Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 23

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 23
23 FYLKIR jólin 1999 Við Guðmundur áttum gott samstarf. í STANGARSTÖKKI YFIR HRAUNÁRNAR En það er eins og segir: Enginn ræður sínum nætur- stað. Gosið helltist yfir óvænt og óvelkomið. Við höfðum verið klárir í vertíðarslaginn, vel undirbúnir í Fiskiðjunni, en það fór nú á annan veg. Eg fór að vinna í hraunkælingunni undir stjórn Sveins Pattons Eiríkssonar og Páls Zóphó- níassonar og þar fékk ég það frábæra tækifæri að vinna með prófessor Þorbirni Sigurgeirs- syni. Hann var engum líkur og einu sinni lenti ég með honum í kröppum dansi. Við vorum á gangi í nýja hrauninu og lokuðumst inni á milli hraun- læna. Þorbjörn var með langan staf með sér og það varð okkur til bjargar, því við notuðum stafinn eins og stangarstökks- stöng og vógum okkur með honum yfir hraunlænurnar sem runnu við fætur okkar 1140 gráðu heitar. Það var lítil hætta á kali á fótunr þarna. Ég segi það fullum fetum að ef hraunkælingin hefði ekki komið til undir stjórn Þor- björns Sigurgeirssonar og fleiri góðra manna þá hefði innsiglingin lokast og síðasta stóra hraungusan farið í vestur en ekki austur eins og raun varð á. Þá hefði lítið orðið eftir af hjarta Vestmannaeyja. Það var margt kynlegt sem kom upp á gostímanum. Einu sinni var ég að keyra austur að Vilpusvæðinu sem var þá meira og minna undir ösku að skyndilega hrapar Landrov- erinn niður og þegar að var gáð var ég kominn ofan í bíl- skúrinn hjá Einari í Málmey og Sigga Auðuns. Þá brá mér verulega. Eitt það magnaðasta í mannlífinu þarna fyrstu vikurnar þegar allt var í hers höndum var þorrablótið sem þú hafðir forgöngu um, það var ævintýralegt hóf og verður eftirminnilegt ævilangt. Stundum stóðu hlutirnir tæpt. Ég var beðinn að fara inn í Samkomuhúsið að ná í dót fyr- ir Óla ísfeld. Þá var gasið komið til sögu. Ég fékk forláta grímu og súrefniskúta, bjó mig vel út og arkaði síðan inn í Samkomuhúsið eins og maður væri að missa af síðasta dansinum, en viti menn, það var þá lokað fyrir kútana og komst ég út aftur á síðustu loftgrömmunum. Það mátti ekki tæpara standa. OG HJÓLIN SNERUST AFTUR TIL EYJA Síðan gerist það, Árni, að hjólin fara að snúast aftur til Eyja. Á miðju ári 1974 ræddi Sighvatur Bjarnason við mig og það varð að samkomulagi að ég tæki við af honum. í Vinnslustöðinni átti ég góð ár frá 1974 til 1987. Allt gekk vel, en 1988 tók ég við Hrað- frystihúsi Stokkseyrar og var þar til 1992. Þá lauk raun- verulegum fiskvinnsluferli mínum. Ég var ákaflega hepp- Bikararnir sem unnust 1972. aftari röð f.v. Viktor Helgason, Ólafur Sigurvinsson, Bragi Steingrímsson , Ásgeir Sigurvinsson og Sigurður Ingi Ingólfsson. útilegur og meðal annars fórum við í útilegu til þess að fara í berjamó. Það var saftað og suitað og allt var þetta af hinu góða. Til Keflavíkur fór ég síðan 1962 fyrir Einar til þess að vera framkvæmdastjóri í fisk- vinnslufyrirtæki hans þar og þar var ég í tvö ár, en á miðju ári 1963 höfðu þeir Fiskiðju- menn samband við mig, Gústi Matt, Gísli í Laufási og Steini á Blátindi og vildu fá mig í Fiskiðjuna. Ég sló til og var síðan í Fiskiðjunni í 10 ár. Þar skeði margt eftirminnilegt, ekki síst árið 1964 og 1965, þegar óheyrilegur afli barst á land í Eyjum. 1967 kom Guð- mundur Karlsson til starfa í Fiskiðjunni,en Gústi fór út. Frá afhendingu bikars 1968. Þekkja má þar Hörð Óskarsson fyrir ofan bikarinn. Bygginganefnd íþróttahúss. F.v. Magnús Bjarnason, Stefán, Kristján Eggertsson - ásamt Vigni Guðnasyni, Magnúsi H. Magnússyni þá bæjarstjóra og Páli Zóphóníassyni þá bæjartæknifræðingi. inn og farsæll, átti gott með að lynda við fólk og er ákaflega þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess að vinna með öllu því góða fólki og vinnusama sem ég vann með í gegn um tíðina og lenda aldrei í því að fá slæm slys inn í þann feril.“ Þótt Stefán búi nú á fasta- landinu er hann meira og minna í tengslum við Eyjar og Eyjamenn og þar sem hann er á ferð er Heimaklettur í sjáll'u sér aldrei langt undan. Stefán er þjóðhátíðarmaður af lífi og sál og einn af þeim fjölmörgu Eyjamönnum sem flokkast undir það að vera „part af programmet“ hver nteð sínum hætti. Það sama á við með tjald Stefáns með gömlu súl- unum og segldúknum frá Búð- arfelli, trésúlum að sjálfsögðu. ÓTALTRÚNAÐAR- OG FORUSTUSTÖRF Forustu- og skylduverkin sem Stefán hefur sinnt fyrir Eyjar í gegn um tíðina eru glannalega mörg,en svo nokkuð sé nefnt má nefna að 16 ára gamall var hann kominn í stjórn ÍBV. Hann byrjaði með kempum eins og Ingólfi Arnarsyni, Valla Snæ, Sveini Ársæls og þegar hann kom aftur heim til Eyja 1964 varð hann formaður ÍBV. Þá hófst kraftmikið tímabil hjá ÍBV og sumum þótti kynlegt að Stebbi skyldi velja með sér saman í stjórn Kristin Sigurðsson frá Skjald- breið og Valtý Snæbjörnsson. 1968 urðu Eyjamenn bikar- meistarar og íslandsmeistarar 1969.1972 var ÍBV á toppnum í öllum flokkum í fótboltanum. Þá hefur Stefán verið félagi í Oddfellow unt 40 ára skeið. Eftir gos sat hann í stjórn Stakks, Lifrarsamlags Vest- mannaeyja, Vinnuveitenda- sambandsins, í stjórn SIF í 12 ár, stjórn Umbúðamiðstöðv- arinnar, stjórn Fiskifélags Islands og hann hefur setið á fjölmörgum Fiskiþingum. Hann var formaður Sjálfstæð- isfélags Vestmannaeyja í 8 ár, var sæmdur gullkrossi ÍSI, Þórs, KSÍ og ÍBV. Stefán var á sínum tíma formaður bygging- arnefndar íþróttamiðstöðvar- innar og formaður hússtjórnar í fjölda ára og hann átti sæti í undirbúningsnefnd fyrir nýjan Herjólf og sat í stjórn þar til 1988. Þannig mætti lengi telja, en síðustu 7 árin hefur Stefán unnið við skoðanir hjá Nýju skoðunarstofunni. LUNGANN ÚR LÍFINU í EYJUM „En það fer ekkert á milli mála,“ sagði Stefán að lokum, „að starfsvettvangur minn og starfsvöllur lungann úr ævi minni hefur verið í Vest- mannaeyjum og það hefur gert þetta líf skemmtilegt, fjörugt o§ átakamikið.“ Ósjaldan síðustu hálfu öldina hefur maður orðið vitni að því að heyra Stefán byrja þannig símtal frá Vestmannaeyjum upp á fastalandið:“ Þetta er Stefán í Eyjum, við þurfum að....“ Stefán og eiginkona hans, Helga Víglundsdóttir á góðri stund. Á þjóðhátíð 1997. f.v. Birgir Guðjónsson, Þór f. Vilhjálmsson, Árni greinarhöfundur og Stefán.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.