Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 14
SKÁLHOLT. Þorláksbúð, Jólavalla- garóur, Þorlákssæti, íraleiði, Staupasteinn og Skólavarða voru friðuð fyrir. Vió það bætast nú allar eldri útihúsatóftir á landar- eigninni. Fyrst ber að nefna 3 fjár- borgir, misgamlar, í Borgarhólnum, sem eru nokkru vestan vegar þar sem beygt er niður aó sumarbúðum. í Torfholti, sem er klettaholt niður undir Hvítá, eru nokkrar fornar tóftir nánast á árbakkanum. Nokkru ofan vió þær er mikið og fornt garó- lag, sem nær yfir holtiö. Lengra niöur meó Hvítá, á árbakkanum, þar sem heitir Stekkatún, er mikið af útihúsatóftum og margir garóar i kringum þær, og margir þeirra fornir aó sjá. Rétt ofan við Skálholts- tunguna, nokkru ofan vió Þorlákshver, en aóeins neðan við fjárhústóftir vió Hestaklett, liggur forn garður þvert yfir tunguna frá Brúará í Hvítá. Auk þess eru Virkishóll, Kyndluhóll , Austurtraðir og Biskupatraóir frið- aðar. SPÓASTAÐIR. Á Smalaskálaholti, sem er holtið vestan við Smalaskála, eru fjórar fjárborgir, ásamt tóftum og miklu garðlagi í kringum hluta þeirra. Við Smalaskála er ein fjárborgin til, ásamt beitarhúsi sem rifiö var 1949. Hugmyndin er aó friöa svæóið sem eina heild, því vafalaust tengist það búskap á biskupsstólnum í Skálholti. SYÐRI-REYKIR. Hulduhóll á Byrgistanga og Álfhóll í Reykjagili, eru álagahólar sem ekki má hreyfa vió. Einu sinni sló afi Grims ögmundssonar Álfhólinn og það haust vantaði 18 kindur af fjalli. Suóaustan undir Arnarhól, er bæjarstæði hjáleigunnar Arnarhóls, sem byggð var um 1675. Þetta er heillegt bæjarstæði en nokkru vestan vió það er mjög forn ferhyrndur garður, en þagar gamli vegurinn var lagóur hefur ein hlið garósins eyðilagst. Heiðarhús er jötu- hús uppi á Torfastaóaheiði, hlaðió um 1886, og er þar mjög heilleg grjót- hleösla. TJÖRN. 1 Kotsholti og Stekkatúni eru tóftir sem liklega hafa verió stekkir, en frekar litió er nú eftir af stekkjum i sveitinni. TORFASTAÐIR. Allnokkru neóan við Reykjavallarétt er hjáleigan Múlatún. Hennar er fyrst getið i landamerkja- bréfi Torfastaóa frá 1456, en tóftir eru nokkuð heillegar enn. ÚTHLlÐ. Steinageröi var forn smábýli nióur undir Andalæk. Engar sagnir eru til um það, en þarna eru nokkrar tóftir. 1 garöinum i Úthliö er varð- veittur hlautbolli Geirs goða og rétt ofan við garóinn er leiói Geirs goóa. Sunnan og neóan við bæinn er kirkju- garðurinn, en nokkru neóan við hann eru hof og fleiri tóftir. VATNSLEYSA. Þau álög eru á Vatnsleysu- gili, aó ekki má veióa i þvi fyrir norðan bæinn. Ef þaó er gert á bóndinn á Vatnsleysu að missa sem svarar einu kúgildi. Þetta hefur tvisvar verið reynt og komió fram i bæói skiptin. Skröggur er stór varóa, uppi á Hliðinni og er talin hafa verió hlaðinn til aó auóvelda Hliðamönnum aó rata að bænum, þvi þaðan frá séð er bærinn i hvarfi við Hliðina. Sagt var, aó þeir sem héldu Skröggi vel vió, yróu vel efnum búnir. VEGATUNGA. Rétt neóan vegar var eina rjómabúið i sveitinni og ber þvi að vernda allar tóftir og stiflumannvirki er tengjast þvi. BuiO var reist upp úr aldamótunum og liklega notaó fram á 3.áratuginn. Fornleifaskráningin er hluti af- samnorrænu verkefni þar sem verió er aó kanna hvernig hentugast sé að skipuleggja stór svæói, s.s. heilar sveitir (svæðaskipulag). Við slika skipulagningu þarf m.a. aó taka til- lit til gróðurfars á svæðinu og forn- minja. Athuganir á svo stórum sveit- um hafa ekki verið gerðar áóur hér- lendis. Biskupstungur eru fyrsta tilraun til þess og valdar meó það i huga, aó hér er mikið af sögufrægum stöðum. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur séó um þann hluta verkefnisins sem tengist gróðurfarinu i sveitinni. Þeir eru nú aó vinna gróóurkort af sveitinni og er hugmyndin aó tóft- irnar verði færóar inn á þau. Enn er eftir að mæla tóftir á 3 bæjum, Drumboddsstöðum, Borgarholti og Króki, en Einar Sæmundsen, yfir- umsjónarmaóur verkefnisins, mun ljúka þvi næsta sumar. Til að fá einhverj- ar tóftir af þessum bæjum á kortið, tókég þær meó sem getió er i örnefna sk :á . pó aó þessu verkefni sé nú form- lega lokió, þá veit ég að nokkuð er enn eftir af tóftum og sögnum ó- skráður i sveitinni. Ég mun þvi áfram hafa hjá mér skráningarbækur, þvi það er aldrei of seint aó bæta við vitneskju um tóftir eöa sagnir. Ég hef einnig tekið eftir þvi aó nokkuó vantar á að öll örnefni séu komin á skrá hjá örnefnastofnun og þá sérstaklega nöfn á tóftum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.