Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1907, Side 5

Sameiningin - 01.04.1907, Side 5
37 íir, tapírar fstœrri en nokkrir þeirra, sem nú eru tilj, lama-dýr ^ins stór og úlfaldar, ljón, mastodonar og fílar, en öll þau dýr kafa seinna algjörlega liöiö undir lok eSa eru ekki lengr til á norörhveli jaröarinnar. Svo víötcek hefir þessi eyðing dýrategunda veriö, að þaö er nú vel trúlegt, aö maörinn hafi á öllu því svæöi lent í sömu eyðingarbyltingunum og síöan ekki annarsstaöar veriö uppi en á tiltölulega litlu svæöi í Miö-Asíu. Frá þessu sjónar- miði skoöaö verör Nóaflóö síöasti liörinn í byltingakeöju þeirri, sem náöi sínu hæsta stigi i Evfrat-dalnum, og snerti þáð flóö þá allt það, sem þá var eftir af mannkyninu. Með þeim 120 viövörunarárum, sem mönnum samkvæmt hinni helgu sögu voru veitt (á undan flóöinu), gæti eölilega meðfram veriö átt við þessar undanfarandi náttúru-byltingar, sem vér nú höf- um minnzt á. Öllum jarðfrœðingum kemr saman um þaö, og engir leggja á það meiri áherzlu en þeir Charles Darwin og Alfred Russell Wallace, aö ísöldin hafi veriö miklum breytingum háð að því er snertir lífsskilyrði dýraríkisins, og aö þær byltingar hafi til þess leitt, aö ýmsar tegundir dýra hafi svo stórvægi- lega liðiö undir lok. Jaröfrœöingar nú kannast einnig við þaö, að á tímabili því, er tók viö af ísöldinni, hafi allt hér í náttúr- unni, sem dýralífið er komið undir, staöiö í miklu fastari skoröum. Þá er vér lítum á flóöiö frá siöfrœöilegu sjónarmiöi, get- um vér ekki annað en kannazt viö, aö sú bylting sé í fullkomnu samrœmi viö þaö, hvernig guð yfir höfuö starfar í náttúrunni og mannkynssögunni. Undirstööu-atriöiö í kenning Darwins er þaö, aö í framrás atburðanna sé þaö aö eins einstaklingarnir með mestu hœfileikunum, sem lifa af. Jaröfrœöin er óslitin saga um þaö, aö óhœfar tegundir einstaklinga hafa liðið undir lok, og í þeirra staö hafa svo komiö aðrar tegundir, sem betr áttu viö ástœður þær, er fyrir hendi voru. Þaö eru dimmir blettir í heimi náttúrunnar eigi síör en í mannkynssögunni. Eramför heimsins hefir ekki veriö allsstaöar jöfn, heldr gegn um stœrri eöa minni „leifar“. Þaö var fyrir leifar einar, aö ísrael frelsaðist.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.