Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1907, Side 4

Sameiningin - 01.04.1907, Side 4
36 á svæSi tveggja milíóna ferhyrningsmílna. Á þeim tíma lá samskonar jökulbreiða eins og sú, er nú hylr Grœnland, yfir Norðrálfunni allt suðr til Berlínar og Lundúna, og yfir norðr- hluta Vestrheims allt suör að Nevv York, Cincinnati og St. Louis. Sannanir vaxa nú óðum fyrir því, að menn hafi verið hér fyrir lok 'þess tímabils, og að þá er loftslag breyttist og sú hin mikla íshella bráðnaði og hinar einstaklegu vorleysingar urðu víðsvegar um nálega takmarkalaust svæði, þá hafi mann- fólkið að miklu leyti sópazt burt af yfirborði jarðarinnar. Órækasta sönnunin fyrir hinum háa aldri mannkynsins eru hin grófgjörðu steintól, sem fundizt hafa í malarlögum, er aldrei hefir verið rótað við, og þykir víst, að verkfœri þau hafi legið þar síðan í seinustu flóðunum á ísöldinni. Hefir mergð slíkra steintóla fundizt í Frakklandi norðanverðu og í suðrhér- uðum Englands, einnig samkvæmt vitnisburðum þeirra manna, sem mest er að marka, hér í Vestrheimi, í malarhólunum með- íram Delaware-fljótinu, svo og við Ohio-fljót og ár þær, sem í það renna norðan megin. Viðlíka sannanir koma úr mörgum hellum í Belgíu, Frakklandi og Englandi, þar sem leifar af mönnum finnast undir þykkum stalagmít-Yógum, sem bendir til þess, að þar hafi menn hafzt við langa-lengi á elztu tíöum löngu áðr en hin eiginlega mannkynssaga hófst. Enn þá seinna hafa mannleifar fundizt djúpt niðri í jörð nndir víðtœkum leirmoldarlögum, sem jarðfrceðingar nefna loess; hylja lög þau norðrhluta Kínlands, mið-Asíu og Suðr- Rússland, einnig neðra hluta Missouri-dalsins, og eru mjög þ vkk. Þeir, sem bezt hafa vit á, líta svo á, að þetta sé dreggj- ar, sem vatn hefir eftir látið. Það er á þessum stöðum, að mannleifar hafa fundizt undir slíkum leirmoldarlögum: í Kiev á Rússlandi, í Lansing, nálægt Leavenworth, í Kansas, og allra siöast, samkvæmt því, er prófessor Barbour hefir lýst, nálægt Omaha í Nebraska. Merkilegt er það, að samfara þessum mannleifum frá ísöldinni finnast leifar fjölda útdáinna dýra- tegunda, náskyldra þeim tegundum dýra, sem nú eru á lífi. Á þeim tima, er steinaldarmennirnir voru uppi í Norðrálf- unni, áttu þar einnig i sömu héruðum heima stórar tegundir ljóna, nashyrninga, nykra og fíla. í Norðr-Ameríku voru hest-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.