Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Page 33

Skátablaðið - 01.01.1947, Page 33
MYNDASAGA DRENGJANNA. Eftir KJELD SIMONSEN. RÓBINSON KRÚSOE Sagan af Róbinson Krúsoe er uppáhaldssaga allra drengja og ekki sizt skáta. Skátablaðið birtir nú og framvegis myndasögu eftir scenska listamanninn KJELD SIMONSEN, og er hún byggð á hinni ódauðlegu sögu Róbinson Krúsoe eftir Daniel Defoe. Róbinson lendir i hinum ótrúlegustu cevintýrum, og er ekki að spyrja að því, að sagan er spennandi frá upphafi til enda. -■ Skátablaðinu vteri mjög kœrkomið að heyra, hvernig lesendum geðjast nýbreytni þessi. Róbinson var einkabarn for- eldra sinna og eyðilagður af dekri. Hann nennti aldrei að vinna ærlegt handtak. Einn dag, þegar hann var á rölti niður við höfnina, mætti hann félaga sínum. Faðir hans var skipstjóri og átti skip. „Viltu koma með mér til London?" spurði hann. „Það leyfir mamma og pabbi mér aldrei," sagði Róbinson. „Ertu svona mikill mömmu- drengur? Við verðum komnir aftur eftir þrjár vikur. Skildu bara eftir miða í rúminu þínu og segðu karli og kerlingu, að þú sért farinn í dálítið skemmtiferðalag. Þegar þau sjá miðann, verðum við komnir út á reginhaf." Þetta þótti Ró- binson gott ráð, tók satnan pjönkur sínar og laumaðist. um borð. Snemma næsta morgun léttu þeir akkerum og undu upp segl. Róbinson lék við hvern sinn fingur, þegar átthagarnir hurfu við sjóndeildarhringinn. í tvo daga höfðu þeir með- vind, en á þriðja degi dró dökka skýbólstra á loftið. — Stormur skall á, og stóru öld- urnar léku sér að litla skipinu. Róbinson kastaðist til og frá í káetu sinni. Hann hélt, að sjóveikin ætlaði alveg að drepa sig. Framhald i nœsta tbl.. 25 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.