Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 9

Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 9
2. Um Höfða yfir Hrosshaga- vík í Reykholt. Úr Laugarási er riðið norður úr hverfinu við Engi. Við vegamótin erslóði sem ligguraustur á Auðsholtshamaren þarvarferjustaðursem enn er notaður lítillega af Auðsholtsmönnum Hér sést vel til Auðsholtsbæjanna sem til skamms tíma voru í Biskupstungnahreppi. Ekki á þó að fara þarna, heldur eftir veginum sem liggur útí Höfða. Hér eru utan vegar grónirvalllendisbakkarvið Hvítána. Er þar gott reiðfæri og voru þeir fyrrum notaðir til kappreiða og var hér fyrsti völlur hestamanna- félagsins í Biskuptungum. Laxakletturheitirþarsem vegurinn beygir uppá Höfðann. Þar má nú sjá greinileg skil milli bergvatnsins íTungufljóti eftir að það var hreinsað og jökulsins í Hvítá. Riðið er sem leið liggur um hlaðið á Höfða sem er landnámsbærog stendur hátt. Er hér mikið útsýni til allra átta. Haldið er áfram eftir slóða þar til sést vel til víkurinnar og má þá sjá hlið í girðingu neðan Höfðans. Eftir að farið hefur verið í gegnum hliðið er haldið áfram bakkann þartil komið er á móts við þúst eða þúfu sem stendur útí miðri víkinni. Nú er rétt að fara yfir víkina í stefnu á þúfuna og er þar grunnt nema allra næst bakkanum Höfðamegin. Götur eru hér all glöggar og hægt að fylgja þeim yfir Torfastaðaengið allt þar til komið er að dæluskúr hitaveitu þeirra miðsveitar-manna. Oftast var hægt að ríða þaðan um hlað á Reykjavöllum en nú mun heldur amast við því og mönnum bent á að fara með læknum upp á veg. Þessi leið var áður sú mest farna úrLaugarási effara átti í Reykholtt.d. ískóla. Leiðin öll er auðfarin og skemmtilegt reiðfæri en nokkuð mismikið er í víkinni og í mikilli rigningartíð getur verið allmikið vatn í henni en þó er nánast aldrei ófært um sumartíma. 3. Yfir Skálholtsása í Hrosshaga. Þegar stórveldistímar voru í Skálholti var hesturinn ráðandi samgöngutæki. Þessa sér nú lítinn stað nema e.t.v. .í Skálholtsásunum en þar má enn sjá djúpar götur troðnar af hestum ferðamanna til og frá Skálholtsstað, og á hestasteininum ákirkju- hlaðinu. Ef ríðaáÁsanaerriðið sem leið liggur í Skálholt. Á þessari leið er hægt að skoða minnismerki um aftöku Jóns Arasonar biskups og sona hans og leifar Skólavörðunnar, sem skólasveinar reistu og er fyrirmynd þeirrarersíðar var byggð í Reykjavík. Á móts við skemmu Skálholtsbóndans er beygttil norðurs. Héreru glöggar götur eftir Ásunum allt að hliði á milli Hrosshaga og Skálholts. Varast ber þó að allblautt getur verið milli ásanna, og að hliðið er nokkuð austarlega þar sem heita Smiðjuhólar. Eftir að komið er í gegnum hliðið er stefnan tekin á Hrosshagabæinn og oftast er hægt að finna hlið á túngirðingum þar tii að komast heim á bæinn. Eigi menn ekki erindi þangað má fara vestur með girðingunni milli Hrosshaga og Skálholts og komast á Biskupstungnabraut nokkru neðan Torfastaða. í Ásunum nærri mörkum við Hrosshaga, en þódálítið vestaren hliðið, eru leifar af fjárhúsi frá Skálholti. En það var siður fyrrum að hafa fjárhús nokkuð dreifð um landareigina til að Vörðufell og Hvítá Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.