Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Það hefuroft verið haft á orði að við verðum að gæta þess að Litli-Bergþórverði ekki pólitískt blað heldur sé rétt að halda honum utanvið alla pólitík. Eflaust höfum við mismunandi skoðanir á því hvað pólitík er og ef að pólitík er eitthvað sem við tengjum aðeins við stjórnmálaflokka þá er ég sammála því að Litli Bergþór á alls ekki að verða flokkspólitískt blað. En þar sem mér finnst allt sem við gerum, hugsum og erum vera pólitík, í víðustu merkingu þess orðs, þá þykir mér mjög nauðsynlegt að Litli-Bergþórtaki á öllum hliðum þess samfélags sem hann er runninn úr og að í Litla-Bergþór sé umræðan sem víðust og fjölbreytilegust um öll þau málefni sem við viljum fá umfjöllun um á hverjum tíma. Samningurstjórnvaldaum Evrópsktefnahagssvæði mun hafa veruleg áhrif á Iff fólks hér í Biskupstungum og því eigum við að ræða það mál ekki bara yfir kaffibollunum heima eða í fundarsal með fulltrúa stjórnvalda, heldur hvar sem er, og þá líka í Litla- Bergþór. Afrétturinn er mörgum hjartans mál. Eigum við að afhenda hann Náttúrverndarráði, Landgræðslunni eða einhverjum samskonar aðila eða ætlum við sjálf að stjórna þróun mála á afréttinum. Ferðamennska eflist stöðugt og ekki síst um hálendið. Hvernig viljum við taka þátt í slíku, eða eigum við að láta aðra sjá alfarið um þau mál? Nú á sér loksins stað uppbygging við Gullfoss. Eigum við að reyna að hafa einhver áhrif á þróun mála við Gullfoss og Geysi eða eigum við að sitja hjá og láta aðila í Reykjavík ráða því hvernig áframhaldið verður? Skálholt er enn ein perla hér í sveitinni og í vetur njótum við þess að þangað er komið mikið hæfileikafólk, ungt og áhugasamt. En það er áríðandi að stefnur um Skálholt fari að skýrast og að efling staðarins geti orðið þrátt fyrir óeiningu þeirra sem staðnum ráða. Hvernig getum við Tungnamenn stuðlað að uppbyggingu í Skálholti? Ibúar Biskupstungna eru rétt tæplega 500. Fámenni okkar gerir okkur kleyft að taka höndum saman um hin ýmsu mál sem varða allt okkar mannlíf. Hópur fólks hefur undanfarið unnið að uppgræðslu í Rótarmannagili. Hesthús var byggt við Hvítárbrú af áhugasömu fólki. Ungmennafélagið vex og dafnar vegna áhugasams fólks sem hefur veitt því krafta sína og forystu og svo mætti lengi halda áfram að telja upp afrekin sem unnin eru hér í sveitinni. Við getum beitt okkur miklu betur í málefnum skólans, hjálpast að við að koma því sem við erum ekki sátt við í betra horf og hrósa því sem vel er gert styðja, það og styrkja. Samfélagið allt eflist með því að íbúarnir sýni því áhuga. Þessa dagana hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið ofarlega á baugi. Nýlega var fundur á Selfossi með öllum sveitarstjórnarmönnum í Árnes- og Rangárvallasýslu þar sem þessi mál voru rædd og sýndist sitt hverjum. Þetta þarf svo sannarlega að ræða í sem víðustu samhengi og fólk þarf að segja sitt álit á því hvaða kostir og ókostir fylgja því að sameina sveitarfélögin. Verum virk, látum skoðanir okkar í Ijós og notum Litla-Bergþór til að koma þeim á framfæri. Öllum er heimilt að skrifa í blaðið og það væri af hinu góða, að fólk tæki upp pennann og skrifaði um sín hjartans mál í Litla-Bergþóri. Jafnframt skulum við öll hafa í huga að jákvæð umræða er skapandi og skemmtileg en neikvæð umræða og baknag er niðurdrepandi og eyðileggjandi. D.K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.