Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 25

Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 25
koma okkur þaðan. Við ferðuðumst með litlu rútunum þeirra Balímanna, sem eru á stærð við skólabílinn hans Guðjóns, og gistum 1-4 nætur á hverjum stað. En hálfur mánuður varð að nægja fyrir Bali, því að einungis er hægt að fá eins mánaðar vegabréfsáritun til Indónesíu í einu, og við áttum eftir að skoða Jövu betur (fyrir utan hinar 3000 eyjarnarl). AFTURÁJAVA í lestinni á leiðinni til Bali gaf sig á tal við okkur einkar vingjarnlegur eldri maður, sem hafði mestar áhyggjur af því, að við skyldum vera einar á ferð í þessum hættulega heimi, svona ungar og saklausar stúlkur. Hann var svo föðurlegur við okkur, að þegar hann bauð okkur að koma í heimsókn til sín og fjölskyldu sinnar, sögðumst við gjarnan vilja þiggja það á leiðinni til baka frá Bali. Þangað var ferðinni því næst heitið, til Tulungagung á suður-Jövu, staðar, sem lá langt fyrir utan helstu ferðamannaleiðir á Jövu. Þegar við komum þangað var húsbóndinn reyndar ekki heima, en kona hans tók á móti okkur eins og værum við dætur hennar. Maður hennar hafði sagt hennifráokkur. Þau hjónin og strákarnirþeirra reyndust okkur sérstaklega vel þá daga, sem við dvöldumst hjá þeim. Þau töluðu þónokkra ensku, og voru mjög trúuð. Höfðu látið skýrast til kristins sértrúarsafnaðar (Martin Luther King-mótmælenda), eftir að annar drengurinn þeirra læknaðist á undraverðan hátt vegna bæna safnaðarins, að þeirra sögn. Það mátti sjá að fólk hér var ekki vant ferðamönnum Indónesíski vinur okkar Siswandi og fjölskylda hans frá Tulungagung. og engan annan vestrænan ferðamann sáum við þessa daga. Á göngutúr um bæinn bar okkur einn daginn að garði, þar sem brúðhjón voru að kveðja gesti sína. Þau stóðu skrautlega búin í fagurlega skreyttum inngangi, og tóku í hendina á öllum og brostu. Um 500 gestum fengum við að vita seinna og því ekki að undra að þau litu örmagna út með broskrampa íandlitinu. Viðstönsuðum auðvitað til að fylgjast með og var þá boðið inn. Þarvarenn tölverður hópur fólks og var nú tekið til við að mynda brúðhjónin í bak og fyrir með öllum ættingjum og vinum í hinum ýmsu samsetningum. Við tvær vorum meira að segja dregnar upp og myndaðar með parinu og brúðarmeyjum. - Ámeðan viðfylgdumstmeðþessum uppstillingum fengum við þrírétta mat og drykk og virtust sumir Ijósmyndararnir hafa jafnmikinn áhuga á að mynda okkur borða eins og brúðhjónin. En við vorum orðnar sjóaðar í því að vekja athygli eftir nær árs ferðalag í Asíu og létum okkur hvergi bregða. Þetta virtist vera vel stæð fjölskylda, búningar brúðhjóna, -meyja og aðstandenda voru mjög fallegir og íburðarmiklir. Og þetta var bara fyrri veislan af tveim. Eftir tvo daga yrði veisla hjá fjölskyldu brúðgumans í sama stíl. Ekki voru allarbrúðarmeyjarnarjafn snotrar... Daginn sem við héldum áfram, fórum við svo með hjónunum, sem við bjuggum hjá, og sonum þeirra til kirkju. Það var það besta, sem við gátum gert fyrir þau og líka fróðlegtfyrir okkur að sjá hvernig messa hjá sértrúarsöfnuði færi fram. Þar var sungið og klappað saman höndum við undirleik rafmagnshljóðfæra og presturinn talaði af miklum sannfæringarkrafti og endaði með því að hágráta. Og allur söfnuðurinn gólaði með Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.