Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Page 13

Skátablaðið - 01.01.1947, Page 13
AXEL B RÆMER: EKKI ÞESSAR STELPUR! _ TÁ, það ætla ég að segja þér, mamma, að við viljum bara ekki hafa þessar stelpur með í ferðalagið, sagði Venni ákveð- inn. — Alls ekki, sagði Frank bróðir hans og tók í sama streng. — Bíðið þið nú við. Verið þið nú ró- legir, sagði mamma þeirra. — I’íð rnegið þó til að koma kurteislega fram við frænkur ykkar, þegar þær koma í lieimsókn. Eg er alveg viss um að þær langar mikið til að leika sér við ykkur og fara með ykkur í ferðalagið. •— Það getur vel verið, maldaði Venni í móinn, en okkur langar ekkert til þess að vera með þeim. Við viljum ekki leika okk- ur við stelpur. — Nei, og við vilj- um ekki sjá að hafa þær með í ferðalag- ið, bætti Frank við. — Við skulum nú annars sjá, sagði mamma þeirra. Það er bara alls ekki víst, að Nanna og Gyða kæri sig nokkuð um að fara með ykkur í svona langa og erfiða gönguferð. En lofið þið mér nú að taka vel á móti þeim, meðan þær dvelja hérna. Drengirnir svöruðu því litlu. En það var af því að þeir kærðu sig ekki um að hafa frænkur sínar með í ferðalagið, sem þeir ætluðu að fara næstkomandi sunnudag. Næsta föstudag komu þær Nanna og Gyða. Þær voru þá ekki eins vitlausar og þeir héídu, Venni og Frank. Þær gáfu þeim stundum hýrt auga. En þeir sátu fast við sinn keip. Þeir vildu ekkert hafa með stelp- ur að gera, og svo var það þetta með ferða- lagið, sem þeir urðu að halda leyndu í lengstu lög. Að kvöldi laugardags útbjó mannna fjóra matarpakka frammi í eldhúsi. — Hvað ég ætlaði nú að segja, sagði Frank, er hann sá til mömmu sinnar. — Við viljum ekki hafa þessar stelpur með okkur á morgun. — Það verður víst ekkert af því heldur, svaraði mamma og kímdi. — En telpurnar langar nú samt í ferðalag á morgun og ætla að vera all- an daginn, og það getið þið ekki bann- að þeim. — Nei, auðvitað ekki, sagði Frank. Snemma næsta morgun lögðu þeir af stað, Venni og Frank. Þeir höfðu skipulagt vel göngu- ferð um skóginn þarna í grenndinni. Þótt enn væri vetur, var ágætt ferðaveður. Jörðin var þakin þunnu snjólagi, himinninn var enn heið- skír, þó að aðeins væri byrjað að þíða. Drengirnir skemmtu sér vjð að leita að dýrasporum, og kamíske mundu þeir finna SKÁTABLAÐIÐ 5

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.