Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 10

Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 10
Hagvöxtur upp á 2 % ? Það er alltaf gaman þegar okkur Biskupstungnamönnum fjölgar og ennþá meira gaman að standa að því. Annars var það ekki þetta venjulega sem olli fjölgun upp á fimm á einu bretti héma um daginn. Eins og fram kom í síðasta blaði var Sveinbjöm Dýrmundsson ráðinn einskonar eignaumsýslustjóri hreppsins hér á Reykholts-svæðinu. Eftir farkostinum að dæma (40 farþega fólksflutninga- bifreið) bjuggust auðvitað allir við stórfjölgun á svæðinu. Við LB-ingar vomm fullir forvitni fyrir hönd lesendanna og inntum Sveinbjöm eftir staðreyndum málsins. Hann féllst fúslega á yfirheyrslu um eigin hagi og fjölskyldunnar. Sveinbjöm Dýrmundsson er fæddur í Reykjavík 1950. Hann útskrifaðist úr Samvinnuskólanum að Bifröst vorið 1971. Starfaði hjá SíS og síðar hjá Skattstjóranum í Reykjavík að námi loknu. Hann hefur starfað sl. 12 ár við að leiðbeina grannskólanemendum í námi, lengst af á Súgandafirði, en sl. 2 ár á Fáskrúðsfirði. Hliðarstörf við leiðbeiningamar hafa verið margvísleg, einkum á sumrin. Má þar nefna undlingavinnuumsjón, frystihúsavinnu, umsjón með félagsstarfi aldraðra og akstur. Áhugamál hans era hin og þessi s vo sem íþróttir, músik (hann hefur spilað á bassa í danshljómsveitum meira og minna frá fermingu) og félagsstörf, hefur m.a. starfað í Lionsklúbbum um nokkurra ára skeið. Eiginkona Sveinbjöms er María Guðbrandsdóttir og eiga þau 3 dætur, Guðrúnu 18 ára, Svövu Kristínu 12 ára og Sonju Lind 7 mánaða. María er einnig fædd í Reykjavik. Hún starfaði að lokinni skólagöngu einkum við verslunarstörf, en hefur hin síðari ár verið leiðbeinandi við grannskóla og einnig starfað við leikskóla. Auk þess hefur hún séð um föndurvinnu í félagsstarfi aldraðra. Áhugamálin eru fleiri en eitt. Hún hefur tekið mikinn þátt í leiklistarstarfsemi, iðkað teikningu og skrautskrift. Einnig má nefna blómarækt og matargerð. Koma þeirra hingað í ný heimkynni hefur verið ánægjuleg þrátt fyrir hráslagann í veðráltunni og vænta þau þess að eiga gott samstarf við alla þá er til þeirra þurfa að leita og hlakka þau til að takast á við ný og áhugaverð verkefni. S.B. Mér finnst aö Sveinbjörn ætti aö koma upp bjórkrá (rútunni, keyri svo hring (sveitinni svo enginn þurfi aö ganga heim? Litli-Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.