Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Page 53

Skátablaðið - 01.07.1948, Page 53
gengið illa með afbrigðum. Enginn ráðs- mannanna ílengdist, og því varla von að vel færi. Engar horfur voru á, að úr raknaði með bústjóra. Meðalaldur nemenda hafði lækkað mjög tvö síðustu sumurin, og þýddi það, að minni afkasta mátti vænta til bústarfa. Var því horfið að því ráði að leigja jörðina og hætta búskap. Dagbjartur Hannesson tók jörðina á leigu um óákveðinn tíma og samningslaust fyrsta árið. Var sem þungu fargi létti af okkur, sem með þessi mál höfð- um farið, en þó blandið eftirsjá, því að um sinn er að mestu horfinn sá möguleiki, að skátaskólinn geti sinnt því hlutverki, sem honum var í fyrstu ætlað, sem sé að vera vinnuskóli fyrir framleiðslustörf og skapa um leið þá aðstöðu, að skólanemend- ur gætu að meira eða minna leyti lifað á eigin framleiðslu, að nokkur hluti vinn- unnar væri arðbær. Aðsókn að skólanum var mikil og vart hægt að sinna umsóknum, enda var skortur a svefntjöldum. Meginhluti af nemendum eru Ijósálfar og ylfingar. Alls munu dvelja a skólanum um 40 telpur og 50 drengir. Starfsfólk er flest það sama og í fyrra. Rétt er að geta þess, að þegar þessar hnur eru ritaðar, var ég að frétta að Magnús Valdimarsson og kona hans hefðu um helg- ina (26. og 27. júlí) farið austur með máln- ingu og málað kvenskátaskálana. Hafi þau þökk fyrir. Þess er getið, sem gert er. starf og markmið. Fastar reglur eru settar um, hvernig deg- inum skuli varið. Strangt eftirlit er haft með því, að þeirn reglum sé fylgt. A hverj- um morgni eru nemendur vaktir klukkan atta, látnir iðka nokkrar leikfimiæfingar og þvo sér síðan upp úr ánni, er fram hjá fellur. Flesta daga iðka þeir ýmis konar skátablaðið íþróttir. Nemendur eru vandir á stundvísi og reglusemi. Þeir eru þjálfaðir og hertir. Dag hvern eru skátarnir við skátanám. Auk hinna venjulegu skátafræða, sem tími er eigi til að rekja hér, læra þeir um flest, sem að ferðalögum lýtur, læra um hjálp í viðlögum, læra morsekerfið og flaggastaf- rófið o. m. fl. Þeir eru þjálfaðir í lengri gönguferðum og skemmri, kennt að þekkja dýr og jurtir. Markmið skátaskólans er því að kenna skátunum að vera viðbúnir hverju því, sem að höndum ber, að vera reglusamir í hví- vetna, að vera stundvísir, að geta séð um sig sjálfir og hjálpað öðrum. Það er reynt að efla félagslyndi þeirra og félagskennd, að þroska drenglund þeirra, sannleiksást og réttsýni. Á grundvelli skátalaganna og skátaheits- ins leitast skólinn við að gera skátann að góðum og nýtum þjóðfélagsborgara, sem vinnur heill og óskiptur að hverju því verk- eini, sem bíður hans í framtíðinni, gera hann að sönnum íslendingi, sem ávallt er reiðubúinn að leggja alla krafta sína fram í þágu lands og þjóðar, gera hann að sönn- um skáta, sem gerir það, sem í hans valdi stendur til þess að gera skyldu sína við guð og ættjörðina. LOKAORD. Það er ósk mín og trú, að skátaskólinn á Úlfljótsvatni og ÚLFLJÓTSVATN eigi um langa tíð að verða miðstöð skátastarf- seminnar á landinu. Hvernig starfsemin á að vera, er önnur saga. Aðalatriðið er, að starfsemin sé svo rúm og óbundin, að hún fullnægi þörfum hvers tímabils og leysi þan vandamál, sem mest aðkallandi eru á hverj- um tíma. Hættulegt er að binda stofnun í of fastar skorður. Fjölbreytni og frjáls- ræði er grundvöllur hins lifandi starfs, undirstaða lýðræðis og menningar. 147

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.