Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 8
Reiðleiðir frá Laugararási. Eftir Pétur Skarphéðinsson Fyrirþá sem stunda útreiðarsértilskemmtunarergaman að fara nýjarieiðir öðruhvoru. Hérerætlunin aðsegja frá nokkrum leiðum sem hægterað fara frá Laugarási. Verður fjórum eftirtöldum leiðum lýst. 1. Hringur um Vörðufell. 2. Um Höfða yfir HrosshagavíkíReykholt. 3. Yfir Skálholtsása í Hrosshaga. 4. í Skálholtstungu. 1. Hringur um Vörðufell. Vörðufell er móbergsfjall 391 metra yfir sjó og rís því 330 metra yfir landið í kring. Það er efstáSkeiðum en þóað hluta í Biskupstungum því þær ná til Iðu og Helgastaða sem eiga hluta í fjallinu. Fjallið er þríhyrningslagað og auðvelt að komast kringum það. Hæfilegt er að ætla sér 5-6 tíma til að ríða þennan hring frá Laugarási. Hér verður lýst leiðinni rangsælis og byrjað við Iðu en þar er beygt útaf á móts við heimreiðina til vesturs og farið ofan við sumarbústað sem þar stendur. Síðan er haldið eftir ágætum götum fram með fjallinu allt þartil komið er að mörkum Fjalls og Iðu, en þarerhliðágirðingunni.Hliðstaurarþarstanda í steypu og hefur töluvert verið viðhaft að koma henni hingað því enginn bílvegur er hér. Hér fram undan er hægt að fara niður á árbakka Hvítár og ríða Höfðaflatir, sem eru nátturuvætti vegna fuglalífs. Einnig má fara hærra í fjallið en þar er heldur verri vegur. Hvorleiðinsemvaliner endará hlaðinu í Fjalli sem er gamalt höfuðból og hefur verið í eigu sömu ættar frá því að það var keypt á uppboði stólseigna um 1800. Sagt er að Skálholtsstóll hafi átt allar jarðir á Skeiðum og allar nema þrjár í Biskupstungum. Frá Fjalli er ekki um annan veg að ræða en þjóðveginn og er svo allt til Álfstaða, en á leiðinni þangað er fyrst farið framhjá bæ sem stendur hátt í fjallinu nokkru ofan vegar. Er það Framnes. Ekki erþarbúskapurlenguren land nýtt frá Syðri-Brúnavöllum. Á þessari leið er gaman að virða Ólafsvallahverfið fyrir sér en það horfir nokkuð öðruvísi við héðan en frá venjulegu sjónarhorni af Skeiðaveginum. Næsti bær sem leið okkar liggur hjá er Vorsabær, en þar býr Jón Eiríksson sem lengi varoddviti Skeiðamanna og vel þekktur í Laugarási. Nú er sonur hans Björn að mestu tekinn við búi og frá honum er hinn frægi stóðhestur Gassi kominn. Við erum nú sem næst hálfnuð með hringinn og frá Vorsabæ liggur leiðin næst að Birnustöðum en þar fyrir ofan bæ er mikið gil íVörðufelliðsem heitirÚlfsgil. Erþarafrennsli úrÚlfsvatnisemeruppáfjallinu. ÚrVörðufelli taka Skeiðamenn kalt vatn og leiða um alla sveit. Nú liggurvegurinn næst að Álfsstöðum en frá þessum bæ er Ólafur Ketilsson bílstjóri ættaður og einnig Helgi í Hrosshaga. Er hér um tvær leiðir að velja. Halda má áfram veginn sem leið liggur á Skálholtsveg austan Ósabakka og síðan eftir honum yfir Fótarholt í Laugarás, eða fara vestur með fjallinu ofan túns á Álfstöðum. Sérkennilegt nafn er á vatni vestan Álfstaða en það heitir Þömb. Nokkuð blautt er með fjallinu og dálítil leit að hliðum við Helgastaði en þó vel fært. Mun þessi leið hafa verið sú mest farna hér áður. Gilin á austur hlíð Vörðufells heita Tæpastígsgil, Markagil, Bæjargil við Helgastaði, Nóngil, Hellisgil og Valagil talið frá norðri til suðurs. Á leiðinni upp Fótarholtið, sem skelfir ökumenn á vetrum, er hægt að virða stóð Jóns bónda á Helgastöðum fyrir sér. Ekki er þó von til að sjá Kraka því hann er nú kominn til útlanda en ef til vill einhvern annan honum líkan. Ef heppni er með í för getur verið að Margrét á Iðu komi ríðandi á veginn þarna en hún er mestur útreiðamaður í þessu nágrenni. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.