Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 23
á ferðalögum um Asíu, þá eru það þessir æpandi og
gargandi hótelagentar, sem taka á móti manni í hvert
sinn, sem stigið er út úrfarartæki. En við treystum því að
kofarnir myndu fylla sig sjálfir að mestu, enda fór það
svo. Það var ekki mjög mikið fyrir okkur að gera. En við
kynntumstþarnafjölskyldunniog starfsfólkinu,oglærðum
eitthvað um hugsunarhátt og menningu Thailendinga,
sem er töluvert öðruvísi en okkar. Og næstu 3 vikur liðu
ásvipaðan hátt og hinartvær. Þann 22. ágúst héldum við
aftur áleiðis til MALAYSÍU.
Við ferðuðumst á átta dögum suður austurströnd
Malaysíu á puttanum og vorum mjög heppnar með för.
Stoppuðum m.a. 5daga í Kota Bharu, litlu þorpi nálægt
landamærumThailands.semþekkterfyrirþjóðaríþróttir,
svo sem flugdrekaflug “snælduspuna” og batik. Þar
bjuggum við hjá enskri fjölskyldu, kunningjum okkar frá
Koh Samui.
Til SINGAPORE komum við 1. sept. til að sækja
bakpokanaokkarogfljúgatil Indonesíu. Litlu munaðiþó
að ég yrði innlyksa þar, því þegar ég ætlaði að fá
Indonesíska vegabréfsáritun í passann minn, reyndist
passinn vera fullur. Engin hei! síða eftir í honum og þeir
Indonesísku neituðu mér um stimpilinn. Það er ekkert
íslenskt sendiráð í Singapore frekar en öðrum löndum
Asíu, en eftir miklar símhringingar hafði ég uppá
íslenskum athafnamanni, sem hafði tekið sér
einhverskonar konsúlsnafnbót, en hafði þó ekki réttindi
til að gefa út passa, nésinna öðrum konsúlsverkum. Sá
hét Ingvar Nielsson og framleiddi kælivélar! - Hann
kunni samttökin á þeim indónesísku, hringdi í indónesíska
sendiráðið, belgdi sig út sem mest hann mátti og
skammaði þá fyrir að láta mig ekki hafa áritunina. Leysti
mig svo út með bréfi með íslenskum sendiráðsstimpli,
þarsem sagði að heimiltværi að setja vegabréfsáritunina
innan á framkápu passans. Og það fékk ég. Ef þetta
hefði ekki gengið, hefði ég þurft að bíða þær 2-3 vikur,
sem tók að fá nýjan passa gegnum danska sendiráðið.
Við vorum í Singapore í byrjun 7. tunglmánaðar, sem
þarsuðurfráerkallaðurmánuðurhinnahungruðudrauga.
En þá trúa kínverjar því, að andar framliðinna snúi aftur
til heimaslóðanna og velgengni lifenda fari eftir því,
hversu vel sé tekið á móti þeim. Kínverjar halda því
miklar veislur draugunum til heiðurs, með fórnum
(hrísgrjón, blóm og reykelsi), mat, drykk og uppboðum,
þar sem safnað er inn til hátíðahalda næsta árs. Það fer
ekki sögum af því hvernig draugarnir skemmta sér,
en kínverjar skemmta sér allavega vel. Borðað er
undir tjöldum á götum úti, miklar skreytingar og
húllum hæ.
Ég hef víst lýst Singapore áður. Þetta er borg
verslunarkauphalla og skýjakljúfa og því ekki staður
til að vera á auralaus, enda létum við búðarráp að
mestu eiga sig.
Okkur var reyndar aftur boðin vinna í Singapore. -
í hvert skipti sem við minntumst á að við hefðum ekki
efni á hinu eða þessu, var viðkvæðið: Því fáið þið
ykkur ekki vinnu sem “escort-dömur”? (fylgikonur).
Vinnan var fólgin í að fara út með bissneskörlum og
borða með þeim kvöldmat á fínum stöðum og fara
með þeim á næturklúbba. - Nei, nei, ekkert vændi
innifalið, bara brosa! - En þó þetta væri vel borgað,
völdum við frekar að gefa bros okkar þegar okkur
langaði til og afþökkuðum gott boð. Það þurfti enginn
að segja okkur, að fylgidömur lentu ekki stundum í
vandræðum með þessa sveina sína.
INDÓNESÍA
Ég var áður búin að segja frá ferð okkar til Sumatra,
sem er stærst hinna u.þ.b. 3000 eyja Indónesíu. Nú
ætluðum við að skoða eyjarnar Jövu og Bali.
Við flugum til Jakarta á Jövu þ. 10. sept. Jakarta,
höfuðborg Indónesíu er ein af þessum yfirfullu Asísku
miljónaborgum, þar sem fólksfjölgunin hefur orðið
svo ör að borgin hefur sprengt allt utan af sér.
Hávaðasamt umferðaröngþveiti og mengun var það
semmættimanni.viðbrigðieftirhinahljóðlátu.hreinu
og skipulögðu Singapore.
Stoppuðum aðeins eina nótt þar, rétt til að ná í
póstinn okkar á American Express, og tókum svo
næstu lest til Yogyakarta á mið-Jövu.
Yogya (eins og Yogyakarta er yfirleitt kölluð) var
hinsvegarmunánægjulegri borg, miðstöðmenningar
og handiðnar, svosem batik og leðurvöruiðnaðar.
Við stoppuðum þó aðeins í tvo daga þar, áður en við
héldum áfram lestarferð okkar til Bali, vinsælustu
ferðamannaparadísar Indónesíu. Á leiðinni þangað
gáfum við okkur tíma til að klífa eldfjallið Bromo (=
hinn rjúkandi). Það var létt verk, því akvegur liggur
næstum alveg upp undir gígbarminn. Komum þar
seint um kvöld og vöknuðum svo skjálfandi kl. 3 um
Litli - Bergþór 23