Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 27
Hreppsnefndarfréttir. Úr bókum hreppsnefndar frá ágúst - nóv 1991. Að meðaltali eru tekin fyrir 10-12 mál á hreppsnefndarfundum, þannig að einungis er hægt að drepa á það helsta hér í L.B. Það helsta að mati undirritaðs vel að merkja. Fundur 14. ágúst 1991. Hundahald: Samþykkt drög að reglugerð um hundahald í sveitinni. Tekur gildi frá áramótum Deiliskipulaa: Samþykkt deiliskipulag af nánasta umhverfi Aratungu, sundlaugarogskóla, þarsemgert er m.a. ráð fyrir þjónustuhúsi á lóðinni milli Aratungu og skólans. Samþykkt að bjóða Pósti og síma ásamt Landsbanka íslands afnot af lóðinni. Friðun afréttar: Landgræðslustjóri óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn um tímabundna friðun afréttarins. Samþykkt að senda fjallskilanefnd afrit til kynningar og stefna síðan að fundi með Landgræðslumönnum síðla vetrar. Kaupleiguíbúðir: TekiðfvrirbréffráS.H. verktökum. þar sem boðist er til að byggja þær kaupleiguíbúðir sem hreppurinn væntanlega fengi í haust á sömu kjörum og þær íbúðir sem eru í byggingu. Tilboðið er háð því að sömu teikningar séu notaðar. Núverandi bygginganefnd kaupleiguíbúöa falið að athuga málið. Fundur 10. september 1991. Fjallskil: Bréf GuðjónsGunnarssonarfrá2. sept. þar sem kvartað er undan álagningu fjallskilanefndar. Hreppsnefnd mælir með að fjallskilanefnd verði við óskum Guðjóns. Kaupleiguíbúðir: Fundargerð byggingarnefndar kaupleiguíbúðafrá6.sept. Nefndinleggurtilóbreyttar teikningar að mestu og annaðhvort opið útboð eða samning við S.H. verktaka. Samþykkt að semja við S.H. verktaka með meirihluta atkvæða. Fundur 26. september 1991. Gatnagerðargjöld: Samþykkt tillaga að reglugerð um álagningu gatnagerðagjalda í þéttbýli í Biskupstungum. Um erað ræðagjöld vegna byggingar nýrra svæða og álagningu á byggð svæði, svokölluð B-gjöld vegna lagningar bundins slitlags. Kaupsamninaar: Hreppsnefnd afsalaði sér forkaupsrétti vegna garðykjubýlanna Akurs í Laugarási og Árbakka á Syðri-Reykjum. Leikskólinn: Fundargerð leikskólanefndar: Fram kom að ráðnar hafa verið tvær konur til starfa og að skólinn starfaði allan daginn. Gjaldskrá samþykkt til áramóta. Bókasafnsnefnd: Hreppsnefnd tilnefndi Arnór Karlsson í nefndina og Hörð V. Sigurðsson til vara. Lauaarás: Bréf Hagsmunafélags Laugaráss kynnt, þar sem bent er á ýmis atriði, sem betur mættu fara þar. Landaræðsla: Landgræðsla ríkisins óskar eftir að taka til friðunar og rannsókna nokkur rofabörð sunnan Sandár og austan Kjalvegar. Heimild samþykkt gegn því skilyrði að heimamenn verði hafðir með í ráðum er að framkvæmdum kemur. Fundur 8. október 1991. Brekka: Stækkun sumarbústaðasvæðisins í Brekkulandi samþykkt. Spóastaðir: Lagður fram skipulagsuppdráttur af 70 ha svæði, sem sumarbústaðaland og til ræktunar. Áætlaðir eru 23 bústaðir á 0,42 ha lóðum og afgangurinn til ræktunar. Samþykkt af hálfu hreppsnefndar. Haukadalur III: Lagðurfram skipulagsuppdrátturaf 37 ha svæði undir sumarbústaðabyggð. Samþykkt af hálfu hreppsnefndar. Gullfoss: Bréf Náttúruverndarráðs. Samþykkt breyting á skipulagi við Gullfoss vegna tæknilegra og fagurfræðilegra ástæðna, þegar að framkvæmdum kom á svæðinu. Laugarás: TekiðfyrirsvarbréftilHagsmunafélagsins og samþykkt. Kaldavatnsveita: Endurnýjuð umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til lagningar kaldavatnsveitu í sveitinni. Fundur 12. nóvember 1991. Kaldavatnsveita: Umsókn um vatn til notkunar í gróðurhúsum frá Espiflöt h.f. vegna sérstakra aðstæðna. Samþykkttil reynslu næstusexmánuðina með fyrirvara ef vatn þryti. Fjármál: Fram komaðtekjujöfnunarframlagersvotil það sama og í fyrra u.þ.b. 7 milljónir. Einnig eru útsvarstekjurfyrir 1990 lægri en áætlað var. Tekjuliður fjárhagsáætlunar er því u.þ.b. 4 milljónum lægri en áætlað var. Kemur þetta aðallega til með að hafa áhrif á afborganir lána. Launagreiðslur: Samþykkt að laun hreppsnefndar og þeirra nefnda, sem launaðar eru, skuli vera óbreytt frá fyrra ári. Torfastaðir: Samþykkt að fella niður fasteignagjöld á þeim hluta húsnæðis, sem notaður er undir kennslu eins og gert er hjá öðrum skólum. fbúðir aldraðra: Fram kom að bygginganefndin hafði móttekið gjöf frá Sveini og Magnhildi í Bergholti upp á eina milljón króna. Um leið var tilkynnt að væntanlegt væri framlag frá Eiríki Sveinssyni um 6- 700 þúsund. Peningunum skyldi varið til að fullklára þjónustuhúsnæði á neðri hæð Bergholts. Tekið saman 16. nóvember 1991. Sveinn A. Sæland. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.