Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 22

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 22
22 FYLKIR jólin 1999 Guðjón Ólafsson frá Gíslholti sem tciknaði ÍBV-merkið er hér ásamt Stefáni. Guðjón var um árabil í stjórn ÍBV. Stjórn Þórs 1959, f.v. Birgir Jóhannsson, Sveinn Tómasson, Ársæll Ársælsson, Stefán, Sigurgeir Jónasson, Valtýr Snæbjörnssonog ÓIi Á. Vilhjálmsson.. Annar flokkur Þórs, aftasta röð f.v. Jóhann Ingvar, Kári Birgir, Gunnar, Arnar, Hörður, Lárus, Leifur, Guðmar, Ólafur, Einar og Stefán. sker.en ekkert var hægt að gera vegna brjálaðs veður- ofsans. Þá vildi Binni í Gröf freista þess að sigla út og vestur fyrir skerið og reyna að synda í land til þess að ná til mannanna. Honum var bannað það, en það hefur alltaf setið í mér hvað vogunin getur orðið mikil og efinn áleitinn þegar menn spyrja sig ef, ef ef. ÆTLAÐI í VÉLVIRKJUN EN FISKURINN VARÐ OFANÁ Vorið 1950 að loknu gagn- fræðanámi urðu mikil kaflaskil í lífi mínu. Ég tók þá ákvörðun að læra vélvirkjun og fékk pláss hjá Fúsa í Smiðjunni, en varð að bíða haustsins að hefja nám og starf í smiðjunni. Ég fór því í millitíðinni í fisk- vinnu, en þar vorum við lán- aðir til þess að vinna við bygg- ingu björgunarskýlisins á Faxaskeri. Það var púlvinna. Við sóttum sandinn inn í botn og pokuðum hann þar. Síðan var pokunum komið um borð í Skúla fógeta sem flutti farm- inn að Faxaskeri og þar var pokunum skipað upp og steypuvinnan hófst. Um mitt þetta sumar var ég beðinn að hafa umsjón í sal fiskvinnslunnar í Hraðinu með Björgvin Pálssyni og ekki leið á löngu áður en ég var orðinn verkstjóri. Þar með féll vél- virkjanámið út.“ En Stefán Runólfsson situr aldrei lengi án þess að skella sér andartak inn á bylgjulengd gamansagnanna. „Það var hel- víti gott þegar faðir eins ágæts og merks Eyjamanns neitaði að gangast við faðerni hans. Drengurinn hafði komið undir austur á fjörðum og þaðan var faðirinn sem neitaði að gangast við barninu. Móðirin var kölluð fyrir sýslumann og spurð út í framgang mála. Það var stutt og laggott svar: „Maðurinn kom til mín blautur og þreyttur og við berhátt- uðum bæði upp í rúm. Sýslu- maður getur síðan ímyndað sér hvað gerðist. ÍBV, bikarmeistari 1968. Stefán með bikarinn við heimkomuna. Maðurinn komst ekki upp með neinn moðreyk eftir þetta. Á FLATEYRI, í KEFLAVÍK, EYJUM, STOKKSEYRI OG VÍÐAR „Fyrstu Baader flökunarvél- arnar komu árið 1956. Þá varð mikil stökkbreyting, ótrúleg breyting. I september það ár bauð Einar Sigurðsson mér í ferð með LÍÚ til Englands, Hollands, Þýskalands og Dan- merkur. Það var eftirminnileg ferð. Einar Sigurðsson var ákaflega góður húsbóndi og við urðum mjög góðir vinir. Einar sendi mig vestur á Flat- eyri 1953. Ég átti að vera þar í tvær vikur, en þær urðu 20, eða 5 mánuðir. Þá átti Einar Isfell á Flateyri ásamt Ragnari Jakobssyni, föður Kristjáns Ragnarssonar. Kona Ragnars, frú Margrét, var ákaflega myndarleg húsmóðir, en ég bjó heima hjá þeim. Um helgar fórum við strákarnir stundum í Þriðji flokkur Þórs,aftasta röð f.v. Ingi, Steinn, Sigurgeir, Guðmar, Richard, Friðrik, Stefán, Arnar, Magnús, Einar og Sveinn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.