Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1907, Side 20

Sameiningin - 01.04.1907, Side 20
52 í Vídalínssöfnuöi: B. G. Sveinsson (forsetij, Árni Árna- son (féhirðirj, J. J. Erlendsson ('skrifarij, Tryggvi Árnason og Gísli Eyjólfsson. í Hallson-söfnuöi: Pálmi Hjálmarsson (forsetij, Guöbr. Erlendsson ('féhiröirj, Jakob Benediktsson ('skrifarij, Mrs. E. Ssemundsson og Mrs. B. Jónasson. í Pétrssöfnuöi: Bjarni Dalsteð ('forsetij, Bergþór Þor- varösson ('skrifarij, Eiríkr Guðmundsson ('féhirðirj, Björn Sveinsson og H. B. Jónsson. Tómas, sonr Eggerts Thorlacíus, drengr á 13. ári, varö- fyrir voöaskoti mánudag 8. Apríl, og var á sömu stund örendr. Jarðsettr föstudag 12. — Drottinn huggi og styrki föður og móður og systkinahópinn. Vídalínssöfn., sem á þessum árum hefir gjört mikið og vel við kirkju sína og auk þess liaft talsverð útlát önnur, var nú á ársfundi í skuld hátt á fimmta hundrað dollara, en tók á þeim fundi loforð fyrir mestri þeirri skuld, og hefir nú hr. Árni Árnason síðan fengið loforð frá þeim, er ekki gátu verið á fundi, og er skuldin bráðum öll borguð. Fundr var vel sóttr, og létu menn vel yfir því, hve eindrœgnislega allt gekk, og þökkuðu guði fyrir að gefa áhuga og góðan vilja. Pétrssöfnuðr er að vinna að því markmiði að borga skuld sina, og er byrjunin, sem þegar er gjörð, mjög góð og lofar miklu. Einar Scheving missti Floru dóttur sína úr tæring. Hún andaðist 13. Marz og var jarðsungin hinn 15. Hafði hún verið- á spítala í St. Paul, en var send þaðan heirn ólæknandi. Hún átti eftir eitt ár í normal departrncnt Norðr-Dakota-háskólans. Ágæt og vel gefin stúlka. Syrgja hana margir. Unglinga- félag Vídalínssafnaðar missti líka mikið. Sturlaugr Bjarnason frá Lœkjarskógi í Laxárdal í Dala- sýslu andaðist 6. Apríl hjá tengdasyni sínum Jóni Gíslasyni hjá Mountain og fór útförin fram hinn 10. Hinn látni kom frá íslandi 1887 hingað í Dakota-byggðina íslenzku. Dó eigin- kona hans fyrir 4 árum. Fjögur börn þeirra hjóna lifa for- eldra sína, þar á meðal Jónas bóndi nálægt Svold, N.-Dak., og Kristín kona Jóns Gíslasonar, sem þegar var nefndr. H. B. Tlx. 25. dag Marz-mánaðar andaðist á heimili sínu í Mikley Sigfríðr húsfreyja Tómasdóttir, eiginkona Vilhjálms Ásbjarn- arsonar. Hún var 60 ára, er hún lézt. Jarðarför hennar fór

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.