Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Síða 16

Skátablaðið - 01.07.1948, Síða 16
í gegnum starf þess sjálfs, sem fyrst og fremst væru leikir. Rousseau taldi að bezt væri ef barnið fengi að eiga sig sjálft, — þar eð allir menn væru góðir að upp- lagi, mundi með því bezt fara. Gegn ein- hliða öfgum Rousseaus um afskiptalaust sjálfsuppeldi reis heimspekingurinn Kant, sem hélt fram nauðsyn agans fyrir allt uppeldi og alla menntun, og yfir höfuð samneyti mannanna, og taldi hann að lögmál skyldunnar væri æðsta boðorð lífsins. í frönsku stjórnarbyltingunni, sem þá var tiltölulega nýafstaðin, voru í fyrsta sinni orðuð hin almennu mannréttindi Af þeim leiddu réttindi allra barna tii þess að fá undirbúning undir lífið og því reis krafan um almenna menntun og af- nám forréttinda stétta, þjóða og trúar- flokka. Öll þessi sjónarmið voru tiltölulega ný þegar Robert Baden Powell fæddist, en hann var sjötti sonur háskólakennara í guðfræði. Hann naut skólamenntunnar eins og gerðist í Englandi í þá daga, var í fornfrægum heimavistarskóla, en fór í herþjónustu 19 ára gamall og starfaði ár- um saman í riddaraliði. Það var því ekki óeðlilegt þó að hann kynntist sérstaklega sögn og lífsvenjum riddaranna fyrr á öld- um og hvernig þeir voru búnir undir lífið. En drengskapur var einkunnarorð þeirra. Þeir voru lietjur, ímynd frjáls- borinna manna, merkisberar einstakl- ingsfrelsis, framverðir gegn kúgun í hvers konar mynd og yfirlitt gæddir þeim kostum, sem helzt máttu menn prýða. Skólar þeirra tíma kenndu aðal- lega latínu og fornaldarbókmenntir, auk guðfræði, sem allt voru fræðigreinar allfjarri þörfum hins daglega lífs. Aðals- mennirnir urðu aftur á móti að búa ung- liða sína undir það að geta stjórnað eign- um sínum, að verða réttlátir og vitrir húsbændur, kenna beim skyldurækni, r Lady Baden Powell. kurteisi og alls konar hirðsiði. í Frakk- landi, Þýzkalandi og fleiri löndum risu því upp hinir svonefndu riddaraskólar þar sem megin áherzlan var lögð á hag- nýtari fræði. í skólum þessum var sjálfs- 110 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.