Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 14
Vísnáþáttur
eftir Ólaf Stefánsson Syðri-Reykjum.
í þennan þátt hef ég tekið frumsamdar
vísur, flestar nýlegar. Ég hef reynt að hafa
valið sem fjölbreyttast, til að minna á, að
íslenskur kveðskapur á sér margskonar
form og er dýr arfleifð sem við ættum ekki
að týna niður. Vitið þið að í 400 ár hafa
íslendingar einirþjóða, haft stuðlasetningu
í ljóðum sínum. Við ein höfum “agað
málið við stuðlana þrískipta grein, og eflst
að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar
drápu”. Því miður hefur bragheym
þjóðarinnar hrakað mjög, en þessi sérstaða
má ekki glatast. Stuðlasetning yrði aldrei
aftur upp tekin ef svo færi. Þar sem flestar
þær vísur sem hér fara á eftir eru undir
hinum ýmsu rímnaháttum sem hafa verið
að þróast hér á landi í ein 600 ár (afbrigðin
skipta hundruðum) þá finnst mér við hæfi
að byrja á gömlu atómkvæði sem ég birti í
Mímisbrunni fyrir stinnum 30 árum og hét
hvorki meira né minna en:
Quo usquem tandem.
Meðan rauðir spútnikar
hverfast ógnhraðir um
jarðarkringluna og
vísindamenn eru önn-
um kafnir
við aðframleiða helryk.
Heldur krœkluleg björkin
áfram vonlausri
baráttu sinni í klettaskorunni
til þess eins að skemmta
skratt-
an-
um.
Þá snúum við okkur að ríminu og
þjóðlegheitunum.
í vetur var kvöldvaka í Aratungu þar sem
m.a. hagyrðingar skemmtu með list sinni.
Stjómandi lagði fyrir þá ýmsar spuming-
ar t.d. hvað þeir segðu um friðun hvala.
Sem áhorfandi leit ég svona á málið:
Á sviðinu þó sé með sveitta skalla
sitja úrval bestu vísnasmiða.
Slík furðumenni má ei látafalla.
Mérfinnstþá œtti - líkt og hvalinn -friða.
Annað var það líka sem stjórnandinn vildi
fá á hreint, en það var hvað landlæknir
meinti með sinni bláu eyðniauglýsingu.
Ég vildi hafa það svona:
Gœt að er þú velur vini,
það vill hann okkur láta muna,
er birtast oss, í bláu skini,
brúnir kroppar í ástarfuna.
Ekki orð um það meir.
Nú koma vísur undir rímnaháttum. Fyrst
eru hér tvær samstæðar vísur ferskeyttar,
en það er líklega elsti rímnahátturinn. Það
er líka algengasta form á lausavísum.
Kuldanœðing kynnastfær
á kolli Heklu lendir.
Fullur mánifrá í gær
föla birtu sendir.
Sé hannfullur sýnist mér
sómalítill fengur
ætti ‘ að gá að sjálfum sér
svo hann endist lengur.
Þá vil ég taka þrjár vísur, einnig
samstæðar,sem eru einskonar mansöngur.
Það var sá hluti rímunnar, sem ávarp höfun-
dar, til þeirrarkonu sem hann unni. Eigin-
lega tileinkun. Hátturinn hér er gagaraljóð,
fyrst almennt síðan víxlhent og í síðustu
vísunni hringhent.
Kveða vil ég kvœðin mín,
kvennablómi heyr nú til.
Litli-Bergþór 14