Sameiningin - 01.04.1907, Síða 11
43
hann átti þá eftir ólifað, hélt hann áfram að gegna þessari
köllun, og er það næsta undravert, hve mikiö honum varð á-
heim tíma ágengt. Starfsviö hans óx með ári hverju, þar til
þaö náði yfir nær því gjörvöll norðrriki og vestrríki Banda-
ríkjanna. Árið 1863 kom hann á fót spítala í Milwaukee, sem
mi er einhver stœrsti og veglegasti lúterski spítali í Ameríku.
Þegar hann fyrst fór fyrir alvöru að hugsa um þetta fyrir-
tœki, þá hafði hann enga peninga eða efni til að byrja það með.
Einn af vinum hans fór með hann og sýndi honum hús og lóð,
.sem sýndist aðdáanlega vel fallin fyrir þessa fyrirhuguðu
stofnun. Svo fóru þeir til eiganda og lét hann eignina fala
fyrir $15,000; og skyldi $1,000 borgast þá undir eins. Á meðan
þeir töluðu um þetta var Passavant sagt, að maðr biði úti, sem
vildi tala við hann. Sá ókunni maðr kvaðst hafa notið góð-
gjörðasemi og hjúkrunar á spítalanum í Pittsburg fyrir nokkr-
iim árum; nú væri hann kominn í góð efni efni og i þakklætis-
skyni vildi hann biðja dr. Passavant að þiggja af sér $1,000 til
líknarstarfs hans. Hér var fjárupphæð sú fengin, sem á þurfti
að halda, og eignin þegar keypt. Þetta var ekki hið eina skifti
á æfi Passavants, sem líkt og þetta kom fyrir hann. Þrem ár-
um síðar stofnaði hann spítala í Chicago, en það hús brann x
eldsvoðanum mikla árið 1871, og var ekki endrreist fyrr en 14
árum síðar. Þessir þrír spítalar, í Pittsburg, Milwaukee og
Chicago, bera nú allir nafn Passavants; en meðan hann var á
lifi leyfði hann aldrei, að nein af hinum mörgu líknarstofnun-
ixm hans væri við hann kennd.
Eg verð að sleppa að minnast nokkuð á afskifti Passavants
af stofnun General Council kirkjufélagsins árið 1867. Þegar
frá byrjun var hann einn af ötulustu leiðtogum þess kirkjufé-
lags. Starf hans varð því kirkjufélagi til ómetanlegrar bless-
unar á margan hátt, en þó ef til vill hvað mest, þegar um
menntamál þess er að rœða. Thiel College i Greenville, Pa.,
var stofnað aðallega fyrir hans tilstilli. Aldrei þreyttist hann
á að brýna fyrir mönnum nauðsynina á kristilegri œðri mennt-
un. Skömmu áðr en hann lézt skrifaði hann ritstjórnargrein í
Workman, þar sem hann bendir á, að aðal-styrkr kirkjunnar
sé ekki að eins undir því kominn, að hreinni lúterskri trú sé