Fylkir


Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 21

Fylkir - 23.12.1999, Blaðsíða 21
FYLKIR jólin 1999 21 Arni Johnsen skrifar: Skemmtilegt, fjörugt og átakamikið líf í Eyjum -spjalllota með Stefáni Runólfssyni Fjölskylda Stefáns og Helgu. Aftari röð f.v. Guðný Stefanía, Sóley og maður hennar, Þorsteinn Helgi og Smári. Fremri röð. Helga, Styrmir Logi sonur Sóleyjar og Þorsteins, Guðrún Jóna sambýliskona Smára og Stefán. „Það er ótrúlega sterk minning í huga sjö ára peyja að standa á bryggjunni heima og horfa á breska herinn stíga á land í Vestmannaeyjum 1940,“ sagði Stefán Runólfsson í spjalli okkar fyrir Fylki.“ Það var eitthvað svo óraunverulegt og magnþrungið, en samt ævin- týralegt að horfa á stóra her- skipið leggjast á víkina og eyjabátana flytja hermennina í land.“ ÞEGAR BRESKI HERINN STEIG Á LAND í EYJUM „Þetta er ákaflega eftirminni- legt, ekki síst þegar þeir stigu á land og tóku sér síðan ból- festu hér og þar í bænum. Sjö ára peyi hafði aldrei séð neitt svo spennandi. Ég man líka vel eftir því þegar Bretarnir skutu á þýsku herflugvélina. Ég var þá að reka beljurnar hennar Fríðar og Jóns Hjálm- arssonar austan frá Sætúni og vestur á Hamar á svæðið þar sem golfskálinn er nú. Bret- arnir skutu á vélina frá Höfð- anum, en vélin slapp. Skömmu síðar hrapaði hins vegar bresk herflugvél í Helgafell, en flug- maðurinn komst út í fallhlíf og lenti í sjónum rétt vestan við Hamarinn. Bræðurnir Torfi og Jón Bryngeirsson björguðu honum á bát sem þeir voru á skammt undan. SKÓLINN í STARFI OG LEIK ÆSKUÁRANNA Það er auðvitað af mörgu að taka í umhverfi æskuáranna í Eyjum,en það tíðkaðist líka í talsverðum mæli að senda krakka úr Eyjum í sveit og ég fór í sveit undir Austur-Eyja- fjöll. Það var 1943, sama árið og hryggilega tréspíritusmálið kom upp. Þá var ég 10 ára gamall. Það var erfitt að skilja þá óáran. En allt hefur sinn gang og það var ekki langt í það að fótboltinn tæki stóran hlut af lífsins leik á þessum árum. Ég spilaði í 3. flokki. 2.flokki og 1. flokki, öllum á sama tíma, því það var ekkert gefið eftir og maður tók hverjum leik eins og hann væri úrslitaleikur í heimsmeistarakeppni. Strax fermingarárið 1947 fór ég að vinna á fullum krafti í sumar- vinnu eins og aðrir krakkar, fyrst í saltfiskinn, síðan í frystinguna hjá Björgvin Páls- syni. Þetta var hörku skóli og svo lauk hefðbundna skól- anum, Gagganum, 1950. Það er hrikaleg minning frá 7. janúar 1950 þegar Helgi fórst og Hraðfrystistöðin brann. Það var rosalegur skellur. Helgi fórst um daginn í uppgangs- veðri og um nóttina kviknaði í gömlu Elífðinni vestan við Framhúsið. Halldór Johnson kennari var meðal þeirra sem fórust með Helga. Hann var nýfluttur heim frá Vesturheimi og var vinsæll kennari okkar. Bjó yfir mikilli frásagnargleði og það var mikill söknuður að honum. Ég gleymi aldrei vangaveltunni um það þegar menn vissu slysdaginn sem Helgi fórst að tveir menn hefðu komist upp á Faxa- FISKIÐJAN Úr Fiskiðjunni 1970, Stefán og Tryggvi Marteinsson. MrmNmii T*. ' 1 X' 'ÆL R Wm Á góðri stund í Kaupmannahöfn 1956. Frá vinstri Baldur Olafsson, Martin Tómasson, Björn Guðmunds- son, Jón Guðleifur - Leifi í Laufási og Stefán. í Kaupmannahöfn 1956, f.v. Stefán, Jón Guðleifur og Bergþór Guðjónsson, Beggi á Skuldinni.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.