Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 17
FYLKIR jólin 1999 17 Helgi Bernódusson skrifar: Hafnargarðarnir og konungdæmið Gömlum bolsa trúað fyrir miklu Það er upphaf máls að árið 1969, á 50 ára afmæli kaup- staðarréttinda í Vestmanna- eyjum, var samþykkt í bæjar- stjórn að Haraldur Guðnason, þá bæjarbókavörður, skyldi skrifa sögu bæjarstjórnarinnar frá 1919. Það voru í vissum skilningi sögulegar sættir því að 20 árum áður hafði bæjar- stjórnin þverklofnað um ráðn- ingu þessa stórvaxna aðgerðar- manns, sem þá vann í Hrað- frystistöðinni og var að auki einka-bókavörður Einars ríka Sigurðssonar; hann var álitinn (og kannski var hann) stór- hættulegur bolsi sem væri vís til að koma óþjóðlegum skoð- unum inn hjá húsmæðrum, sem sóttu safnið, og greindum krökkum. Guðlaugur Gíslason, leiðtogi sjálfstæðismanna, var á verði, enda kalt stríð í heim- inum og tímarnir válegir, en vinstri meirihluti var í bæjar- stjórn og samsærið um nýjan bæjarbókavörð heppnaðist. Haraldur reyndist þó friðsam- ari en verstu spár bentu til og þegar Guðlaugur hóf sinn farsæla bæjarstjóraferil 1954 sættust þeir bókavörður og bæjarstjóri, meira að segja miklu fyrr en Moskva og Washington. Svo að þegar kom að því að skrásetja skyldi afrek í heimabyggð þótti eng- um betur treystandi en þessum gamla bolsa! Enginn skemmtilestur Og Haraldur hóf að skrifa og gekk vel undan honum, svo sem vænta mátti. Þegar handrit fyrra bindis var komið í prent- smiðju urðu landskjálftar og eldur uppi í Eyjum, í ársbyrjun 1973. Þótti einboðið að doka við þegar svona stórt strik var komið í reikninginn. Tíminn leið og brátt varð bæjarstjórn sextug og vöknuðu þá góðir menn upp við að mikill fróð- leikur lægi í skúffu á Bessastíg 12 (Gosastöðum) hjá Haraldi og ástæða væri til að dusta rykið af þeirri syrpu. Utgáfu- stjórn var sett á fót og kom fyrra bindi verksins, Við Ægisdyr, út 1982. Og áfram skyldi haldið og Vestmannaeyjar 1944. Á myndinni má glöggt sjá hve mikilvægir hafnargarðarnir voru fyrir höfnina. að hafa haft hana yfir sér eins og sverð Damóklesar í tvo ára- tugi. Láði honum enginn. Undirskrifaður tók sig til og las fyrst rit Jóhanns Gunnars Olafssonar, Hafnargerðina í Eyjum, frá 1947, en lagði svo í handrit Haraldar, og var held- ur sirnulegur að þeim lestri loknum. Á ný var lesið, að þessu sinni með rauðum penna, plægt í gegnum hand- ritið og krassað mikið til þess að laga og samræma, líka uppfæra ýmsa þætti því að handritið var að ýmsu leyti orðið úrelt, tuttugu árum eftir ritun þess. Þurfti að fara oft yfir suma kafla. Síðan var handritið slegið inn á tölvu, því að upplýs- ingaöldin var þá gengin í garð, en þá þurfti líka að lesa hand- rit á ný saman við nýjan inn- slátt. Loks þurfti að lesa eina próförk. Var þá útgáfustjóri orðinn lúðulakalegur frekar og hvumpinn ef hann heyrði nefnda hafnargarða eða sá þá, svo mjög gekk nærri honum sú raunasaga sem hann hafði lesið fimm sinnum. Síðara bindi Ægisdyra kom ekki út fyrr en 1991, eftir nokkra þrautagöngu. í því bindi eru margir merkir kaflar, en lengstur sá sem fjallar um höfnina, einkum varnargarða fyrir hafnarlægið, hafnargarð- anna tveggja, Hörgaeyrar- garðs, í suður frá Heimakletti, og Hringskersgarðs, í norður frá Urðaklöppunum. Um líf eða dauða var að tefla fyrir sjávarútveg í plássinu, undir- stöðu atvinnulífs í eyjunum, að tækist að loka höfninni fyrir haföldunni. Hafist var handa við verkið 1914 og voru menn fullir bjartsýni og eld- móðs. Rannsóknir og hönnun höfðu farið fram sumarið 1912 af Bech, dönskum verkfræð- ingi, illu heilli í blíðskapar- veðri. Er skemmst frá því að segja að mannvirkjagerð þessi varð löng sorgarsaga. Garð- arnir urðu ekki þeir traustu brimbrjótar, eins og síðar varð, heldur hrundu þeir undan ofurþunga úthafsöldunnar hvað eftir annað, m.a.s. strax fyrsta haustið, allt þar til nýr kúrs var tekinn 1925 undir forustu Finnboga R. Þorvalds- sonar, föður Vigdísar forseta. „Eitthvert mislukkaðasta fyrir- tæki í landinu" kallaði Kolka læknir þessa framkvæmd. Sögu hafnargarðanna rekur Haraldur í löngu máli, eins og vera ber, u.þ.b. 100 prentaðar síður, og má með sanni segja að hún sé „ekki skemmti- lestur“ eins og höfundur segir í bókarlok. Monberg kemur til sögu Verktaki árið 1914 valdist einn færasti verkfræðingur Dana á sviði hafnargerðar, N.C. Monberg, en hann vann líka að hafnargerð í Reykja- stefnt var á að koma 2. bindi Ægisdyra út sem fyrst. Réðst þá undirskrifaður til þess verks að „búa handritið til prentunar", ekki síst fyrir þá sök að sett hafði slíkan leiða að bókarhöfundi á efninu að hann fékk innanmein og höfuðþrautir ef hann leiddi hugann að sögu bæjarstjórnar- innar, einkum að sögu hafnar- innar og hafnargarðanna, eftir Haraldur Guðnason bæjarbókavörður 1949-78, ásamt Ille konu sinni þegar síðara bindi Við Ægisdyr kom út 1991.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.