Skátablaðið


Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 19
„Börn mín, þetta er síðasta kennslustund- in mín með ykkur. Tilskipun hefur komið frá Berlín um að einungis þýzka skuli kennd í skólum Elsaz og Lotringen fylkj- anna. Nýi skólameistarinn kemur á morg- un. Þetta er síðasta frakkneska kennslu- stundin. Þið verðið að taka vel eftir.“ Þetta féll yfir mig eins og reiðarslag. Ó, þorpararnir; þetta voru fregnirnar, sem festar höfðu verið upp á bæjarráðs- stofunni. Síðasta kennslustundin á frakknesku. Og ég — ég, sem ekki kunni að skrifa! Þá gat ég ekkert lært framar. Ég varð þá að hætta þarna! Hve ég iðraðist nú eftir að hafa vanrækt lexíurnar til að leita að fugls- hreiðrum, eða renna mér á Seiránni. Bæk- urnar, sem Iiöfðu verið mér svo leiðar, svo þungar að bera, málamyndalýsingin og heilagra manna sögur, voru nú orðnar gamlir vinir, sem ég gat ekki slitið mig frá. Og líka Hamel skólameistari. Hugs- unin um að hann yrði að fara burtu, að ég sæi hann aldrei framar, kom mér til að gleyma öllu um reglustiku hans og skapsmuni. Veslingurinn! Hann hafði klæðzt spari- fötunum fínu í lotningarskyni við þessa síðustu kennslustund, og nú fór mér að skiljast, hví gamlir bæjarmenn sátu aftast í skólahúsinu. Það hlaut að vera vegna þess, að þeir sæi líka eftir að hafa ekki fært sér skólann betur í nyt. Á þann hátt voru þeir að tjá kennaranum okkar þakkir fyrir fjörutíu ára trúa og dygga þjónustu og að sýna um leið lotningu fyrir landinu, sem þeir áttu ekki lengur. Meðan ég sat í heilabrotum um allt þetta, heyrði ég nafn mitt kallað. Það átti að hlýða mér yfir. Dýrt hefði ég nú viljað kaupa, að geta komið með regluna hræði- legu um hluttaksorðin alla saman, háum og hreinum rómi, án þess að reka í vörð- ur. En ég ruglaðist í fyrstu orðunum, stóð Skátahöfðingi Ghana, Quarco Tagoe, og tveir enskir skátar. þarna og hélt mér í borðið, heyrði hjart- slátt sjálfs mín og dirfðist eigi upp að líta. Ég heyrði, að Hamel sagði við mig: „Ég ætla ekki að veita þér neinar ákúr- ur, Frans litli. Þér hlýtur að líða nógu illa samt. Sér þú nú, hvernig það er? Á hverj- um degi höfum við sagt með sjálfum okk- ur: Ég hef nógan tíma. Ég get lært það á morgun! Og nú sjáið þið, hvert við erum komin. Ó, þetta er meinið hér í Elsaz. Hér hafa menn frestað lærdómnum til morguns. Nú hafa þessir kumpánar þarna úti ástæðu til að segja við ykkur: „Hvernig stendur á þessu? Þið látizt vera Frakkar og þó kunnið þið hvorki að tala né rita mál- ið ykkar.“ En þú ert ekki sá lakasti, vesl- ings Frans. Við höfum allir mikið að ásaka okkur um. Foreldrar ykkar létu sér ekki nógu annt um, að þið lærðuð. Þeir vildu heldur, að þið færuð að vinna bændavinnu, eða læra SKATABLAÐIÐ 59

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.