Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 24
nóttinatil að labba þennan einsog hálfstil tveggjatíma gang upp á gígbarminn og sjá sólarupprásina. Þaðvar “jökulkalt” þarna uppi, (íslenskur sumarhiti) en manni hitnaði við gönguna og það var sérstakt að ganga þarna upp fjallið undir stjörnubjörtum himni og sjá morgunnroðann aukast, þar til sólin gægðist upp yfir kolsvarta hrjóstruga gígröndina. En áfram skyldi haldið og það samdægurs til Bali. BALI Bali er frekar lítil eyja við suðurenda Jövu. Þetta er enn ein af þessum paradísum hitabeltisins, þar sem allt grær af sjálfu sér, frá hrísgrjónum til suðrænna aldina. Veðuráttan er hagstæð árið um kring, ekki of votviðrasamt, ekki of þurrt, ekki of heitt. - Enda hefur Balíska árið 410 daga, því að árstíðirnar skipta ekki máli. Þó mun rigna aðeins meira frá nóv. til febrúar. Balískir hrísgrjónaakrar með sólskýlum og fórnarstöllum. En það sem skilur Bali frá öðrum eyjum Indónesíu er hin gamla mennning og hefðir, sem enn eru í heiðri hafðar. Þegar múslimir héldu innreið sína á Jövu um 1500 e.kr. (en þar var aðal menningarsetur svæðisins fyrr), flúði kóngsi, sem var hindútrúar, með alla hirð sína af arkitektum, listamönnum, menntamönnum og menningarfrömuðum til Bali, og setti þar á fót nýtt hindútrúarsamfélag. Bali er ekki stór, og þessi samþjöppun listafólks hefur gert Bali að einu stóru listasafni. Skrautleg og útflúruð hof og hlið eru allsstaðar, hvert heimiliverðuraðhafaheimilishofog hverhrísgrjónaakur verður helst að hafa smá fórnarstall úr steini eða bambusrenglum, ef uppskeran á að vera góð. Skrauttré og blómarunnar eru í kringum hvert hús, allt mjög snyrtilegt og listilega fyrir komið. Þegar ferðast er um Bali virðist manni að mestur tími fólks hljóti að fara í að útbúa allar þessar litlu fórnir, semfærðareruáhverjumdegi,(litlirfléttaðirstrábikarar með hrísgrjónum, blómum og reykelsi), eða búa til allskonarskreytingar ísambandi við hátíðahöld. Hvert tækifæri er notað til hátíðahalda á Bali og á hverjum degi má einhversstaðar finna “hof hátíðir” (tempel festivals), giftinga- eða útfararserímoníur o.s.frv. Og allt er svo nostursamlega gert og fínlega skreytt, það eru útbúin stór flúruð líkön af dýrum eða hofum, og fallegir búningar og grímur. - Og svo er dansað. Balískir dansar eru í sérflokki. Ég hef aldrei séð dansara, sem hafa slíkt vald yfir öllum hreyfingum og svipbrigðum. Augun og fingurnir skipta mestu máli! - Og svo eru þar elddansar og transdansar og önnur álíka óútskýranleg fyrirbæri. Maður skyldi halda að allur þessi ferðamanna- straumurhafi eyðilagt þessargömlu hefðir. Og auðvitað Balimeyjará leið í skrúðgöngu er hægt að borga fyrir að sjá dansa, og það eru skipulagðar ferðir til stórhátíðahalda fyrir drjúgan skilding. En ef ferðast er á eigin spýtur, má sjá þetta flest allt ókeypis. Hátíðahöldin eru fyrir fólkið sem lifir hér og hluti af menningu þess, ekki sett upp fyrir ferðamennina. Og Balískt fólk er með afbrigðum glatt og vingjarnlegt fólk, sem er stolt af sínum hefðum. Fyrstu dagana á Bali vorum við á baðströndinni Kuta, en þangað koma jafnmargir Ástalir og norður Evrópubúar til Costa del Sol. Við vorum því fljótar að Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.