Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 23
Magnússon stjórnaði varðeldinum, en Hrefna Tynes mælti nokkur orð að skiln- aði, áður en bræðralagssöngurinn var sung- inn. Heimsókninni var lokið um kl. ]1. Frá skátaráðsfundi. Skátaráðsfundur var haldinn í Skátaheim- ilinu í Reykjavík, laugardaginn 20. júní s.l. Skátahöfðingi Jónas B. Jónsson setti fundinn og skýrði frá Jrví, að forseti Is- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefði gerzt verndari íslenzkra skáta. Þá var lesin skýrsla stjórnarinnar, og bar hún það með sér, að skátastarf er í mikl- um blóma. Þá tilkynnti skátahöfðingi, að styrkurinn frá Alþingi hefði verið hækk- aður úr 10.000,00 upp í 25.000,00 kr. Þorsteinn F.inarsson íþróttafulltrúi flutti rnjög gott erindi, er hann nefndi „Starf meðal drengja- og kvenskáta á breytinga- aldrinum." Skátaráð samþykkti svohljóðandi ályktanir: 1. Skátaráð á fundi 20. júní 1959 ályktar að nauðsyn beri til þess, að stjórn B. í. S. láti semja verkefnaskrá í skátafræðum, jafnt bóklegum sem verklegum, og hvort sem þau varða útilíf eða innstörf, og að fullt tillit sé tekið í niðurröðun verkefna til breytinga-aldurs stúlkna og pilta. Þá álykt- ar skátaráð einnig að efla þurfi kennslu og þjálfun foringja og vekja sérstaka at- hygli þeirra á fjölhæfu starfi fyrir hópa og einstaklinga á gelgjuskeiðsaldri. 2. Skátaráð á fundi 20. júní 1959 álykt- ar, að í anda skátalaga skyldu skátafélög forðast að taka til meðferðar þau skemmti- triði, sem á einn eða annan hátt geta stuðl- að að eða ýtt undir ósæmilegt tal um kyn- ferðismál. Næsta mál á dagskrá var „Ljósálfabún- ingurinn". Framsögumaður Hrefna Tynes. Mikið ósamræmi ríkir í þessu máli, þar Sumarminning. sem aðeins Reykjavík og Hafnarfjörður nota hinn löggilta búning B. í. S. Breyt- ingatillaga viðvíkjandi kvenskátabúningn- um kom frá K. S. F. R., þar sem þær benda á að æskilegt væri að nota dökkblá pils, Ijósbláa skyrtu með fánabláu hálsbindi og dökkbláa peysu með V-hálsmáli. Skyldi þessi búningur að nokkru leyti koma í stað dragtarinnar, þ. e. a. s. vera fyrir sveita- foringja og eldri, en dragtir skyldi aðeins nota við hátíðleg tækifæri. Samþykkt var að halda skyldi foringjafund á Landsmót- inu cg fá þar upp álit hinna ýmsu for- ingja, sem þar væru mættir, og vísa síðan málinu til stjórnar B. í. S. til frekari af- greiðslu fyrir næsta skátaþing. Verða þá að hafa borizt raunhæfar tillögur í málinu frá þeim félögum, sem þess óska, einnig til- lögur um aðra einkennisbúninga skáta, ef einhverjar eru. SKATABLAÐIÐ 63

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.