Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 26

Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 26
höfund. — En hvernig væri fyrir B.Í.S að auka svolítið við skátabókmenntirnar og reyna að afla sér tekna með bókaútgáfu? ,,ER EKKí VONLAUS'E að bíða eftir bún- ingum?“ Þannig spyr margur og ekki að ástæðu- lausu. Astandið í búningamálunum mun vera harla bágborið yfirleitt í skátaíélögunum og því næsta eðlilegt, að menn séu óþolinmóðir að bíða. Margir eru orðnir þreyttir og hættir að spyrja, enda eru hin sömu svör ávallt á reiðum höndum: „Það er miklum erfiðleikum bundið að útvega búninga. Stríðsástand ríkir enn í heiminum. Annars hljóta þeir nú að fara að koma.“ Og þetta eru einu svörin, sem þið fáið að sinni. En um fram allt missið ekki vonina. Ég kann eina vísu um vonina, sem þið skuluð læra og hafa yíir, þegar í móti blæs. Hún er svona: Vonin styrkir veikan þrótt, vonin kviða hrindir, vonin hverja vökunótt vonarljósin kyndir. GÁTUR 1. Hvaða málmur verður að hári, e£ fyrsta stafnum í nafni hans er sleppt? 2. Hvaða hestkenning verður að eldivið, ef breytt er um fyrsta staf? 3. Hversu langt er tunglið? 4. Hvaða skordýr verður að for, ef fyrsti stafurinn er tekinn burt? 5. Hvaða á í Evrópu verður að kalli, ef nafn hennar er lesið aftur á bak? <5. Hver talar öll tungumál? 7. Hvert fljúga fuglarnir að jafnaði? 8. Hversu langt inn í skóginn hleypur hjörturinn? <4 Hvert fara börnin, þegar þau eru tveggja ára? 10. Hvað áttu að gera, þegar þú dettur? Svörin eru d bls. 26. Úr skýrslutn skátafélaganna 1945. Eignir skátafélaganna: a) Sjóðir ............. kr. 169.928,78 b) Áhöld .............. — 45.299,82 c) Fasteignir o. fl.... — 156.372,98 Alls kr. 371.601,58 Þessi félög sendu ekki skýrslu fyrir 1940'- 1) Skátafél. Væringjar, Akranesi, 2) Skáta- íél. Glaðherjar, Suðureyri, 3) Skátafél. Birn- ir, Blönduósi, 4) Skátafél. Andvari, Sauðár- krók, 5) Skátafél. Verðir, Svarfaðardal, 6) Skátafél. Birkibeinar, Eyrarbakka og 7) Skátafél. Fossbúar, Selfossi. Prófin skiptust þannig (í sviga 1944): Nýliðapróf 415 (455), Annars fl. próf 211 (208), Fyrsta fl. próf 50 (28) og Sérpróf 411 (605). Til samanburðar skulu birtar heildartöl- ui 1944 (sbr. Sk.bl. 4. tbl. XI. árg.): Fundir: 3586 með 32030 þátt. Útilegur: 524 með 4177 þátt. En eignir voru alls kr. 268.195,82. Á árinu 1945 hefir því enn orðið aukn- ing á öllum liðum nema í prófum. Síðan gefst ef til vill tækifæri til þess að athuga þessar tölur betur. Skátafélögin ættu að muna, að ársskýrsl- ur ásamt skatti til B.Í.S. ber að senda fyrir 15. febrúar ár hvert. Innl. bréfr. Kennarinn: Úr hverju eru fataefnin búin til, Jóhann litli? Jóhann þegir. Kennarinn: Svona nú, svaraðu, drengur. Þú veizt þetta vel! Úr hverju eru fötin þín? Jóhann: Úr gömlu buxunum hans pabba! °o° 18 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.