Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 7
FYLKIR jólin 1999 7 • • / Eyverjar 70 ára - Skapti Om Olafsson ritar: Hafa alla tíð notið framsvnnar forvstu Hann var myndarlegur hópurinn sem fór í hina margrómuðu Edduferð til Englands árið 1983. Mánudaginn 20. desember eru 70 ár liðin frá því að Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna, var stofn- að í Vestmannaeyjum. Þetta er langur tími í sögu stjómmála- hreyfingar á Islandi. Stofnfundur var haldinn í Góð- templarahúsinu þar sem Hvíta- sunnukirkjan stendur núna og var áður Samkomuhús Vestmanna- eyja. Á fundinum voru saman komnir ungir menn sem vildu fylkjast um gmndvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og berjast gegn afturhaldsöflum í þjóðfé- laginu. Mikill samhugur var í þessu nýstofnaða félagi, sem reyndar hefur ávallt einkennt starfsemi félagsins þau 70 ár, sem það hefur starfað. Framan af hét félagið einfald- lega, Félag ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa fé- laginu nafnið Eyverjar. I framhaldi af því var samþykkt að fá hugmyndir að merki fyrir félagið og varð tillaga Ástmars Ólafssonar fyrir valinu. Á þessum 70 árum sem félagið hefur starfað hafa ætíð valist dug- miklir og framsýnir menn til forystu í félaginu. Fyrsti formað- urinn var Páll Eyjólfsson skrif- stofustjóri, en í dag er Gunnar Friðfinnsson formaður. Það má því segja að frá fyrstu tíð hafi félagið verið í góðum höndum. Markmið Eyverja Markmið Eyverja eins og allra ungra Sjálfstæðismanna er að berjast fyrir víðsýnni framfara- stefnu í þjóðfélaginu með hags- muni allra stétta að leiðarljósi. Þessu markmiði hafa Eyverjar ávallt fylgt og með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn hafa þeir komið þeim sjónarmiðum best á framfæri. Eyverjar hafa ávallt verið áber- andi og drífandi afl innan Sjálfstæðisflokksins hér í Eyjum. Og oftar en ekki hafa komið upp deilumál á milli þeirra og annara flokksmeðlima hér í Eyjum, því oft hafa þeir viljað taka harðari og ákveðnari stefnu í mörgum málum en þeir sem eldri eru. En þrátt fyrir það hefur dugnaður og kraftur Eyveija verið öðrum hvatning til enn meiri dáða og ýtt undir marga og góða sigra Sjálfstæðisflokksins. Fyrr á árum voru Eyverjar mjög áberandi afl hér í bænum fyrir þá miklu starfsemi sem félagið stóð fyrir. Um hvítasunnuna var það föst venja að halda Vorhátíð Eyverja og þótti hún með því besta sem gerðist í skemmtanalífi Eyjabúa. Þama var settur upp nokkurs konar kabarett á hvíta- sunnukvöld og síðan var dans- leikur fram eftir nóttu. Þóttu þessar Hvítasunnuhátíðir mjög vinsælar, en þær lögðust niður fyrir um 20 árum. Á þrettándanum hafa Eyverjar haldið gnmudansleiki í mörg ár, í byrjun bæði fyrir fullorðna og böm. En í dag em grímudansleikir eingöngu fyrir böm og njóta þeir geysimikilla vinsælda. Það er oft gaman að sjá börnin í búningum sem foreldramir hafa dundað við að útbúa svo dögum skiptir. I kringum kosningar hafa Ey-: verjar ævinlega lagt sitt af mörkum til þess að vinna glæsta kosn- ingasigra, m.a. með því að gefa út blöð, vera með útvarpsstöð og halda skemmtanir fyrir yngri kjósenduma. Hafa þessar skemmt- anir verið í formi dansleikja, óvissuferða og skemmtikvölda. Á þessi skemmtikvöld hefur félagið fengið landsþekkta skemmtikrafta og hafa hátt í 200 manns verið að mæta á þessi kvöld, sem hafa verið vel heppnuð. Þann 18. des. munu Eyverjar síðan halda ball aldarinnar í tilefni af afmælinu ásamt því að vera með skemmtikvöld fyrr um kvöldið. Ferðalög Ferðaklúbbur Eyverjar var stofn- aður árið 1982 og var á þeim tíma mjög öflugur. Farið var í eftir- minnilega ferð til Englands árið 1983, sem kennd var við skemmtiferðaskipið Edduna. Einnig var farið nokkrar styttri ferðir, til að mynda í heimsókn á Keflavíkurflugvöll og skemmtiferð um Suðurlandið. Fyrr á árum var einnig farið í margar ferðir um landið en fyrsta ferðin upp á land var farin árið 1932. Þá var farið með mb. Skógarfossi til Stokkseyrar og þótti þetta meiri háttar ferðalag á þeim tíma, þó svo að okkur finnist það ekki í dag. Undanfarin ár hefur ferðaklúbb- urinn legið í dvala en hver veit nema hann vakni aftur til lífsins í vor þar sem fyrirhugað er að leggja land undir fót. Útgáfumál Eyverjar hafa alltaf verið í samstarfi við önnur sjálfstæðis- félög í Eyjum um útgáfu Fylkis. Félagar úr Eyverjum hafa oftsinnis setið þar í ritstjórastóli eða ritstjóm. Einnig hafa Eyverjar gefið út málgagn sitt STOFNA með hléum, mislöngum frá árinu 1938. Til að mynda hefur blaðið komið út fjórum sinnum á þessu ári. Útgáfustarfsemi hefur því verið sterkur þáttur í starfi Eyverja, því auk Stofna hafa Eyverjar gefið út bækur sem innihéldu ræður og ályktanir sem gerðar voru um niðurstöður á ráðstefnum sem félagið stóð fyrir. Árið 1978 ákvað stjóm Eyveija að gefa út símaskrá fyrir Vest- mannaeyjar. Ákveðið var að hafa auglýsingar, söguágrip og upplýs- ingar um helstu stofnanir bæjarins í þessu riti. En sá hængur var á útgáfu þessa rits, að Póstur & sími hafði einkaleyfi á útgáfu símaskrár. Var því ákveðið að nefna útgáfuna, Upplýsingarrit um Vest- mannaeyjar. Eitthvað fór þessi útgáfa fyrir brjóstið á þáverandi stöðvarstjóra Pósts & síma og kærði hann útgáfuna sem hafði þær afleiðingar að formaður félagsins, Sigurður Öm Karlsson var handtekinn af lögreglunni og lokaður inni í tukthúsinu. En ritið var gefið út þó svo að mikið laumuspil hafi verið í kring um það. Þrátl fyrir allar kæmr og erfiðleika í byrjun losnaði for- maðurinn úr prísundinni og Upp- lýsingaritið kemur enn út á vegum Eyverja. Upplýsingarrit Vest- mannaeyja er löngum orðinn fastur liður í bæjarbrag okkar Vest- mannaeyinga og verður veglegra með hverju árinu. Auk þessa hafa Eyverjar starf- rækt útvaip Heimaey í kringum kosningar þar sem tónlist er blandað saman við talað mál, frambjóðendur komið í hljóðver og opnum fundum verið útvarpað. Fyrir rúmu ári opnuðu Eyverjar glæsilega heimasíðu þar sem m.a. upplýsingar um stjórn, myndir úr Eyverjasalnum, fréttir og hvað er á döfinni koma fram. Þessi síða Það er oft glatt á hjalla hjá Eyverjum en sjaldan eins og þegar Jón Gnarr mætir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.