Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 34

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 34
FYLKÍR jólin 1999 Edda Einars Andrésdóttir frá Rauðafelli f: 27. júlí 1935 d: 6. des. 1999 Pétur Gautur Kristjánsson áður Bröttugötu 11 f: M.júlí 1934 d: ll.des. 1999 Bárður Auðunsson áður Austurvegi 4 - Hraunbúðum f: 2. nóv. 1925 d: lO.des. 1999 Steinunn Þ. Andersen fráTúnsbergi f: 23. júní 1926 d: ll.des. 1999 Frá ritnefnd Fylkis Með þessu jólablaði Fylkis, sem er 4. tbl ársins lýkur 51. árgangi í útgáfu blaðsins. En eins og fram kemur í grein annarstaðar í blaðinu voru liðin 50 ár þann 18. mars á þessu ári frá því útgáfa Fylkis hófst. Eins og áður er víða leitað fanga í efnisvali og hefur verið reynt að hafa efni blaðsins í senn fjölbreytt og fræðandi. Haldið er áfram á þeirri braut að hafa allar greinar í blaðinu sérstaklega samdar fyrir jólablað Fylkis. Þátturinn Látnir kvaddir, sem hóf göngu sína fyrir aldrarfjórðungi skapar blaðinu nokkra sérstöðu í innlendri blaðaútgáfu. Mesta vinnan við undirbúning blaðsins er fólgin í upplýsingaöflun og útvegun Ijósmynda í þáttinn. Undanfarin ár hefur Bjarney Erlendsdóttir frá Olafshúsum annast þáttinn með aðstoð sonar síns Gríms Gíslasonar.Jafnframt hefur verið leitað víða til þess að afla upplýsinga í þáttinn. Ritnefndin þakkar öllum auglýsendum og styrktaraðilum innanbæjar og utan fýrir stuðninginn við blaðið á undanförnum árum. Blaðið er að þessu sinni 36 bls. og prentað í 2400 eintökum, sem er stærsta upplag þess frá upphafi. Fylki verður eins og undanfarin ár dreift endurgjaldslaust í öll hús í Eyjum. Þá verður blaðið selt í áskrift utanbæjar og í lausasölu á Kletti og Eyjaprenti - Fréttum. Ritnefnd vill þakka öllum þeim sem lagt hafa til efni og myndir í blaðið svo og starfsmönnum Eyjaprents - Frétta hf.fýrir samstarfið við undirbúning og vinnslu jólablaðs Fylkis 1999. Helxjihald u t n jól og drarnóf Landakirkja Þriðjudagur 18. desember Jóiaguðsþjónusta á Heilbrigðisstofnuninni kl. 18.00 Þorláksmessa 23. desember Bæna- og kyrrðarstund kl. 18:00 og sérstaklega beðið gegn jólakvíða.Tekið er á móti framlögum í jólasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar Aðfangadagur jóla, 24. desember Aftansöngur kl. 18.00 og á jólanótt, þá um kvöldið, verður hátíðarstund kl. 23.30. Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Lúðrasveit Vestmannaeyja byrjar að leika jólalög kl. 13.30 í kirkjunni. Annar dagur jóla, 26. desember Fjölskylduguðsþjónusta og skírn kl. 14:00 og í framhaldi af því verður hátíðarguðs- þjónusta á Hraunbúðum. Barnakór Barna- skólans syngur við þessar guðsþjónustur. Þriðjudagur 28. desember Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu kl. 16.00. fyrir alla krakka og foreldra þeirra. Gamlársdagur, 31. desember Aftansöngur kl. 18.00 með hátíðarsöng. Nýársdagur, l.janúar 2000 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 H vítasu n n u ki r kjan Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00 Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl 15.00 Annar dagur jóla Vakningarsamkoma kl 15.00 Gamlársdagur Þakkargjörðarsamkoma kl 18.00 með frjálsum þakkarávörpum til Guðs vors lands. Nýársdagur: Hátíðarsamkoma kl 15.00 2.janúar 2000 Sameiginlegt samsæti safnaðarins kl 19.00 þar sem menn fagna saman áframhaldandi blessun Guðs og varðveislu á komandi ári. Hjartanlega velkomin að gera útvalningu ykkar vissa á þessum dögum og ganga Kristi við hönd inní nýja öld. Aðventkirkjan Jóladagur Samkoma kl. 14.00 Nýársdagur Samkoma kl. 14.00 Allir velkomnir Fréttir óska lesendum sínum gleðilegrajóla, árs og frióar. komandi ár okkur öllum og ánægju! FRÉTTIR staðarblaðið í Eyjcim Megi færa gleði

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.