Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 8
6 /ypquleífcas- Ji jfúkelcíó’ Ein af þeim auölindum hér i sveit, sem ekki eru nýttar nema aö tak- mörkuöu leyti, er vatnið sem víóa kemur úr jöróu. Til aö leiða i ljós möguleika á aó nota það til aö ala í fiska var á síöasta ári tekin saman skýrsla um þetta. Þaö annaðist fyrirtæki, sem Eldisráðgjöf s.f. heitir. Skýrslan lá fyrir í nov- ember sl. og var hún þá kynnt fyrir atvinnumálanefnd, hreppsnefnd og þeim sem hún snertir mest. í niöurstööum skýrslunnar er bent sérstaklega á 5 staði, þar sem trúlega eru miklir möguleikar á seiðaeldi. Er þaó í Haukadal, þar sem reiknaó er meö aó unnt sé aó ala 1500 þúsund sumaralin seiói (2,5 gr.), á Syóri-Reykjum, þar sem gert er ráó fyrir möguleika á aó ala 1500 þúsund sumaralin seiói, 200 þúsund gönguseiói (45 gr.) og 100 þúsund stórseiði (450 gr.), í Skálholti 100 þúsund gönguseiói og 50 þúsund stórseiði, í Laugarási 600 þúsund gönguseiði og 300 þúsund stórseiði og í Reykholti 100 þúsund gönguseiði og 50 þúsund stórseiói. Framleiósluverómæti er talió vera samtals um 140 milljónir króna og vinna 30-40 ársverk. Vió sumar- seiðaeldið þarf aó nota lindarvatn, en vió framhaldseldió er talió mögu- legt aö nota vatn úr ánum. í skýrslunni er ekki talió álit- legt aó ala seiöin áfram upp í ætan fisk á þessu svæöi. Er þaó sérstak- lega vegna vandkvæóa á aó hreinsa allt það vatn sem til þess þarf svo vel aö þaö líóist aó setja þaó í árnar. Þess vegna er mælt meó sam- vinnu vió aóila sem hafa aöstööu til sjóeldis og hafbeitar hér viö ströndina. Einnig er bent á þann möguleika aö sleppa gönguseiöum i eigió vatnakerfi til aó auka þar veiði. Atvinnumálanefnd boóaöi til al- menns fundar um þessi mál 16.febr. sl. Á hann kom Siguróur St. Helga- son fiskalíffræóingur frá Eldis- ráðgjöf og Bjarni Jónsson, viöskipta- fræöingur, iónþróunarfulltrúi- Suður- lands. Fundinn sóttu um 30 manns úr sveitinni, og var skýrslan kynnt þar og rædd. Talió var mest aðkallandi aó prufa hvort mögulegt er aö nota vatnið úr ánum til seiðaeldis og aö ná upp meira af heitu vatni i ná- grenni við bestu kaldavatnsupp- spretturnar. Niðurstaöa fundarins var sú aó fela atvinnumálanefnd aó halda áfram athugunum á möguleikum á fiskeldi í sveitinni, en stefnt verói aö því að stofna sem fyrst fyrirtæki áhugaaóila til aö sjá um framkvæmdir. ffiskilegt er aó áhugamenn gefi sig fram, og geta þeir sem ekki hafa skýrsluna undir höndum fengiö eintak af henni á hreppsskrifstofunni eóa hjá undirrituóum. /7ryj0X~ ■ee-----œ-------e& Staóan i skólabyggingarmálum er nú sú að teikningar eru nú i fullnaðar- vinnslu. Drög aó teikningu hafa verió samþykktar af hreppsnefnd. Arkitekt er eins og kunnugt er Maggi Jónsson, en Verkfræóistofa Siguróar Thoroddsen h/f sér um verk- fræóihliöina. Viðbyggingin á aö vera á tveimur hæóum eins og núverandi hús. Aóal- inngangur kemur á neöri hæö á ný- byggingunni og snýr aö Aratungu. Þaó sem nýtist af neóri hæöinni eru um 210 fermetrar, en efri hæóin er 413 fermetrar. Skólinn veróur byggóur aó hálfu af ríki á móti sveitarfélaginu. Á fjárlögum var veitt i ár 400 þúsund til framkvæmdanna. Ekki er ákveóió hvaó mikió verður gert i ár. Þaö sem nefnt hefur verió er aö grafa fyrir, leggja veg og plan, og steypa sökkla. Væntan- lega veróur mest af þessu boöiö út. Stefnt er aö þvi aó það sem gert veróur i sumar veröi búió áóur en skólinn tekur til starfa i haust.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.