Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 11

Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 11
Ungir pennar. Fallegur staður. Ég ætla að lýsa stað sem mér finnst mjögfallegur. Þessi staður erlðaíBiskupstungum. Hanner mjög fallegur því hann er heimili mittogeins þúveistþykiröllum heimili sín falleg. Okkar hús er uppi á hól sem heitir Vesturás og stendur á gömlu túni sem hét Hátún. Austar í Vesturásnum er skógur sem heitir Leynir, amma og afi eiga hann. Á haustin fer ég og tíni þar köngla sem hafa dottið af tveimur háum grenitrjám sem þar eru, ásamt reynitijám og birkitrjám. Vestan við okkur er fjall sem heitir Vörðufell. Það er 391 m á hæð. Suðurás er stór hóll við bæinn hjá afa og ömmu. Norðan í honum er Smiðjuhóll og sagt er að þar hafi verið smiðj a í gamla daga. Þar á maður að hafa búið sér til flugham úr fjöðrum. Hann reyndi að fljúga yfirHvítáoggathannþað. Hann gat flogið vegna þess að kring um ásana er svo mikið uppstreymi. Fólki þótti hann vera of kaldur, þvx áin er mjög straumhörð. Fólkið eyðilagði því haminn fyrir honum. Austan við bæinn rennur Stóra- Laxá í Hvítá sem síðan rennur í sveig norðan og vestan við bæinn. Á Hvítá er brú sem var vígð árið 1957. Áður var ferja á ánni og feijumaðurinn átti alltaf heima á Iðu. Þegar fólk þurfti að komast yfir ána ferjaði hann það ásamt vamingnum, en hestamir syntu yfir. Þegar bjart er sést alla leið til Heklu og Eyjafjallajökuls og þegar ég geng upp á Vörðufell sé ég enn lengra. Eg hef komið til margra annarra fallegra staða á landinu, en samt finnst mér þessi alltaf fallegastur eins og ég sagði frá áðan. Margrét Guðmundsdóttir 12 ára, Iðu, Bisk. ískriftartíma. Ég skrifa og skrifa, svakalega er ég orðinn lúinn. Blýantinum ég varla bifa, bara ég sé að verða búinn. Jóhann Haukur Björnsson 12 ára Stöllum, Bisk. HJÚPUR HF Söluskrifstofa Bolholti 4 105 Reykjavík Súni 91-680425 Einangrað hitaveiturör úr stáli Einangran fyrir plasthitaveitur Leggjum plasthitaveitur Ráðgjöf við hönnun hitaveitna Sjóðum allar gerðir af plasti Fjölhæfastir á íslandi Spegilsuða - múffúsuða - þráðsuða og sprautusuða HJÚPURHF. Flúðum 801 Selfoss Súni 98-66780 Litli-Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.