíði Hafróskipsins. Chilemenn hafa langa Hl :Wffjlu9Á HB *V . ;'-J JB f, EjPE íslendingarnir sem viðstaddir voru sjósetningu Ingunnar ásamt yfirmönnum skipasmíðastöðvarinnar. reynslu af skipasmíði enda eru þeir mikil fiskveiði og sigl- ingaþjóð. Þeir hafa lengstum haft næg verkefni heima fyrir en með tilkomu E1 Ninjo varð aflabrestur á ansjósuveiðum og samdráttur í mjölfram- leiðslu og sjávarútvegi al- mennt. Þetta leiddi af sér samdrátt í skipasmíðaiðnað- inum og því fóru þeir að leita meira að verkefnum erlendis og horfðu til Evrópu í þeim efnum. Með lág verð í far- teskinu og Björgvin sem um- boðsmann reyndu þeir fyrir sér á íslenskum markaði og varð vel ágengt. Stærsti hluti íslenskra skipa hefur til þessa verið smíðaður í Evrópu og mest hafa ís- lendingar leitað til Norðmanna með skipasmíðar sínar. Það má því segja að innrás Chile- manna á íslenskan markað hafi því verið hálfgerð himnasend- ing fyrir þær útgerðir sem voru að huga að endurnýjun skipa sinna því kostnaður við að smíða skip í Chile er nálægt 40% lægri, miðað við sams konar smíði í Noregi. Landið er löng og mjó ræma Chile er eins og áður sagði í Suður Ameríku. Landið er langt og mjótt, nánast ræma sem liggur eftir nær allri vesturströnd Suður Ameríku, allt frá Perú í norðri til Horn- höfða sem er syðsti hluti álf- Feðgarnir Guðmundur Ingi og Guðmundur Huginn ásamt Björgvin Ólafssyni skipasala og umboðsmanni Asmar á íslandi í einni garðveislunni sem haldin var í Chile. unnar. Heildarlengd landsins er tæplega 4300 kílómetrar en meðalbreidd þess er ekki nema tæpir 180 km Vesturlanda- mæri landsins liggja því öll að Kyrrahafinu en í austri er landið afgirt með hinum hrikalega fjallgarði Andes- fjöllum. Landið er því líkt og eyland og samgöngur við það fara nær eingöngu fram sjó- leiðis eða loftleiðis. Þar sem landið er ákaflega langt er að finna í landinu nær öll veðra- brigði sem hugsast geta. í norðri liggur landið að Ingunn AK 150, skip H.B. á Akranesi, daginn fyrir sjó- setningu í Asmar skipasmíðastöðinni í Chile. Fyrir framan Ingunni er fyrsta einingin úr Hugin komin á stokkana.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.