Sameiningin - 01.04.1907, Síða 7
39
var á þeim tíma, er hún fœddist. Sá, sem ekki getr gjört grein
fyrir hinum dularfullu vegum guölegrar forsjónar, þeim er
i>annig birtast á yfirborði mannkynssögunnnar, þarf ekki aö
hneykslast á hinum siöfrœöilegu vafaspurningum, sem frásögn
biblíunnar um flóðiö hefir í för með sér.
Yfir höfuð að tala getum vér sagt, aö við það að sinna
ekki andlegu eöli sinu og hinum háu kröfum um að beita rétt-
læti við brœðr sína hafi maðrinn verið sinn eigin versti óvinr.
„Stjörnurnar frá brautum sínum“ hafa ávallt barizt gegn
.vonzku og eigingirni mannsins. Og ekki er það enn úr tíma
að halda á lofti viövöruninni andspænis nútíðarþjóðunum, sem
ekki skeyta undirstöðuatriðum réttlætisins i afskiftum þeirra
hverra af öðrum og eigin þegnum sínum. Viðvaranir spá-
mannanna í Israel hafa þýðing fyrir nútíðarkynslóðina fullt
eins brýna og forðum fyrir samtíðarmenn þeirra.
Það stendr nokkurn veginn á sama, með hverju móti ó-
guðlegir menn lenda í grafir þær, er þeir sjálfir hafa sér graf-
ið. Niðrstaöan er það aðallega, sem oss kemr við, þegar vér
erum að virða fyrir oss málið frá siðfrœðilegu sjónarmiði.
Biblían svnir oss, að á dögum Nóa hafi heimrinn verið fullr
af spilling og ofríki. Eyðing hans í vatnsflóði hefir ekkert
það við sig, sem gjöri oss örðugra að réttlæta það, hvernig guð
kom þar fram við mennina, en það, sem hvað eftir annað kemr
fyrir enn, þegar þúsundir og jafnvel milíónir meðbrœðra vorra
farast i drepsóttum og hallærisplágum, í eldgosum og jarð-
•skjálftum, og við það, er sjórinn gengr œðandi á land upp.
Það lifir af, sem hœfast er ffyrir lífiðj — sú kenning sannast
svo fyllilega sem hugsazt getr í sögu biblíunnar um Nóaflóð.
Nokkrir fáeinir útvaldir menn frelsuðust af til þess að verða
frumstofn nýrrar kynslóðar, sem breiðast skyldi út á jörðinni
og yrði svo sett, að betr en su, er á undan var, gæti varizt gegn
spilling syndarinnar og unnt hefði verið, ef allt hefði haldið
áfram eins og áðr var. Þá er allt kemr til alls, verðr auðsætt,
uð það er jafnvel enn þá fremr miskunnsemi en réttlæti, sem
■skín út úr gjörvöllum söguganginum.