Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 45

Skátablaðið - 01.07.1948, Qupperneq 45
tAÐ mun hafa verið um haustið 1940, að ég heyrði fyrst talað um Úlfljótsvatn. Það var á fundi í Skátafélaginu Völsung- ar í Rvík. Fréttum við þá, að Bandalag íslenzkra skáta hefði fengið um- ráðarétt yfir jörð austur í Grafningi, og mættu skátar dvelja þar í sumarleyfum sín- um, veiða þar í vatninu og iðka skátastörf. Satt að segja veitti ég þessu litla athygli. Bar þar fyrst og fremst til, að ég þekkti ekki staðinn og fannst hann svo langt frá Reykjavík, að við mundum aldrei nota okkur þessi réttindi, og svo voru mér gefn- ar þær upplýsingar, að þarna væri svo mik- ið mýbit á sumrurn, að oft væri þar óver- andi. Grunaði mig sízt þá, að ég ætti eftir að bindast þessurn stað svo traustum bönd- um, sem raun er á orðin, eða hitt, að svo margir Völsungar ættu eftir að starfa þar, bæði sem nemendur og kennarar. Allt tal um Úlfljótsvatn féll því niður með okkur á þessum fundi, og gleymdi ég þessu umtali brátt. Það mun svo hafa verið í aprílmánuði um vorið, að Jón Sigurðsson skólastjóri, sem þá átti sæti í stjórn B.Í.S., hringdi til mín og spurði, hvort ég væri ekki fáanleg- ur til þess að vera á Úlfljótsvatni um sum- arið með nokkra skáta og ylfinga í fasta- tjaldbúðum. Ég svaraði því strax neitandi, þótt ég hefði þá ekkert ákveðið um sumar- starf mitt. En skömmu síðar hringir Jón enn til mín og biður mig að ræða við sig °g skátahöfðingjann. Afleiðingin af því SKÁTABLAÐIÐ samtali varð sú, að tveim dögum síðar vor- um við þrír á leið til Úlfljótsvatns. Ég gleymi seint þessari heimsókn til Úlf- ljótsvatns. Þetta var á sólríkum, kyrrlátum vordegi ,eins og hann getur verið fegurstur á landi hér. Það blakti ekki hár á höfði og Úlfljótsvatnið var spegilslétt og fagurt. Það var ómögulegt annað en að heillast af þess- um undurfagra og hlýlega stað. Ég held jafnvel, að hann búi yfir einhverju óvenju- legu seiðmagni, sem bindur mann órofa böndum og vekur hlýju og ró. Þegar ég fór þaðan, var ég ákveðinn í að dvelja þar um sumarið. Úlfljótsvatn er í eigu Reykjavíkurbæjar, sem keypti jörðina til þess að eignast vatns- réttindin í Soginu, þegar það var virkjað. Hér verður jörðinni ekki lýst, enda áður gert í 2. tbl. VII. árg. Frumkvæðið að því, að skátar fengju jörðina til afnota, átti Helgi Tómassön skátahöfðingi. Ræddi hann málið við Jakob Möller sendiherra, sem þá ætti sæti í bæj- arráði, og mun hann hafa átt sinn drjúga þátt í því, að bæjarstjórnin ákvað að lána B.Í.S. jörðina um óákveðinn tíma endur- gjaldslaust að öðru leyti en því, að sjá um lögboðnar greiðslur af henni. Var jörðin síðan tekin út og afhent skátahöfðingjan- um fyrir hönd B.Í.S. vorið 1941. Hugmynd skátahöfðingjans um að fá Úlfljótsvatn til afnota handa skátum er stór- 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.