Skátablaðið - 01.07.1948, Side 51
inginn forgöngu um það og útvegaði til
þess tvo hermannaskála, vel vandaða. Voru
fengnir smiðir til þess að reisa þá og voru
þeir tilbúnir seint í júní. Gat því skóli
kvenskáta ekki hafizt fyrri en 19. júní.
Dvöldu þar um sumarið 24 fastir nemend-
ur. Borghildur Strange hafði skólastjórn á
hendi, en henni til aðstoðar voru Margrét
Magnúsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og
Margrét Magnúsdóttir (Maddý).
Þótti kvenskátum hagur sinn vænkast, er
húsakynni bötnuðu svo mjög, sem raun
varð á, og ekki spillti það ánægjunni, er
þær fengu bæði útvarp og vindrafstöð.
Ingólfur Guðbrandsosn stjórnaði skáta-
skóla drengjanna, en með honum voru Her-
mann Ragnar Stefánsson, Haraldur Guð-
jónsson og Magnús Pálsson.
Alls dvöldu á skólanum 39 drengir, 11 —
16 ára, flestir allan tímann.
Sumarið var ákaflega votviðrasamt, og
þar eð tjöldin voru nú fjögra ára, héldu
þau illa vatni í svo langvarandi rigningu
og láku allmikið. Margra ráða var leitað
til úrbóta, en allt kom fyrir ekki. Lá fatn-
aður drengjanna undir skemmdum. Veðr-
áttan hamlaði mjög allri starfsemi skólans.
Um haustið var foringjaskóli á Úlfljóts-
vatni á vegum B.Í.S. og var Páll Gíslason
forstöðumaður skólans. Var skólinn fyrir
sveitar- og flokksforingja og bæði fyrir
drengi og stúlkur og stóð í 8 daga. Skólann
sóttu um 70 nemendur.
1946.
Um veturinn sagði ráðsmaðurinn upp
og var þá Hermann Thorstensen ráðinn til
eins árs. Litlar framkvæmdir voru gerðar
á jörðinni sumarið áður, að öðru leyti en
því, að unnar voru rúmar 3 dagsláttur vest-
an skálans og sáð grasfræi. Allur húsdýra-
áburður hafði verið settur í flagið, en til-
búin áburður notaður á túnið.
Nú varð sú breyting á skólastarfinu, að
báðir skólarnir voru settir undir eina stjórn,
og var frú Áslaug Friðriksdóttir, félagsfor-
ingi, forstöðukona. Öll matseld fór fram í
kvenskátaskálanum og mötuðust drengirnir
þar. Tjöldin voru öll meira og niinna eyði-
lögð, og sváfu drengirnir í suðurenda skáta-
skálans, og voru engin tjöld uppi þetta
sumar. Minni aðsókn var að skólanum
þetta ár en áður, og rná vafalaust rekja
orsökina til hins slæma tíðarfars sumarið
áður og þess, hve tjöldin voru slæm. Alls
dvöldu á skólanum 15 telpur og 19 drengir.
Foringjar auk forstöðukonu voru Jóhann
Frá kxienskátaskólanum.
Sigurðsson, Kristjana S. Njarðvík og Mar-
grét Magnúsdóttir (Maddý). Krakkarnir
störfuðu nokkuð að bústörfum, enda var
veður hagstætt og hin bezta samvinna við
bústjórann.
Um mitt sumar var haldið 5 daga nám-
skeið fyrir ljósálfa og ylfingaforingja, og
stýrði Björn Stefánsson því.
Um haustið var sveitarforingjaskóli og
voru þar 15 sveitarforingjar. Páll Gíslason
var forstöðumaður.
1947.
Síðla vetrar sagði ráðsmaðurinn starfi
sínu lausu. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsing-
SKÁTABLAÐIÐ
145