Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 02.03.1987, Blaðsíða 11
----- J3/ytu&í <zr/s6Úr//ky í/'tfL, feffvCtcf<x//-/Z£j'o & Ært/Ccyjs/uctytCift'. Eins og flestir hafa oróið varir við þá hefur staðió yfir skráning á öllum fornminjum í Biskupstungum sumrin 1985 og 1986. í byrjun árs 1985 sendi Þjóóminjasafn Islands eyóublöó á alla bæi i sveitinni, þar sem fólk var beóió um aö skrá allar fornminjar á sinni landareign. Flestum óx þetta mjög i augum, þvi aö á mörgum bæjum er mikið af fornminjum. Svör bárust þó frá fjórum bæjum, Stekkholti, Múla, Heiði og Felli. Flestir fóru þó aó velta þessum hlutum fyrir sér og voru margir komnir nokkuö áleióis með aó fylla út eyóublöóin. Alls voru skráóar um 1380 minjar i sveitinni á þremur mánuóum, sumrin 1985-1986. Stærsti hluti þeirra eru tóftir, sem voru mældar og teiknaðar. Auk þess voru skráóar sagnir um margar tóftir sem nú er búið aö slétta út, en menn mundu eftir. Þar fyrir utan voru teknar meö gamlar alfaraleióir, vöó á ám og lækjum, álagablettir, garöar, vörður og margar sagnir. Siöastlióið haust var byrjaó aö vinna úr gögnum. í samráói viö Guðmund Ólafsson fornleifafræóing á Þjóóminja- safninu, voru tóftirnar flokkaðar eftir minjagildi og aldri á eftir- farandi hátt. Minjagildi Aldur A-Mest minjagildi 1-fyrir 1000 e.Kr. B-Mió1.minjagildi 2-1000 1550 e.Kr. C-Minnst minjag. 3-1550 1800 e.Kr. 4-1800 1987 e.Kr. Minjagildi tófta fer eftir því um hvers konar tóftir er aó ræóa, t.d. eru bæjarhús merkilegri en útihús. Þjóöminjasafnió flokkar eftirfarandi minjar nær undantekningalaust í A- flokk: Álagabletti, forn bæjarstæöi, minjar tengdar trúarathöfnum s.s. hof, bænhús og kirkjur. Einnig staói þar sem liklegt er aó finna líkams- leifar manna s.s. kirkjugaróa, gras- reiti, kuml og dysjar. Einnig er litiö á hve tóftin hefur varóveist vel og hvort hún sé vel hlaóin. Oft var erfiðara aó segja til um aldur tófta. Flestir vissu um aldur tófta sem hlaónar eru á þessari öld og um sumar þær eldri eru til ritaðar heimildir. Ekkert er vitaö um aldur á nokkrum hluta tóftanna, en oft má gera sér einhverjar hugmyndir um aldur út frá útliti. Markveröar minjar í Biskupstungum (A-flokkur). Með þessari greinargeró fylgir skrá um minjar í Biskupstungum sem lentu i A-flokki (140-150 minjar), en þær minjar telst ástæóa til aó varóveita og jafnvel friólýsa rargar þeirra. Þaó er æskilegt ac' i hverri sveit séu varóveittar minjar af sem flestum tegundum, þó aö sumar þeirra séu ekki mjög gamlar. Einnig þótti ástæóa til aö velja nokkur svæöi til friðunar. Hér á eftir verður reynt aö gera grein fyrir markveróum minjum i Biskupstungum og af hverju þær voru valdar. LB tók sér það Bessaleyfi aö sleppa þeirri skrá þvi i henni kemur fram þaó sama og hér að neðan. ARNARHOLT. Þar eru hlóóir nióur undir Arnarholtsvatni, sem notaóar voru til ullarþvottar og eru einar af fáum slikum sem eftir eru i sveit- inni. Þar er einnig eftir nokkuð af gömlum túngarói. AUSTORHLÍÐ. Stuttu ofan viö kirkju- garðinn i Hliðartúni er leiói sem ekki má slétta út. Þar á smali aó hafa oróió úti meö hund sinn og fjár- hóp. Þar eru þrjú litil leiói, sem eru fyrir smalann, stafinn hans og hundinn. Vió hlióina er mikið stærra leiði, sem er fyrir fjárhópinn. ÁSAKOT. Stuttu noröan viö útihúsin i Ásakoti er hóll, þar sem peningar eiga aö vera grafnir. Ef aó grafió er i hólinn, á bærinn i Bræðratungu aö standa i björtu báli. (Þessu hefur örugglega verió komið á, til aó óöalsbóndinn i Bræóratungu niddist ekki um of á hjáleigubændunum i kring).

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.