Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 18
§íf$£§L$ta keitn.slustunditi ORGUNINN þann var ég síð- búinn í skólann, og var laf- hræddur við að fá ávítur, ii einkum þar sem Hamel skóla- meistari hafði ráðgert að hlýða okkur yfir um hluttaksorðin og í því kunni ég ekki skapaðan hlut. í bili kom mér til hugar að stelast burt og vera úti allan daginn. Veðrið var svo heitt og bjart. Fuglar sungu í skógarjaðrinum. Og á opnum velli bak við sögunarmylluna voru prússneskir hermenn að æfa sig. Allt þetta var mér miklu meiri freisting en reglur um hluttaksorð, en ég var nógu sterkur á svelli til að standast og flvtti mér í skólann. Þegar ég fór fram hjá bæjaráðstofunni, sá ég mannþyrpingu standa fyrir framan fregnborðið. Síðustu tvö ár höfðu allar ill- ar fregnir birzt þar — fregnir um að við hefðum orðið undir í orustum, nýtt her- lið, sem kalla þyrfti, tilskipanir herfor- ingjans — og ég hugsaði með sjálfum mér: „Hvað skyldi nú vera upp á teningnum?" Um leið og ég flýtti mér fram hjá eins fljótt og ég mátti, kallaði járnsmiðurinn eftir mér; hann var þar að lesa fregnirnar og sveinninn hans líka: „Flýttu þér ekki svona, hnokki; þú kemst nógu snemma í skólann!“ Ég hélt að hann væri að skopast að mér og var lafmóður, er ég komst inn í litla garðinn til Hamals. Vanalega, er skóli átti að byrja, heyrðist mikill gauragangur út á stræti. Skrifborð voru opnuð og lokað um leið, lexíur þuld- ar af mörgum í einu, mikið skvaldur, lóf- ar fyrir eyrum til skilningsauka, en kenn- arinn að slá í borðið með reglustikunni. En nú var dúnalogn! Ég hafði gert mér von um að komast að mínu skrifborði í gauraganginum, án þess tekið yrði eftir. En viti menn, það var eins og allt þyrfti að vera með kyrrð og spekt þennan dag, eins og sunnudagur væri. Gegnum glugg- an sá ég sambekkinga mína, hvern í sínu sæti, — og Hamel, skólameistari, gekk um gólf, með járn-reglustikuna óttalegu undir hendi sér. Ég varð að opna dyrnar og koma inn, svo að allir blíndu á mig. Þið megið nærri geta, að ég blóðroðnaði út undir eyru, svo hræddur var ég. En ekkert bar við. Hamel kom auga á mig og sagði mjög vingjarnlega: „Flýttu þér í sætið þitt, Frans litli. Við ætluðum að fara að byrja án þín.“ Ég stökk yfir bekkinn og settist við skrif- borð mitt. Ég tók ekki eftir því fyrr en ég var búinn að ná mér eftir fátið, að kenn- arinn okkar var í fallega græna frakkan- um sínum, skyrtunni með pípufellingun- um og dálitla svarta silkihúfu útsaumaða, sem hann Idrei hafði nema þegar umsjón- armaðurinn var á ferð, eða útbýta átti verðlaunum. Auk þess virtust öll skólabörn- in með furðu og hátíðarsvip. En það sem olli mér mestrar furðu, var að sjá bæjar- fólkið sitja með sömu kyrrð og við í bak- sætunum, er ávallt höfðu verið auð. Þar var Hósi gamli, með hattinn sinn þríhyrnda, fyrrverandi borgarstjóri, fyrrum póstmeist- ari og ýmsir aðrir. Raunasvipur var á öll- um. Hósi gamli hafði komið nreð stafrófs- kver, með miklum fingraförum og hann hélt því opnu á knjám sér og gleraugun hans lágu yfir opnuna þvera. Er ég var mest að furða mig á öllu þessu, steig Hamel skólameistari í stól sinn og sagði með sömu hátíðlegu en þýðu rödd, sem hann hafði talað í við mig: SKÁTABLAÐIÐ 58

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.