Sameiningin - 01.04.1907, Síða 24
56
hvaö um hann yrði. (5) Dóttir faraós gekk ofan aö ánni til
aö lauga sig, og gengu þjónustumeyjar hennar eftir árbakk-
anum; hún leit örkina í sefinu og sendi eina af þernum sínum
eftir henni. (6) En er hún lauk upp örkinni, sá hún barniö;
og sjá, það var sveinbarn og var aö gráta. Hún kenndi í
brjósti um hann og sagði: Þetta er eitt af sveinbörnum
Hebrea. (j) Þá sagöi systir hans viö dóttur faraós: Á eg að
fara og sœkja fyrir þig einhverja fóstru af hinum hebresku
konum, að hún hafi sveininn á brjósti fyrir þig? (8) Dóttir
faraós svaraöi henni: Far þú. En stúlkan fór og sótti móöur
sveinsins. (g) Dóttir faraós sagöi til hennar; Tak þennan svein
meö þér og haföu hann á brjósti fyrir mig, og skal eg launa þér
fyrir. Tók konan þá sveininn og hafði hann á brjósti. (10)
En er sveinninn var vaxinn, fór hún meö hann til dóttur fara-
ós; tók hún hann í sonar stað og kallaði hann Móses, því hún
sagöi: Eg hefi tekið hann upp úr vatninu. (11) Þá er Móses
var orðinn fuíltíða maör, fór hann eitt sinn á fund ættbrœöra
sinna og sá á þrældóm þeirra. Hann sá, hvar egypzkr maðr
laust hebreskan mann, einn af kynsmönnum hans. (12) Hann
Jitaðist þá um, og er hann sá engan mann, vo hann Egyptann og
huldi hann í sandi. (13) Daginn eftir gekk hann út og sá tvo
hebreska menn ryskjast. Þá mælti hann viö þann, sem á röngu
máli átti aö standa: Hvi slær þú náunga þinn? (14) Hinn
svaraöi: Hver hefir gjört þig aö yfirmanni og dómara yfir
okkr ? Er þér í hug aö drepa mig eins og hinn egypzka mann,
sem þú drapst? Þá varð Móses hræddr og hugsaöi með sér:
Það er þá orðiö uppvíst. (15) En sem faraó frétti þennan at-
burð, leitaði hann eftir að drepa Móses. En Móses flýöi fyrir
faraó og tók sér bústaö í Midíanslandi, og settist þar aö hjá
vatnsbóli einu.
Kirkjublafihálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og
kristilega menning, 18 arkir á ári, kemr sxðan á nýári 1906
úi i Reykjavík undir ritstjórn þeirra séra Jóns Helgasonar, dó-
cents, og séra Þórhalls Bjarnarsonar, lektors. Kostar uér í álfu
75 ct. Fæst í bókaverzlan hr. Halldórs S. Bardal hér í W.peg.
„Bjarmi“, kristilegt heimilisblaö, kernr út i Reykjavík
tvisvar í mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í
álfu 75 ct. ái-gangrinn. Fæst í bóksölu hr. H. S. Bardal í
Winnipeg.