Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 32

Skátablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 32
cn mjög líklegt að þessi tilhögun verði höfð á námskeiðunum. Nánar verður skýrt frá þessu í næsta Skátablaði. ÚLFLJÓTUR. Von mun vera nýrra bóka frá Úlfljóti nú alveg á næstunni, að því er fregnir herma. Mun ný skátasöngbók vera í prentun, en útgáfa Foringjahandbókarinnar getur dreg- izt dálítið vegna þess að horfið hefir verið að því ráði að prenta bókina, en ekki fjöl- rita eins og fyrst var ætlunin. Fyrir áramótin kornu út tvær bækur: Skátarnir á Róbinsoneyjunni og Við varð- eldinn, II. hefti, og hefir þeirra verið áður getið. Það er gleðilegt til þess að vita, að útgáfa skátabókmennta skuli vera að aukast og væri vonandi, að sú þróun héldist. SKÁTAHEIMILIÐ í REYKJAVÍK. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, hafa skátarnir í Reykjavík fengið til umráða heilt skálahverfi. Vinna skátanna við það hófst um mán- aðamótin sept.—okt. og var unnið af kappi í um mánaðartíma. Var þá lokið við að hreinsa og mála skálana að utan, slá upp skilrúmum o. fl. En síðan lagðist vinna að miklu leyti niður í nóv. og des.-mánuðum. Var það vegna þess, að það stóð á að fá lagðar hita- og raflagnir, og var því lítt vinn- andi fyrir kulda. Um áramótin hófst vinna aftur við Skáta- heimilið og er nú verið að ljúka við inn- réttingu fyrir Skátabúðina. Ennfremur eru llokks- og sveitarherbergin næsturn tilbúin. Gert er ráð fyrir því, að Skátaheimilið ætti að geta tekið til starfa í marzmánuði. Allt þetta hefir mjög dregið úr hinu eig- inlega skátastarfi höfuðstaðarskátanna, því að ekki hefir verið hægt að halda uppi reglulegu fundastarfi, nema að litlu leyti. En þetta mun nú allt vera að komast í lag. Vonandi getur Skátablaðið bráðlega skýrt nánar frá Skátaheimilinu við Hringbraut og birt myndir þaðan. NÝTT SKÁTAFÉLAG. í vetur var stofnað nýtt skátafélag á Laug- arvatni. Stofnendur voru 17 og eru það allt nemendur við skólana á Laugarvatni og hafa verið starfandi skátar heima í byggðar- lögum sínum. Félagsforingi er Þórir Þor- geirsson, leikfimiskennari, en sveitarforingi er Ingvar Guðmundsson frá Keflavík. Fé- lagið hefir þegar tekið inn nokkra nýliða. Þetta er merkileg tilraun með stofnun skátafélags og mikill fengur fyrir skátahreyf- inguna að fá öflugt skátafélag á slíkum stað. Það er von og trú okkar, að félag þetta eigi eftir að verða traust stoð æskulýð staðarins, og til þess liefir það alla aðstöðu. Skátablaðið óskar Laugarvatnsskátum til hamingju með hið nýja félag sitt og býður það velkomið til starfa fyrir hina upprenn- andi æsku íslands. ]AMBOREE ! The Jamboree! The Jamboree! What does it mean to you and me? It means a vow, a pledge, a pact, to love, to serve, to think, to act; It rneans a lot of boys — and then a. ivorldlike League of fullgrown men. o o o SKÁTAFÉLÖG! Skátablaðinu væri mjög kærkomið að fá myndir af stjórnum félaganna og af félagsstarfinu inni og úti. 24 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.